Morgunblaðið - 29.09.2016, Side 31

Morgunblaðið - 29.09.2016, Side 31
FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í verði í sjö verslunum frá því í júní 2016 þar til nú í september en í fjór- um verslunum hefur vörukarfan lækkað í verði. Samkvæmt upplýsingum frá ASÍ hækkaði vörukarfan mest um 2% hjá Iceland, 1,4% hjá Kjarval, 0,9% hjá Víði, 0,6% hjá Nettó, 0,4% hjá Bónus og um 0,2% hjá Krónunni og Samkaupum-Strax. Mesta lækkun- in á tímabilinu var 1% hjá Hag- kaupum og 10/11, 0,7% hjá Sam- kaupum-Úrval og 0,3% hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga. Mestu verðbreytingarnar hafa orðið í vöruflokknum kjötvörur og á grænmeti og ávöxtum. Hafa kjöt- vörur lækkað í verði hjá 6 versl- unum af 11, mest um 4,5% hjá Bón- us og um 2,4-3% hjá Krónunni. Grænmeti og ávextir hafa hins vegar hækkað í verði hjá 6 verslun- um af 11, mest um 9,3% hjá Bónus, um 8,9% hjá Krónunni og um 7,8% hjá Víði. Grænmeti og ávextir hækka  Vörukarfan hækk- aði mest hjá Iceland Grænmeti Verð á grænmeti og ávöxtum hefur hækkað. Um þessar mundir eru liðin 80 ár frá stofnun Raftækjaverksmiðj- unnar hf. í Hafnarfirði eða Rafha. Ætlar fyrirtækið að bjóða öllum að fagna þessum tímamótum um næstu helgi og allan októbermán- uð. Verður kaffi og meðlæti í boði ásamt tilboðum og óvæntum glaðningi fyrir fyrstu viðskiptavin- ina. Fram kemur í tilkynningu frá Rafha, að hugmyndin að stofnun fyrirtækisins kviknaði þegar unnið var að smíði Sogsvirkjunar. Heim- ilin voru að rafvæðast og það vant- aði rafmagnstæki. Að tillögu Emils Jónssonar, þingmanns Hafnfirð- inga, samþykkti Alþingi árið 1936 að verja 50 þúsund krónum úr rík- issjóði til stofnunar raftækjaverk- smiðju. Það varð úr og Rafha var formlega stofnað 29. október 1936, en íslenska ríkið fór með þriðj- ungshlut á móti 22 einstaklingum. Um skeið framleiddi Rafha elda- vélar og fjölda annarra tegunda raftækja. Hráefni til framleiðsl- unnar voru í fyrstu keypt frá Norðurlöndum og Þýskalandi, en eftir að stríðið braust út stefndi í að framleiðslu yrði hætt þar sem öll aðföng skorti. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, Axel Krist- jánsson, hélt því vestur um haf og aflaði hráefna til framleiðslunnar í Bandaríkjunum. Framleiðslu raftækjanna var hætt árið 1990 en verslun Rafha er enn starfandi. Hún er nú á Suður- landsbraut 16 í Reykjavík og eru þar seld heimilistæki og eldhús- innréttingar. Afmælishátíð Rafha Rafha-tæki Eldavélar, ísskápar og þvottavélar sem Rafha framleiddi.  80 ár frá stofnun Raftækjaverksmiðjunnar í Hafnarfirði Laugardaginn 1. október heldur Siðmennt mál- þing um tjáning- arfrelsið. Málþingið verður haldið á Hótel KEA á Ak- ureyri frá kl. 11- 13. Þrír frummæl- endur munu flytja stutt erindi en síðan verður boðið upp á pallborðsumræður og tekið á móti spurningum fundar- gesta. Frummælendur verða Jóhann Björnsson, heimspekingur og for- maður Siðmenntar, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, pró- fessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri og Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við HA. Sig- rún Stefánsdóttir, forseti hug- og fé- lagsvísindasviðs HA, er ráð- stefnustjóri. Siðmennt með málþing um tjáningarfrelsi Sigrún Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.