Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 84
VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Næstkomandi þriðjudagskvöld held- ur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, svonefndan myndakonsert í Kaldalóni í Hörpu, en þar hyggst hann sýna úrval ljósmynda sinna og segja sögur af þeim. Myndakonsert- inn er haldinn öðru þræði í tilefni af því að sama dag kemur út ný út- gáfa ljósmynda- bókarinnar Andlit norðursins, sem er mjög aukin og endurbætt frá fyrri útgáfu, og fylgir eintak af bókinni hverjum keyptum miða á myndakonsert- inn. Kristján B. Jónasson hjá Crymo- geu er útgefandi Ragnars og er hug- myndin að myndakonsertinum frá honum komin. Hann segir að þetta sé þekkt og gamalreynd leið til að sýna ljósmyndir víða um veröld, en á slík- um sýningum sýnir ljósmyndarinn myndir sínar og spjallar um þær í myrkvuðum bíósal. Andlit norðursins kom út fyrir rúmum áratug á íslensku, ensku, þýsku og frönsku og er löngu upp- seld. Endurútgáfa bókarinnar hefur lengi staðið til og Kristján segir að unnið hafi verið að henni síðustu fjögur ár. „Bókin er náttúrlega löngu uppseld og eintök af henni hafa geng- ið kaupum og sölum á netinu þar sem menn hafa boðið hana á fáránlegu verði, allt upp í 3.000 dollara fyrir áritað eintak. Það er því mikill áhugi fyrir bókinni og mikið um hana spurt þannig að Ragnari fannst rétt að gefa hana út að nýju. Þá blasti hins vegar við að gefa hana ekki út eins og hún var heldur að hafa hana í sömu stærð og síðustu tvær bækur Ragn- ars og um leið að nota tækifærið til að fara á bak við myndirnar. Þegar bókin var unnin á sínum tíma voru framkallaðar myndir Ragnars skannaðar í prentsmiðjunni og prent- að eftir því en fyrir þessa útgáfu eru myndirnar skannaðar beint af filmu og hann vinnur þær síðan þar til hann er sáttur við þær í myndvinnsluforriti eins og hann sé í myrkraherbergi, þannig að myndgæðin verða meiri. Síðan er bókin prentuð í prentsmiðju á Ítalíu sem hefur sérhæft sig í að prenta ljósmyndabækur með svart/ hvítum myndum.“ Eins og fram kem- ur er bókin mjög aukin frá fyrri út- gáfu og Kristján segir að hún sé í raun tvöfalt stærri, um 410 blaðsíður í stærra broti. Í henni eru allar myndirnar sem voru í eldri útgáf- unni, unnar upp á nýtt, en síðan er bak við hverja mynd önnur mynd, jafnvel tvær eða þrjár, og sögur Ragnars eru líka lengri og ítarlegri. „Þetta eru myndir sem voru kannski teknar við sama tækifæri og hafa ekki verið birtar áður, en stundum fór Ragnar aftur á stúfana og kláraði sög- una. Besta dæmið um það er kannski mynd sem hann tók í Færeyjum. Í upprunalegu bókinni er mjög hjart- næm mynd af ungbarni í Hattarvík sem sést eitt og sér þar sem hendur lyfta því inn í myndflötinn. Ragnar fór aftur til Færeyja og hitti barnið, sem er ungur maður í dag, talaði við fjöl- skyldu hans og tók mynd á sama stað. Íslenska endurútgáfan lokar líka sögum hér heima því 80% af þeim sem hann tók myndir af á níunda áratugn- um og fram á þann tíunda eru látnir, þannig að nú er þetta að vissu leyti orðið minning um þetta fólk og að sumu leyti líka minning um byggð sem ekki er til lengur.“ Bókinni er skipt í fjóra hluta: Andlit norðursins Ísland, Færeyjar og Grænland og síðan Á bak við andlit norðursins. Líkt og forðum kemur hún út á fleiri tungumálum, á þýsku hjá þekktu forlagi í Þýskalandi um leið og hún kemur út á íslensku og Crymogea gefur hana út á ensku í Bretlandi og eins verður hún gefin út vestan hafs. „Ragnar er löngu orðinn þekktasti ljósmyndari Íslendinga fyrr og síðar og það sem ég finn fyrir þegar ég er að tala við sýningarstjóra og útgefendur erlendis er að þeir falla í stafi yfir því hve ævistarf hans er umfangsmikið og samtengt, enda hefur hann verið að safna myndum í það frá níunda ára- tugnum, að skrásetja lífshætti fólks á norðurslóðum og þær breytingar sem þar eru að verða og hafa orðið. Ég hef unnið að sýningum fyrir Ragnar í Noregi, Þýskalandi og Frakklandi, bara svo ég nefni þrjú dæmi, og það hvernig menn koma fram við hann þar er allt annað en hér heima. Fyrir okkur en hann bara Raxi og í návíginu finnst okkur ekk- ert merkilegt að hann sé að taka góð- ar ljósmyndir, það er bara það sem hann á að gera og við erum ekkert að velta því fyrir okkur, frekar en með aðra íslenska listamenn sem vekja athygli erlendis. Þegar hann er á ferð erlendis mæta límósínur að sækja hann og alls kyns pótintátar koma og bugta sig og beygja fyrir meistara ljósmyndunarinnar og hann spyr mig: Hvað er eiginlega að þessu fólki,“ segir Kristján og hlær en heldur svo áfram af meiri alvöru. „Fyrir þeim er hann meistari ljósmyndarinnar og þeir hrífast af úthaldi hans og krafti að halda áfram að vinna við þetta verkefni áratugum saman.“ Myndakonsert Ragnars Axels- sonar verður í Kaldalóni í Hörpu á þriðjudagskvöld og hefst kl. 20. Hægt er að kaupa miða á tix.is. Myndakonsert Rax í Hörpu  Ragnar Axelsson sýnir myndir frá norðurslóðum og segir frá þeim í Kaldalóni  Aukin og endur- bætt Andlit norðursins gefin út með upprunalegum myndum og myndum á bak við myndirnar Morgunblaðið/RAX Naut Frá bænum Bøur á Vogey í Færyjum. Verið er flytja naut yfir í Gásadal sem var lengi eitt einangraðasta þorp Færeyja, en þangað eru nú jarðgöng. Ís Hjelmer Hammeken, einn mesti ísbjarnaveiðimaður Grænlands. Kristján B. Jónasson 84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Veggfóðursdagar 20% afsláttur Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Opið alla virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 11-15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.