Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Dr. Jón Þór Þórhalls- son, framkvæmdastjóri European Consulting Partners og fyrrver- andi forstjóri Skýrr, lést í Reykjavík 18. september sl., 77 ára að aldri. Hann var fæddur 21. júní 1939 í Reykja- vík sonur Sigríðar Jónsdóttur húsfreyju frá Neðri-Dal í Mýrdal og Þórhalls Árna Bene- diktssonar trésmiðs frá Tjörnesi í Norður- Þingeyjarsýslu. Jón Þór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959 og hélt sama ár til náms í Þýska- landi, fyrst við Tækniháskólann í Karlsruhe en síðar við háskóla í Hessen þar sem hann lauk doktors- prófi í eðlisfræði með láði árið 1967. Að námi loknu réðst Jón Þór til starfa í Alberta í Kanada þar sem hann varð prófessor við Red Deer College. Kenndi hann þar eðlisfræði, stærðfræði og tölvunarfræði auk þess sem hann var forstöðumaður tölvudeildar háskólans þar. Jón Þór flutti aftur heim til Ís- lands árið 1974 og var þá ráðinn til Reiknistofu Háskóla Íslands sem hann starfaði hjá í þrjú ár, lengst af sem forstöðumaður, uns hann var ráðinn forstjóri Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavík- urborgar sem síðar breyttist í Skýrr ehf. Jón Þór var forstjóri félagsins í tvo áratugi. Á árunum 1974 - 1997 kenndi Jón Þór sam- hliða öðrum störfum upplýsingatækni við Háskóla Íslands. Jón Þór stofnaði eftir það ráðgjafa- og hugbún- aðarfyrirtækið ECP sem hann rak til dánardags. Jafnhliða föstum störfum var Jón Þór eftirsóttur til ráðgjafar hjá al- þjóðastofnunum og erlendum ríkj- um, einkum í Eystrasaltsríkjunum frá árinu 1997 þar sem hann aflaði sér mikillar þekkingar á samfélagi þeirra ríkja og starfaði þar hluta úr hverju ári, einkum við ráðgjafastörf. Jón Þór var mikilvirkur í félags- og nefndarstörfum og eftir hann liggur mikill fjöldi ritgerða og greina. Hann var heiðursfélagi Skýrslutæknifélags Íslands. Eiginkona Jóns Þórs var Hrefna Beckmann, löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur, en hún lést 19. nóv- ember 2013. Þau voru barnlaus. Andlát Jón Þór Þórhallsson Vertu upplýstur! blattafram.is BREGSTU VIÐ, EF ÞÚ SÉRÐ EÐA VEIST AF OFBELDI, EÐA FINNST ÞÉR ÞÆGILEGRA AÐ LÍTA UNDAN? Laugavegi 52 | 101 Reykjavík Sími 552 0620 | gullogsilfur.is Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Galla- buxur Kr. 8.500 Str. 36-48 Sídd: 78, 82, 86 Háar í mittið Beinar skálmar Eyrnalokkagöt Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ekki náðist að veiða 23 hreinkýr og sex tarfa á þeim hluta hreindýra- veiðitímans sem lokið er. Tarfaveiði- tímabilið stóð frá 15. júlí til 15. sept- ember og veiði á hreinkúm frá 1. ágúst til 20. september. Auk þess verða veiddar 135 hreinkýr á syðstu veiðisvæðunum þremur, 7, 8 og 9, í nóvember næstkomandi. Nóvember- veiðarnar eru til þess að dreifa veiði- álagi á hreindýrahjarðir á veiðisvæð- unum. Þau leyfi sem ekki tókst að veiða út á skiptust þannig að ein kýr gekk af á nyrsta veiðisvæðinu, svæði 1, og önnur á svæði 6. Kvótinn veiddist upp á svæðum 2, 3, 4 og 5. Á svæði 7 gengu af tíu kýr og fjórir tarfar. Á svæði 8 sex kýr og einn tarfur, á svæði 9 fimm kýr og einn tarfur. Jóhann G. Gunnarsson, sérfræð- ingur Umhverfisstofnunar á Egils- stöðum, sagði að nóg hefði verið af hreindýrum á svæði 7 og fundust um 700 hreindýr í leitarflugi. Dýrin voru hins vegar fjarri vegum og slóðum og þurfti að hafa talsvert fyrir því að komast í þau. Nokkuð var um að veiðileyfum væri skilað á svæði 7. Allar umsóknir á svæði 8 kláruð- ust og því var ekki hægt að koma öll- um kýrleyfunum á svæðinu út. Ekki fundust kýr á svæði 9 til að veiða út á leyfin sem þar gengu af. Mikil vinna hefur farið í að koma út hreindýraveiðileyfum síðustu vik- ur veiðitímans. Jóhann sagði að veiðimenn virtust ekki fylgjast með því hvernig biðlistarnir styttust og kom á óvart þegar röðin kom að þeim. Þá áttu þeir eftir að fara í skot- prófið. Hann kvaðst telja að síðustu vikur veiðitímans ætti að gilda sú regla að sá sem fyrstur kæmi og væri á biðlista á svæðinu og með öll sín mál í lagi fengi veiðileyfi. Það myndi flýta mikið fyrir úthlutun. Jóhann sagði alltaf vera dæmi um veiðimenn sem sýndu enga tilburði til að koma til veiða né að skila leyfinu sínu. Leyft var að veiða 1.300 hreindýr á þessu ári, 848 kýr og 452 tarfa. 29 hreindýr veiddust ekki  135 hreinkýr veiddar í nóvember Veiðisvæði hreindýra 0 10 20 30 40 Heimild: Náttúrustofa Austurlands 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Vatnajökull Morgunblaðið/Ómar Hreindýr Af 1.165 hreindýrum sem mátti veiða í haust gengu 29 af. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hafnarfjarðarbær er að endur- heimta votlendi í Bleiksmýri, austan við Arnarfell í Krýsuvík. Votlendið verður í kringum 50 hektarar (0,5 km2), að sögn Berglindar Guðmunds- dóttur, landslagsarkitekts og um- hverfisfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Fuglalífið á svæðinu tók mikinn kipp um leið og vatn tók að safnast í mýr- ina. Bærinn fékk styrk til verksins, eina milljón króna, úr landbótasjóði Landgræðslunnar. Með endurheimt votlendisins dregur úr losun gróður- húsalofts úr mýrinni. Verkefnið er í samræmi við sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Sótt var um leyfi fyrir framkvæmdunum til Umhverf- isstofnunar vegna þess að Bleiks- mýri er innan Reykjanesfólkvangs. Berglind sagði að landið hefði ver- ið dæmigert framræst votlendi. Verkið var unnið nú í september- mánuði og er lokafrágangur við stífl- ur eftir, að sögn Berglindar. Mokað var ofan í framræsluskurði, sem eru samtals 2,5 km langir, á nokkrum stöðum til að stífla þá. Efnið lá í haugum við skurðbakkana frá því að skurðirnir voru grafnir. Einnig voru gerðar sjö jarðvegsstíflur úr efni á staðnum til að hækka grunnvatns- stöðuna. Torf var rist ofan af jarð- veginum og það síðan sett yfir stífl- urnar. Sárið þar sem jarðvegurinn var tekinn var látið eiga sig og þar mun staðbundinn vatnagróður festa rætur. Sett voru yfirfallsrör í stífl- urnar til að forða því að þær skolist í burtu í leysingum. Yfirfallsvatninu er beint í gamla, uppþornaða farvegi. „Það safnaðist meira vatn en við bjuggumst við í skurðina á milli stíflnanna svo við ætlum að styrkja stíflurnar til að þær fari ekki af stað,“ sagði Berglind. Hún sagði að svæðið væri mjög gróið og þýft og ekki létt yfirferðar. Hins vegar auðvelduðu stíflurnar fólki að komast um mýrina. Landgræðslan mun fylgjast með hvernig til tekst við endurheimt vot- lendisins. Endurheimt votlendis hófst einnig á Bessastaðanesi á Álftanesi á liðnu sumri. Bleiksmýri á Reykjanesi ber aftur nafn með rentu  Hafnarfjarðarbær stendur fyrir endurheimt votlendis Votlendi endurheimt í Bleiksmýri Sv ei flu há ls (A us tu rh ál s) Austurengjahæð Kleifarvatn Heimild: Hafnarfjarðarbær Sandgerðisbær Reykjanesbær GarðabærHafnarfjörður Grindavík Krísuvík Grindavík (mörk óviss) Gr ind av ík (m ör k ó vis s) Langahlíð Krísuvíkurhverfi Bleiksmýri Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir Bleiksmýri Fyllt var í skurði og gerðar stíflur með yfirfallsrörum. mbl.is alltaf - allstaðar Atvinnublað alla laugardaga mbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.