Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 53
FRÉTTIR 53Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 sér stað á sunnudegi fyrir ári, en þá var þriðjungi vegakerfis Parísar lok- að fyrir bílaumferð. Árangurinn af því var sá að niturdíoxíð, rauðbrún, eitruð lofttegund, í borgarloftinu minnkaði um 40%. Evrópuríkin í fararbroddi Óhætt er að segja, að Evrópuríkin séu í fylkingarbrjósti fyrir til- raunum með sjálfekna hópflutn- ingabíla í almannasamgöngum. Í apríl í fyrra samþykktu aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) yfirlýs- ingu sem kennd er við Amsterdam og kveður á um að hafist verði handa um að semja lög og reglur er heimili akstur sjálfekinna bíla í venjulegri umferð. Í júlí í sumar gerði þýski bílsmið- urinn Mercedes-Benz árangursríkar frumprófanir með „rútu framtíð- arinnar“ sem ók 19 km vegalengd frá Schiphol flugvellinum við Amst- erdam til borgarinnar Haarlem. Og eins og fram kemur hér á síðunni standa yfir frumtilraunir með öku- mannslausa strætisvagna í nokkrum löndum Evrópu. Gæti starfsemi þeirra verið orðin ríkjandi í álfunni áður en annar áratugurinn er úti. Finnar sér á parti Finnar hófu prófanir á ökumanns- lausum smárútum í Helsinki síðsum- ars. Hafa tvær sjálfeknar EX-10 smárútur verið þar í förum í venju- legri umferð. Farþegar geta hoppað um borð eða frá borði á fyrirfram ákveðnum leiðum, rétt eins og á við um hvaða strætisvagn sem er. Verk- efnið er unnið í samstarfi við tækniháskóla Helinki sem rann- sakar hegðan sjálfeknu bílanna í umferðinni. Aka þessir stræt- isvagnar að hámarki á 16 km/klst hraða. Til langs tíma litið sjá Finnar fyrir sér að öll ökutæki á götum Helsinki sjálfekin og almennings- samgöngur allsráðandi. Smár- úturnar hefðu því hlutverki að safna farþegum í úthverfum og koma þeim inn á meginflutningaæðarnar. Hvarvetna hefur skriffinnska staðið í vegi tilrauna með sjálfekna strætisvagna, nema í Finnlandi. Í finnskum lögum er ekki að finna neitt er reisir skorður við akstri mannlausra farartækja í umferðinni. Því var samþykki umferðarörygg- isyfirvalda (Trafi) við akstrinum auðfengið. Vegna eðlis prófana Finna í venjulegri umferð er víða um heim fylgst náið með tilraunum þeirra, segir Harri Santamala við útvarpsstöðina Yle, en hann stýrir rannsóknarverkefni tækniháskól- ans. Frumprófanirnar eru gerðar á EasyMile EZ-10 rafrútum en að þeim loknum sjá Finnar ekkert ann- að fyrir sér en prófanir á stærri mannlausum strætisvögnum. Þrátt fyrir að frumkvæði ráðamanna í Helsinki sé lofað þá voru samskonar smárútur prófaðar í tengslum við byggingarsýningu í bænum Vantaa í fyrra. Óku þeir á vegum sem lokaðir voru annarri umferð. Árekstur í Sviss Frakkar sigla í kjölfar Finna með prófanir sem eru undanfari þess að sjálfeknir strætisvagnar verði orðn- ir gildir í samgöngum borgarinnar, hugsanlega eftir um tvö ár. EX-10 rafskutlurnar hafa einnig verið til akstursprófana í Japan, Singapúr og Kaliforníu. Í kantónunni Valais í Sviss (Wallis á þýsku) eru og ný- hafnar prófanir á 11 sæta heima- smíðuðum bíl sem brúkaður er sem póstrúta. Á miðvikudaginn var kom bíllinn við sögu áreksturs og var ökuriti hans, „svarti kassinn“, tek- inn til skoðunar svo hægt yrði að draga lærdóm af atvikinu. Í borginni Sion í Sviss hafa staðið yfir tilraunir frá í júní á sjálfekinni smárútu. Að þeim loknum er ætlunin að hafin verði reglubundin ferðaþjónusta með slíkum farartækjum þar í borg. Aka rúturnar á 20 km hraða og er fjarstýrt frá sérstakri stjórnstöð. Það er ekki nóg að sjálfeknir strætisvagnar séu handan við horn- ið, heldur eru jarðlestakerfi margra borga orðin sjálfvirk og laus við öku- menn. Má þar til dæmis nefna Kaupmannahöfn, Barcelona, Tórínó, Mílanó, London, Lyon og Búdapest. agas@mbl.is Við Point-Neuf Sjálfvirki strætóinn EZ10 við Pont-Neuf á Signubökkum. Nýir tímar Fólk tekur sannarlega eftir rútunni á Signubökkum í París.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.