Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í verði í sjö verslunum frá því í júní 2016 þar til nú í september en í fjór- um verslunum hefur vörukarfan lækkað í verði. Samkvæmt upplýsingum frá ASÍ hækkaði vörukarfan mest um 2% hjá Iceland, 1,4% hjá Kjarval, 0,9% hjá Víði, 0,6% hjá Nettó, 0,4% hjá Bónus og um 0,2% hjá Krónunni og Samkaupum-Strax. Mesta lækkun- in á tímabilinu var 1% hjá Hag- kaupum og 10/11, 0,7% hjá Sam- kaupum-Úrval og 0,3% hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga. Mestu verðbreytingarnar hafa orðið í vöruflokknum kjötvörur og á grænmeti og ávöxtum. Hafa kjöt- vörur lækkað í verði hjá 6 versl- unum af 11, mest um 4,5% hjá Bón- us og um 2,4-3% hjá Krónunni. Grænmeti og ávextir hafa hins vegar hækkað í verði hjá 6 verslun- um af 11, mest um 9,3% hjá Bónus, um 8,9% hjá Krónunni og um 7,8% hjá Víði. Grænmeti og ávextir hækka  Vörukarfan hækk- aði mest hjá Iceland Grænmeti Verð á grænmeti og ávöxtum hefur hækkað. Um þessar mundir eru liðin 80 ár frá stofnun Raftækjaverksmiðj- unnar hf. í Hafnarfirði eða Rafha. Ætlar fyrirtækið að bjóða öllum að fagna þessum tímamótum um næstu helgi og allan októbermán- uð. Verður kaffi og meðlæti í boði ásamt tilboðum og óvæntum glaðningi fyrir fyrstu viðskiptavin- ina. Fram kemur í tilkynningu frá Rafha, að hugmyndin að stofnun fyrirtækisins kviknaði þegar unnið var að smíði Sogsvirkjunar. Heim- ilin voru að rafvæðast og það vant- aði rafmagnstæki. Að tillögu Emils Jónssonar, þingmanns Hafnfirð- inga, samþykkti Alþingi árið 1936 að verja 50 þúsund krónum úr rík- issjóði til stofnunar raftækjaverk- smiðju. Það varð úr og Rafha var formlega stofnað 29. október 1936, en íslenska ríkið fór með þriðj- ungshlut á móti 22 einstaklingum. Um skeið framleiddi Rafha elda- vélar og fjölda annarra tegunda raftækja. Hráefni til framleiðsl- unnar voru í fyrstu keypt frá Norðurlöndum og Þýskalandi, en eftir að stríðið braust út stefndi í að framleiðslu yrði hætt þar sem öll aðföng skorti. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, Axel Krist- jánsson, hélt því vestur um haf og aflaði hráefna til framleiðslunnar í Bandaríkjunum. Framleiðslu raftækjanna var hætt árið 1990 en verslun Rafha er enn starfandi. Hún er nú á Suður- landsbraut 16 í Reykjavík og eru þar seld heimilistæki og eldhús- innréttingar. Afmælishátíð Rafha Rafha-tæki Eldavélar, ísskápar og þvottavélar sem Rafha framleiddi.  80 ár frá stofnun Raftækjaverksmiðjunnar í Hafnarfirði Laugardaginn 1. október heldur Siðmennt mál- þing um tjáning- arfrelsið. Málþingið verður haldið á Hótel KEA á Ak- ureyri frá kl. 11- 13. Þrír frummæl- endur munu flytja stutt erindi en síðan verður boðið upp á pallborðsumræður og tekið á móti spurningum fundar- gesta. Frummælendur verða Jóhann Björnsson, heimspekingur og for- maður Siðmenntar, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, pró- fessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri og Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við HA. Sig- rún Stefánsdóttir, forseti hug- og fé- lagsvísindasviðs HA, er ráð- stefnustjóri. Siðmennt með málþing um tjáningarfrelsi Sigrún Stefánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.