Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 GLERAUGNAUMGJARÐIR FRÁ Nú sem aldrei fyrr leitar fjöldi fólks leiða til að missa þyngd og ná stjórn á einhverju sem það telur sig hafa misst stjórn á. Skilaboð samfélagsins, útlits- dýrkun í auglýs- ingum og stöðug um- ræða um ofþyngd Íslendinga hefur leitt marga út á braut öfgafullra megr- unarkúra og skyndilausna. Megrunaræðið og þrýstingur samfélagsins hefur leitt til auk- innar vanlíðunar og streitu og ýtt undir neikvæða líkamsvitund og sjálfsmynd hjá fjölda einstaklinga. Á sama tíma heldur tíðni átrask- ana áfram að vera alvarlega há, en nýleg íslensk rannsókn leiddi í ljós að sjöundi hver háskólanemi sýndi hættumerki átröskunar. Um þetta og fleira verður fjallað á fræðsludegi fyrir almenn- ing og fagfólk í Hörpu sunnudag- inn 2. október undir yfirskriftinni „Gallabuxurnar, er eitthvað að þeim en ekki þér?“ Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum, en fyrir um ára- tug síðan ákvað þarlendur lífeðl- isfræðingur, dr. Linda Bacon, að gera eitthvað í málinu. Henni of- bauð fölsk loforð og ósannar full- yrðingar megrunariðnaðarins sem veltir milljörðum dollara árlega. Hún bjó til eigið prógramm byggt á vísindarannsóknum um það hvernig líkaminn starfar og próf- aði það á sjálfri sér. Hún léttist og hefur viðhaldið þeirri þyngd síðan. Þetta prógramm, „Heilsa óháð þyngd og holdafari,“ eða „Health at every size“ (HAES) hefur síðan farið sigurför um heiminn. Fyrstu árin voru þó vísindakonunni erfið. Fjölmörgum bandarískum læknum hugnaðist ekki boð- skapurinn, skildu ekki hvað þetta pró- gramm þýddi – að best sé að hugsa um heilsu án þess að rýna í töluna á vigtinni? Eftir heitar umræður og gagn- rýna skoðun átti það eftir að breytast. HAES byggist á sterk- um vísindalegum grunni og er í dag viðurkennt meðferðarúrræði á göngu- og dagdeildum átrask- ana á fjölmörgum bandarískum sjúkrahúsum. Academy for Eat- ing Disorders, ein stærstu og virtustu fagsamtök átraskana, starfhæfir sérstaka deild sem er tileinkuð HAES. Fjölmargir, sem hafa látið í minni pokann fyrir megrunaræði nútímans þó þeir séu ekki með átröskun, hafa brotið vítahringinn með HAES. Sálfræðingar og aðr- ir heilbrigðisstarfsmenn beita þessari aðferð ásamt fleiri gagn- reyndum meðferðum til að að- stoða fólk við að brjóta upp víta- hring átkasta, líkamshaturs og sveiflukenndrar þyngdar. Það kann að hljóma framandi, jafnvel óábyrgt, að heilsa geti verið óháð þyngd. Það sem er hins vegar óábyrgt er að hvetja fólk sem á í vanda með eigin þyngd til að fara í megrun. Það er algerlega úr takti við þau vís- indagögn sem við höfum aðgang að í dag. Líkamsþyngd er ekki eini mælikvarðinn á heilbrigði og heilsu. HAES snýst um að veita fólki upplýsingar byggðar á vísinda- legum rannsóknum um líkamann og hvernig hann virkar, kenna mikilvægustu atriði næringar og öflugar aðferðir sem eru m.a not- aðar í þeim tilgangi að binda enda á megrunarvítahringinn með því að virða líkamann og merki hans. HAES er byggt á þeirri ein- földu staðreynd að besta leiðin til að bæta heilsu er að hlusta betur á líkamann og þarfir hans. Það miðar að því að styðja fólk til þess að tileinka sér venjur sem við- halda almennri heilsu og jafnvægi í stað þess að einblína eingöngu á þyngdarstjórnun með megrunum og skyndilausnum. Þrátt fyrir að þessi einfalda staðreynd liggi til grundvallar er ekkert einfalt við HAES, en pró- grammið sjálft er byggt á hundr- uðum rannsókna. Þeim sem vilja kynna sér HA- ES og margt annað þessu tengt er bent á fræðsludaginn á sunnudag- inn. Fjallað verður um áhrif mark- aðsafla á sjálfsmynd og hegðun, megrunaræðið og notkun skyndi- lausna, líkamsímynd og vöntun á jafnvægi og sátt. Meðal fyrirles- ara er dr. Jean Kilbourne, heims- þekktur fyrirlesari um áhrif sam- félags, fjölmiðla og auglýsinga á sjálfsmynd, líkamsvitund og kaup- hegðun. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni gallabuxurnar.is Heilsa óháð þyngd og holdafari? Eftir Þórdísi Rúnarsdóttur Þórdís Rúnarsdóttir »Líkamsþyngd er ekki eini mælikvarðinn á heilbrigði og heilsu. Höfundur er sálfræðingur og sérhæf- ir sig m.a. í meðferð átraskana. Calvin Coolidge var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóv- ember 1920. Forseta- tíð hans var að mestu áfallalaus. Hann var jafnan fátalaður við blaðamenn, og vildi sem minnst við þá ræða. Hann var þó eitt sinn spurður hvers vegna hann vildi ekki meiri samskipti við blaðamenn. „Það er vegna þess,“ sagði Cool Cal, „að þá þarf ég ekki að leiðrétta það sem ég hef aldrei sagt.“ Laugardaginn 21. maí sl. boðaði Framsóknarfélag Hafnarfjarðar til fundar með Sigurði Inga, forsætisráð- herra. Það var vel mætt og margt rætt í gamla Sjálfstæðishús- inu þennan morgun milli 10 og 12. Það kom fram fyrirspurn á fundinum hvort Sig- urður Ingi myndi bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð. Hann svaraði: „Ég mun ekki bjóða mig fram gegn honum“. Í júní ítrekaði hann þetta í við- tali við Pál Magnússon í þættinum Sprengisandur. Hinn 23. september flýgur Sig- urður Ingi til Akureyrar. Svo ger- ir einnig fréttamaður RÚV. Í kvöldfréttum RÚV tilkynnir hann nefndum fréttamanni: „Ég mun bjóða mig fram gegn Sigmundi Davíð“. Það lifir gömul vísa um einn mektarborgara Akureyrar, sem fór liðugt gegnum lífið, en sem endar svona: „einu sinni ekki laug hann, enginn trúðonum.“ Hvar eru trúverðugheitin, Sig- urður Ingi? Að bjóða sig fram – eða ekki Eftir Ámunda H. Ólafsson Ámundi H. Ólafsson » „Ég mun ekki bjóða mig fram gegn Sigmundi Davíð“. Höfundur er fyrrverandi flugstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.