Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Stefnir-Samval á 20 ára afmæli! Stefnir-Samval er einn elsti og fjölmennasti fjárfestingarsjóður landsins, með yfir 4.000 viðskiptavini. Ef þú vilt byggja upp þinn sjóð til lengri tíma getur verið góð hugmynd að byrja með reglulegan sparnað, 5.000 krónur á mánuði eða meira. Það er fljótlegt og einfalt að ganga frá því í netbanka Arion banka. Í sparnaði getur munað um hvert ár ára20 Samval 1996 - 2016 Stefnir Stefnir-Samval er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011. Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Fjárfesting í fjárfestingar- sjóðum telst almennt vera áhættusamari fjárfesting en í verðbréfasjóðum. Meiri áhætta er fólgin í rýmri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóði. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þar á meðal nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu og lykilupplýsingum sjóðsins sem nálgast má á arionbanki.is/sjodir. Auglýsingin er aðeins í upplýsingaskyni og skal ekki litið á hana sem ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Sjóðurinn er í rekstri Stefnis hf. sem er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki. Stefnir hf. rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði skv. lögum nr.128/2011. Arion banki er helsti söluaðili sjóða Stefnis hf. sem er dótturfélag Arion banka. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í gær að vísa tveimur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland hefur ekki innleitt EES löggjöf innan tilskilinna tíma- marka. Fram kemur í tilkynningu frá ESA, að annars vegar sé um að ræða reglugerð sem varðar öryggi og markaðssetningu á forefnum sprengiefna og hins vegar tilskipun um vélar sem notaðar eru til að dreifa skordýraeitri. Málaferlin varða EES-reglur, sem innleiddar hafa verið í EES- samninginn en ekki lögfestar. Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samnings- brotamáli ESA á hendur EFTA- ríki. Áður hefur Ísland verið upp- lýst um afstöðu stofnunarinnar og veittur kostur á að koma röksemd- um sínum á framfæri sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf innan gildandi tímamarka. Tvö mál til EFTA- dómstóls  Fjalla um sprengi- efni og skordýraeitur Morgunblaðið/Ómar Lúxemborg EFTA-dómstóllinn er með aðsetur í Lúxemborg. Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) var rekin með lítilsháttar rekstrarafgangi árið 2015, eða um 1,1 milljón króna. Sex heilbrigðis- stofnanir á Norðurlandi samein- uðust þann 1. október 2014 í Heil- brigðisstofnun Norðurlands og markaðist fyrsta heila rekstrarár stofnunarinnar af þeim verkefnum sem fylgdu sameiningunni. Fjár- hags- og rekstrarstaðan var þung í upphafi en hefur breyst mjög til batnaðar. Þetta er meðal þess sem fram kom á fyrsta ársfundi HSN, sem haldinn var í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á þriðjudag. Á fundinum tilkynnti Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra að innan fárra vikna fengi HSN 50 milljóna króna sérframlag sem ætl- að væri að mæta óskum HSN um framkvæmd ýmissa verkefna á starfssvæðinu. Meðal slíkra verk- efna nefndi hann heimahjúkrun á starfssvæðinu, eflingu sjúkraflutn- inga á Sauðárkróki og Húsavík og aukna heilsueflingu á starfssvæði stofnunarinnar. Heilbrigðisstofnun Norðurlands nær frá Þórshöfn í austri til Blönduóss í vestri og sinnir allri heilsugæsluþjónustu á því svæði. Á starfssvæðinu eru sex meginstarfs- stöðvar, þ.e. Húsavík, Akureyri, Dalvík, Fjallabyggð, Sauðárkrókur og Blönduós en alls eru heilsu- gæslustöðvar og heilsugæslusel 17 talsins. Íbúafjöldi á svæði HSN er 35.119, þar af eru 20.527 á Akur- eyri. Á HSN störfuðu um 514 að jafnaði á árinu 2015, í um 357 stöðugildum. sisi@mbl.is HSN rekin með hagnaði Ljósmynd/Bragi Bergmann Hof Fjöldi manns sótti aðalfund HSN sem haldinn var í vikunni.  Ráðherra tilkynnti um 50 milljóna sérframlag Íslenska þjóð- fylkingin, E- listinn, hefur stillt upp framboðs- lista sínum í Reykjavíkur- kjördæmi Suður. Tíu efstu sætin skipa: 1. Gunnlaugur Ingvarsson, bif- reiðastjóri. 2. Arndís Ósk Hauksdóttir, prestur. 3. Jón Valur Jensson, guðfræðingur. 4. Ægir Óskar Hallgrímsson, bif- reiðastjóri. 5. Höskuldur Geir Erlingsson, húsa- smiður. 6. Ásdís Höskuldsdóttir, námsmaður. 7. Hildur Hrönn Hreiðarsdóttir, verkakona. 8. Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir, klæðskeri. 9. Sigurður Hólm Guðmundsson, eldri borgari. 10. Loftur Altice Þorsteinsson, verk- fræðingur. Þjóðfylkingin stillir upp í Reykjavík Gunnlaugur Ingvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.