Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 50
50 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is BLI A3 MFP Line of the Year: 2011, 2012, 2013, 2014 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki BLI Pro Award: 2013, 2014 Karl Blöndal kbl@mbl.is „Ég á son, hann er tíu ára gamall,“ svaraði Donald Trump, forsetafram- bjóðandi repúblikana fyrir forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum í nóv- ember, þegar hann var spurður um hernað á netinu í kappræðum fram- bjóðendanna aðfaranótt þriðjudags. „Hann er svo flinkur í þessum tölvum að það er ótrúlegt. Öryggisþátturinn á netinu er mjög, mjög vandasamur og kannski er varla gerlegt [að tryggja hann].“ Trump er ekki einn um að hafa áhyggjur af því að erfitt sé að tryggja öryggi á netinu. Í sumar fór fram heræfing á vegum bandaríska varn- armálaráðuneytisins í Suffolk í Virg- iníu. Þar komu saman 800 sérfræð- ingar á vegum Bandaríkjahers og ýmissa opinberra stofnana. Æfa varnir gegn nethernaði Í æfingunni var gert ráð fyrir því að tekist hefði að taka rafmagnið af í Michigan, Pennsylvaníu og Ohio, milljónir manna sætu í myrkri, heim- ilistæki og símar virkuðu ekki og eldsneyti fyrir neyðarrafstöðvar sjúkrahúsa væri orðið af skornum skammti. Í Tennessee hefðu götuljós, netvæddar gatnamerkingar og vega- tollstöðvar verið tekin úr umferð. Í höfninni í Los Angeles lamaðist upp- skipun. Óþekktum árásarmönnum hafði tekist að brjótast inn í tölvunet loftferðaeftirlitsins og komast yfir hugbúnað, sem gerir kleift að sjá hvar allar herflugvélar í bandarískri lofthelgi eru niðurkomnar. Í blaðinu Military Times var rætt við Kvein Lundsay, yfirmann úr Bandaríkjaher, um æfinguna. „Í okk- ar huga er spurningin ekki hvort eitt- hvað þessu líkt muni gerast, heldur hvenær,“ sagði hann. Hvað eftir annað hefur komið í ljós hversu berskjaldaðir menn geta ver- ið á netinu. Ekki er langt síðan brot- ist var inn tölvukerfi Demókrata- flokksins í Bandaríkjunum. Samskiptum forystumanna í flokkn- um var lekið á netið og augljóst að til- gangurinn var að koma höggi á demó- krata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Nokkru síðar var brotist inn í tölvupóstinn hjá Colin Powell, fyrr- verandi utanríkisráðherra, og birtar hugleiðingar þar sem kom fram að honum væri ekki vel við Clinton, en sýnu verr við Trump. Í fréttaskýringu, sem birtist um liðna helgi í þýska tímaritinu Der Spiegel, segir að stafræna byltingin hafi kollvarpað öllum leikreglum í stríði. Með ódýrri fartölvu sé hægt að lama stýrikerfi eldflaugavarnarkerf- is, sem kosti milljarða. „Stærð og bol- magn ein og sér duga ekki lengur til að tryggja hernaðarlega yfirburði,“ sagði í greininni. Þar er vitnað í orð Henrys Kiss- ingers, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að netið geri að verkum að spyrja megi hvort söguleg reynsla sé yfir höfuð marktæk. Kiss- inger óttast afturhvarf til þess „nátt- úrulega ástands“ sem enski heim- spekingurinn Thomas Hobbes gerði sér í hugarlund á 17. öld og lýsti með orðunum „stríð allra gegn öllum“. Joel Brenner, fyrrverandi yfirmað- ur bandarísku þjóðaröryggisstofnun- arinnar, NSA, og yfirmaður gagn- njósna í Bandaríkjunum, segir að ríkisstjórnir og fyrirtæki búi í gler- húsum, sem séu nánast gagnsæ njósnurum um allan heim. Hann talar um „varanlegt ástand átaka milli ein- stakra ríkja, sem afar sjaldan verði að opnu stríði“. Hillary Clinton, forsetaframbjóð- andi demókrata, sagði í kappræðun- um á mánudag að Bandaríkin myndu ekki hika við að beita nethernaði til að verjast Rússum og Kínverjum. Þegar árásir eru gerðar á netinu berast böndin iðulega að Rússum, en Bandaríkjamenn hafa ekki látið sitt eftir liggja. Í gögnum NSA, sem Edward Snowden tók sér til handargagns og birti, kemur fram að þegar árið 1996 hafi þáverandi yfirmaður NSA, Ken- neth Minihan, lagt hernaðarvægi upplýsingabyltingarinnar að jöfnu við atómsprengjuna og skrifað í minnis- blaði til samstarfsmanna sinna að sá sem stjórni útbreiðslu upplýsinga sé með lykilinn að völdum á 21. öldinni. Netárás á Íran Þótt það hafi ekki verið staðfest er talið víst að í forsetatíð George W. Bush hafi Bandaríkjamenn sleppt tölvuveirunni Stuxnet lausri til að grafa undan kjarnorkuáætlun Írana. Með veirunni er talið að hafi tekist að eyðileggja um þúsund skilvindur, sem Íranar gátu notað til að auðga úr- an og gera það tækt í kjarnorkuvopn. Í Der Spiegel er jafnframt sagt frá því að hakkarar á vegum NSA hafi laumað skaðlegum hugbúnaði inn í Íran og komið fyrir víða í innviðum landsins. Barack Obama hafi viljað hafa vaðið fyrir neðan sig ef viðræð- urnar við Íran um kjarnorkuáætlun landsins rynnu út í sandinn. Ef Íranar gerðu árás á Ísrael væri hægt að nota búnaðinn til að lama eða stýra mik- ilvægum tölvum í Íran. Tveimur árum eftir að skilvindurn- ar voru eyðilagðar voru 30 þúsund tölvur sádi-arabíska olíufélagsins Aramco teknar úr umferð í netárás. Þetta er sögð fyrsta gagnárásin í sögu netstríða. Nú er talið að þau ríki, sem hafi bolmagn til að lama lykilstarfsemi í heilu ríkjunum með netárásum séu orðin fleiri en 15 og það er margfalt dýrara að verjast árásunum en að gera þær. Lögmálum stríðs kollvarpað  Með nethernaði geta smáríki og hryðjuverkasamtök skákað hernaðarlegum stórveldum  Með ódýrri fartölvu má lama loftvarnarkerfi sem kosta milljarða  Flest ríki og fyrirtæki berskjölduð AFP Skotmark Hægt er að valda gríðarlegu tjóni með netárásum á innviði á borð við olíuhreinsunarstöðvar. Netvígvæðing » Bandaríkjamenn leggja mikla áherslu á að vera tilbúnir til net- hernaðar. Í gögnum, sem Edw- ard Snowden lak, var fyrirskipun frá Barack Obama Bandaríkja- forseta til yfirmanna njósna- stofnana landsins um að gera lista yfir skotmörk netárása. » Sérfræðingar þjóðaröryggis- stofnunarinnar, NSA, hafa búið til urmul netvopna og fyrir nokkrum vikum kom í ljós að einhverjum þeirra hefði verið lekið á netið. » Kínverjar leggja mesta áherslu á fyrirtækjanjósnir og er sagt að liðsmenn nethers þeirra séu 100 þúsund. » Rússar eru sagðir leggja áherslu á nethernað, sér- staklega í Austur-Evrópu. » Ísraelar leggja áherslu á net- hernað og starfa þúsundir sér- fræðinga á því sviði eingöngu. Netárás var gerð á Eistland 27. apríl 2007. Fyrst voru nokkrir hraðbankar teknir úr umferð og kortalesarar í stórverslunum urðu óvirkir. Svo gerðist fleira. Ýmis þjónusta á netinu lokaðist og slokknaði á útvarpssendum. Sam- skiptarásir í eistneska þinginu lokuðust. Vefsíða forsætisráðherrans varð óvirk 9. maí. Andrus Ansip, for- sætisráðherra Eistlands, lýsti yfir því að í Eistlandi hefði líkan að nýjum nethernaði verið prófað. Enn þann dag í dag hefur ekki verið tekinn allur vafi af því hver gerði árásina á Eistland. Ansip er þó ekki í neinum vafa um að Rúss- ar hafi verið að baki árásinni. Til marks um það sé að sama dag og árásirnar hófust hafi Eistar fjar- lægt rússneskan stríðsminnisvarða sem stóð í miðborg Tallinn, þrátt fyrir hörð mótmæli rússneskra stjórnvalda. Í Der Spiegel er rifjað upp að tveimur árum síðar hafi einn af leiðtogum rússnesku ungliða- hreyfingarinnar Okkar, sem styð- ur Vladimír Pútín, forseta Rúss- lands, og nýtur stuðnings hans, gumað af því að hafa skipulagt árásina. Stjórnvöld í Moskvu sverja árásina þó af sér og ekki hafa svo vitað sé fundist sannanir um að rússnesk stjórnvöld hafi framið árásina. Það segir sína sögu um hversu erfitt er að rekja árásir á netinu að 25% af tölvunum sem notaðar voru til að gera árásina á Eistland voru í Bandaríkjunum. Þá hefur tölvu- veirum sennilega verið dreift á netinu í tölvur víða um heim og þær síðan virkjaðar á tilteknum tíma. kbl@mbl.is Árásin á Eistland sýndi veikleikana  Nethernaðurinn var víðtækur og stóð í tvær vikur Reuters Árás Minnisvarði var fjarlægður í Tallinn sama dag og netárásin hófst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.