Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 53
FRÉTTIR 53Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
sér stað á sunnudegi fyrir ári, en þá
var þriðjungi vegakerfis Parísar lok-
að fyrir bílaumferð. Árangurinn af
því var sá að niturdíoxíð, rauðbrún,
eitruð lofttegund, í borgarloftinu
minnkaði um 40%.
Evrópuríkin í fararbroddi
Óhætt er að segja, að Evrópuríkin
séu í fylkingarbrjósti fyrir til-
raunum með sjálfekna hópflutn-
ingabíla í almannasamgöngum. Í
apríl í fyrra samþykktu aðildarríki
Evrópusambandsins (ESB) yfirlýs-
ingu sem kennd er við Amsterdam
og kveður á um að hafist verði
handa um að semja lög og reglur er
heimili akstur sjálfekinna bíla í
venjulegri umferð.
Í júlí í sumar gerði þýski bílsmið-
urinn Mercedes-Benz árangursríkar
frumprófanir með „rútu framtíð-
arinnar“ sem ók 19 km vegalengd
frá Schiphol flugvellinum við Amst-
erdam til borgarinnar Haarlem. Og
eins og fram kemur hér á síðunni
standa yfir frumtilraunir með öku-
mannslausa strætisvagna í nokkrum
löndum Evrópu. Gæti starfsemi
þeirra verið orðin ríkjandi í álfunni
áður en annar áratugurinn er úti.
Finnar sér á parti
Finnar hófu prófanir á ökumanns-
lausum smárútum í Helsinki síðsum-
ars. Hafa tvær sjálfeknar EX-10
smárútur verið þar í förum í venju-
legri umferð. Farþegar geta hoppað
um borð eða frá borði á fyrirfram
ákveðnum leiðum, rétt eins og á við
um hvaða strætisvagn sem er. Verk-
efnið er unnið í samstarfi við
tækniháskóla Helinki sem rann-
sakar hegðan sjálfeknu bílanna í
umferðinni. Aka þessir stræt-
isvagnar að hámarki á 16 km/klst
hraða. Til langs tíma litið sjá Finnar
fyrir sér að öll ökutæki á götum
Helsinki sjálfekin og almennings-
samgöngur allsráðandi. Smár-
úturnar hefðu því hlutverki að safna
farþegum í úthverfum og koma þeim
inn á meginflutningaæðarnar.
Hvarvetna hefur skriffinnska
staðið í vegi tilrauna með sjálfekna
strætisvagna, nema í Finnlandi. Í
finnskum lögum er ekki að finna
neitt er reisir skorður við akstri
mannlausra farartækja í umferðinni.
Því var samþykki umferðarörygg-
isyfirvalda (Trafi) við akstrinum
auðfengið. Vegna eðlis prófana
Finna í venjulegri umferð er víða
um heim fylgst náið með tilraunum
þeirra, segir Harri Santamala við
útvarpsstöðina Yle, en hann stýrir
rannsóknarverkefni tækniháskól-
ans.
Frumprófanirnar eru gerðar á
EasyMile EZ-10 rafrútum en að
þeim loknum sjá Finnar ekkert ann-
að fyrir sér en prófanir á stærri
mannlausum strætisvögnum. Þrátt
fyrir að frumkvæði ráðamanna í
Helsinki sé lofað þá voru samskonar
smárútur prófaðar í tengslum við
byggingarsýningu í bænum Vantaa í
fyrra. Óku þeir á vegum sem lokaðir
voru annarri umferð.
Árekstur í Sviss
Frakkar sigla í kjölfar Finna með
prófanir sem eru undanfari þess að
sjálfeknir strætisvagnar verði orðn-
ir gildir í samgöngum borgarinnar,
hugsanlega eftir um tvö ár. EX-10
rafskutlurnar hafa einnig verið til
akstursprófana í Japan, Singapúr og
Kaliforníu. Í kantónunni Valais í
Sviss (Wallis á þýsku) eru og ný-
hafnar prófanir á 11 sæta heima-
smíðuðum bíl sem brúkaður er sem
póstrúta. Á miðvikudaginn var kom
bíllinn við sögu áreksturs og var
ökuriti hans, „svarti kassinn“, tek-
inn til skoðunar svo hægt yrði að
draga lærdóm af atvikinu. Í borginni
Sion í Sviss hafa staðið yfir tilraunir
frá í júní á sjálfekinni smárútu. Að
þeim loknum er ætlunin að hafin
verði reglubundin ferðaþjónusta
með slíkum farartækjum þar í borg.
Aka rúturnar á 20 km hraða og er
fjarstýrt frá sérstakri stjórnstöð.
Það er ekki nóg að sjálfeknir
strætisvagnar séu handan við horn-
ið, heldur eru jarðlestakerfi margra
borga orðin sjálfvirk og laus við öku-
menn. Má þar til dæmis nefna
Kaupmannahöfn, Barcelona, Tórínó,
Mílanó, London, Lyon og Búdapest.
agas@mbl.is
Við Point-Neuf Sjálfvirki strætóinn EZ10 við Pont-Neuf á Signubökkum. Nýir tímar Fólk tekur sannarlega eftir rútunni á Signubökkum í París.