Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 52
52 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 venjulegri umferð í Helsinki í Finn- landi. Í samtali við frönsku útvarpsstöð- ina RFI sagði fulltrúi EasyMile, Manuel Chaufrein, við upphaf akst- ursins, að prófanirnar væru þær fyrstu af mörgum sem ráðgerðar væru í ár og á því næsta, 2017. „Markmiðið er að sýna fram á hent- ugleika þess að farartæki af þessu tagi verði tekin í notkun í flutn- ingakerfi Parísar.“ EZ10-smárútan getur ekið á allt að 25 km/klst hraða og borið 12 far- þega. Fyrir tilstilli gervitunglaleið- sögubúnaðar (GPS), nýsitækni og árekstrarvarna getur hún komist leiðar sinnar. Við stjórn hennar er og haft gagn af ljósnemum og fjar- lægðarskynjurum. Chaufrein segir að ætlað drægi smárútunnar sé um 120 kílómetrar. Raundrægi ræðst þó af veðri, fjölda farþega og veghalla en bíllinn ætti alla jafnan að geta ekið í átta til 12 stundir á fullri rafhleðslu. Hann bætti því við, að vagnarnir litlu væru ekki hugsaðir sem arftakar stórra strætisvagna heldur sem viðbót er bætir upp þjónustu jarðlestakerf- isins og hefðbundinna strætisvagna. „Þeir klára til dæmis síðasta spölinn frá stöð að endanlegum áfangastað. Þá mætti einnig nota á flugvöllum til að flytja farþega til og frá,“ segir Chaufrein. Hann er á því að vagnar sem þessir verði komnir í almenna notkun í París innan fimm ára. Ráðamenn vonast til að sjálfeknu vagnarnir verði komnir öllu fyrr til skjalanna, eða fyrir árslok 2018. Til viðbótar reynsluakstri vagnanna meðfram Signubökkum verður næsta áfanga hrint úr vör fyrir árs- lok. Verður EZ10-vagninn þá látinn ganga milli tveggja stórra sam- göngumiðstöðva, lestarstöðvanna Gare de Lyon og Gare de Austerlitz. Þriðji áfanginn hefst svo í ársbyrjun 2017 er vagnarnir munu vera í ferð- um milli bækistöðva frönsku kjarn- orkustofnunarinnar og miðstöðvar annarra orkugjafa (CEA) í Saclay fyrir utan París. Þar er að finna stórt vísindaver sem sinnir kjarn- orku- og eðlisfræðirannsóknum. Kostar 26 milljónir „Smárúturnar sjálfeknu bjóða upp á nýja þjónustumöguleika, sér- staklega á borgarsvæðum þar sem byggð er ekki ýkja þétt,“ segir for- stjóri RATP, Elisabeth Borne, í til- kynningu. EasyMile-vagnarnir sem smíðaðir eru í borginni Toulouse ættu að verða daglegt brauð á göt- um Bordeaux snemma á næsta ári samkvæmt áætlun um aksturs- tilraunir með þá þar í borg. For- smekkinn af því fengu borgarbúar í sumar er EZ10-smárúturnar voru brúkaðar í tengslum við hina al- þjóðlegu ITS-ráðstefnu um nýtækni í samgöngumálum. Í byrjun september hófust próf- anir með akstur tveggja lítilla mann- lausra vagna af gerðinni Arma frá franska fyrirtækinu Navly í þriðju stærstu borg Frakklands, Lyon. Þeir geta flutt allt að 15 farþega á 20 km/klst hraða og er ekið á lokaðri 1,3 kílómetra langri braut í nýju hverfi borgarinnar, Confluence. Til- raunin mun standa í eitt ár. Þessir vagnar voru prófaðir í akstri í sviss- neska bænum Sion fyrr í sumar. Smárúturnar Arma eru sagðar tæknileg undur er kosti um 200.000 evrur stykkið, eða sem svarar tæp- lega 26 milljónum króna. Prófanirnar í París hófust daginn fyrir bílalausan borgardag sl. sunnudag. Um 650 km af vegakerfi borgarinnar var lokað öllum bílum nema bráðnauðsynlegum far- artækjum. Samsvarandi lokun átti EasyMile Sjálfvirkur bílafloti Sjálfeknir dvergstrætóar í röðum við stöðvar Easymile í Toulouse í Frakklandi. Þeir taka 12 farþega og geta ekið á allt að 25 kílómetra hraða á klukkustund. Sjálfeknar smárútur prófaðar í París  Rúturnar hugsanlega teknar í notkun innan fimm ára AFP Vekur athygli Sjálfekni dvergstrætóinn vekur athygli á Signubökkum. Að innan Innviðir sjálfeknu rútunnar sem hafnar eru tilraunir með í París. BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Franska tæknifyrirtækið EasyMile hóf síðastliðinn laugardag prófanir á rafknúnum strætisvagni í Parísar- umferðinni. Hófust þær á göngu- götu á Signubökkum undir brúnni Pont Neuf og leið EZ10 vagninn meðfram ánni í samstarfi við stræt- isvagna- og jarðlestafélag Parísar (RATP). Strætisvagnar af þessari gerð hafa þegar verið reyndir við prófanir á lokuðum brautum í Jap- an, Singapúr og Kaliforníu og í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.