Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 55
55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
Haustsól Hún ber með sér gula og hlýja birtu blessuð haustsólin sem fólk fagnar og nýtur í hvívetna þessa dagana.
Golli
Aldarfjórðungur er
liðinn frá Ríóráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna
1992 um umhverfi og
þróun. Sá merk-
isatburður skilaði
tveimur veigamiklum
alþjóðasamningum,
þ.e. um loftslagsbreyt-
ingar af mannavöldum
og um verndun líf-
fræðilegrar fjöl-
breytni. Báðir þessi samningar
gengu fljótlega í gildi með staðfest-
ingu alls þorra aðildarríkja SÞ, af Ís-
lands hálfu þegar á árinu 1994.
Loftslagssamningurinn hefur lengst
af síðan verið miðlægur í umræðunni
um aðsteðjandi umhverfisvá og
fræðilegur bakgrunnur hans fengið
rækilega staðfestingu, síðast á Par-
ísarfundinum í lok liðins árs. Íslensk
stjórnvöld voru þó lengi í andófi
gegn útfærslu hans hérlendis vegna
ríkjandi stóriðjustefnu. Hinn samn-
ingurinn um líffræðilega fjölbreytni
hefur einnig víða haft tilætluð áhrif á
þróun löggjafar og alþjóðlegar regl-
ur til verndar gróðurríki jarðar, þótt
enn halli undan fæti.
Íslensk stjórnvöld voru
lengi vel áhugalaus um
útfærslu þessa samn-
ings, sbr. skýrslu Rík-
isendurskoðunar frá í
janúar 2006 (Samning-
urinn um líffræðilega
fjölbreytni. Umhverf-
isendurskoðun), og enn
mæta einstök ákvæði
hans andstöðu í stjórn-
kerfinu og hjá hags-
munaaðilum. Um það
vitna m.a. vett-
lingatökin gagnvart ágengum teg-
undum og ofbeit búfjár á stórum
svæðum.
Ólíku er saman að jafna hvernig
brugðist hefur verið við leiðsögn
samningsins á Íslandi annars vegar
og í nágrannalöndum hins vegar,
m.a. í Noregi þar sem náttúrufar er
um margt hliðstætt og hérlendis.
Ólíkt höfumst vér að
Árið 2001 skipuðu norsk stjórn-
völd 13 manna nefnd til að undirbúa
tillögur að löggjöf um verndun nátt-
úru, landslags og líffræðilegrar fjöl-
breytni í Noregi. Tillögur nefnd-
arinnar að nýjum lögum voru
kynntar 2004 og lögfestar árið 2009
sem Naturmangfoldloven. Lögin
taka jafnt til dýra og plantna, þurr-
lendis, ferskvatns og strandsvæða. Í
fjórða kafla laganna um framandi
lífverur er kveðið á um að leyfi þurfi
fyrir dreifingu hvers kyns lífvera
sem ekki eiga náttúrulegt heim-
kynni í Noregi. Slíkt leyfi megi
stjórnvöld ekki veita ef ástæða er til
að ætla að slík dreifing leiði til um-
talsverðra neikvæðra afleiðinga fyr-
ir lífríkið. Í byrjun árs 2016 voru í
krafti þessara laga innleiddar
strangari kröfur til allra sem hyggj-
ast flytja inn framandi lífverur og
jafnframt var bannaður innflutn-
ingur og dreifing 20 lífverutegunda,
dýra og plantna, og til viðbótar 11
tegunda landplantna frá ársbyrjun
2021. Í fyrri hópnum eru m.a. þrjár
tegundir lúpínu, þar á meðal alaska-
lúpína, tvær tegundir af körfu-
blómaætt (Solidago spec.) svo og
ameríkuhumar. – Bannið á alaska-
lúpínu hlýtur að vekja athygli hér-
lendis í ljósi áratugadeilna um dreif-
ingu hennar.
Nýjar rannsóknir
og lagafyrirmæli
Við Íslendingar höfum hingað til
staðið langt að baki nágrannaþjóða í
grunnrannsóknum á náttúru þurr-
lendisins. Þetta á ekki síst við um
plönturíkið, þar sem fé til almennra
rannsókna hefur verið skorið við
nögl, nema helst þegar ráðast hefur
átt í umfangsmiklar virkjanafram-
kvæmdir. Almennan samanburð-
argrunn og heildarsýn hefur þannig
vantað og skipulagsfyrirmæli og
ákvarðanir því borið keim af handa-
hófi. Á þessu er loks að verða breyt-
ing með kortlagningu Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands á
landvistgerðum, sem hófst á hálendi
Íslands fyrir nokkrum árum en nær
nú til landsins alls. Innan skamms er
að vænta útgáfu Íslandskorts þar
sem birtast munu yfir 60 aðgreindar
vistgerðir ásamt skýringum. Með
því skapast nýr grunnur til sam-
ræmds mats á ástandi landsins og
um leið forsendur til skipulags-
ákvarðana um nýtingu og meðferð
gróður- og jarðvegsauðlindarinnar.
Lagaumhverfið hefur jafnframt tek-
ið breytingum til bóta þar sem eru
skipulagslögin frá 2010 ásamt ný-
samþykktri landsskipulagsstefnu
frá 16. mars 2016. Hún gerir m.a.
ráð fyrir að flokkun og greining
lands verði lögð til grundvallar
skipulagsákvörðunum. Slík ákvæði
eiga og þurfa að varða alla þætti
landnotkunar, landbúnað, að búfjár-
beit og nytjaskógrækt meðtalinni,
sem og náttúru- og landslagsvernd.
Gífurleg verkefni
á skipulagssviði
Fram að þessu hefur Ísland staðið
aftarlega í skipulagsmálum með til-
liti til lagaumhverfis um meðferð og
ráðstöfun lands. Samræmd lög þarf
að setja um gróður- og jarðvegs-
vernd og fella inn í þau ákvæði um
skógrækt og landgræðslu, búfjár-
beit og aðra þætti landnýtingar. Of-
beit er staðreynd á víðlendum og
viðkvæmum svæðum. Ágengar teg-
undir eins og lúpína eru að leggja
undir sig stór svæði, m.a. fyrir til-
stilli opinberra stofnana, og eru æ
meiri ógn við þá náttúru sem fyrir
er. Ekkert minna en stórátak í anda
samningsins um líffræðilega fjöl-
breytni getur komið í veg fyrir gíf-
urlegan og óbætanlegan ófarnað.
Skipuleg landnýting, byggð á bestu
þekkingu um æskileg landnot, er
það tæki sem beita verður fram-
vegis. Skipulagsákvarðanir eru
áfram í höndum sveitarfélaga með
hliðsjón af fyrirmælum í lands-
skipulagsstefnu. Stórefla þarf ráð-
gjöf og fræðslu um þessi málefni á
vegum sveitarfélaga og gera nátt-
úrustofur landshlutanna að vett-
vangi fyrir óháða ráðgjöf.
Gróður- og jarðvegsvernd,
skipulag og ágengar tegundir
Eftir Hjörleif
Guttormsson » Frá ársbyrjun 2016er bannaður inn-
flutningur og dreifing
20 tegunda lífvera í
Noregi, þar á meðal
þriggja lúpínutegunda,
alaskalúpína meðtalin.
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Píratar hafa lagt
til lagafrumvarp á
Alþingi um að af-
nema 5. grein laga
um Kristnisjóð,
ákvæðið sem tryggt
hefur sóknum Þjóð-
kirkjunnar „ókeypis
lóðir undir kirkjur“
sínar og safn-
aðarheimili í þjett-
býli. Þar sem ein-
ungis er talað um
kirkjur í ákvæðinu gildi ekki um
þetta atriði ákvæði stjórn-
arskrár um stuðning við Þjóð-
kirkjuna.
Nú eru lög þessi um Kristni-
sjóð. Þau urðu ekki til úr lausu
lofti og eru heldur ekki runnin
frá stjórnarskrárákvæðinu.
Með lögum frá Alþingi frá
árinu 1907 var kirkjum landsins
gert að afhenda jarðeignir sínar
í umsjá ríkisins, sem tók við
fjárhaldi þessara eigna kirkn-
anna. Stofnaður var Prestlauna-
sjóður í vörzlu ríkisins, sem
selja átti og leigja þessar
kirkjueignir og kosta af þeim
rekstri embættislaun presta.
Ekki verða hjer rakin örlög
þess sjóðs eða meðferð hans í
vörzlu ríkisins, heldur látið
nægja að vísa til endanlegs upp-
gjörs þeirrar meðferðar allrar í
samningi ríkis og kirkju frá
1997 sem gera má ráð fyrir að
alþingismenn Pírata hafi heyrt
af.
Nú varðveitti íslenzka ríkið
sem fjárhaldari þessara eigna
þær eins og það ætti þær sjálft:
Seldi og gaf og ráðstafaði nán-
ast með hreinni vildarhyggju í
anda Pírata. Meðal annars var
tekin upp sú venja að afhenda
jarðir og önnur landsrjettindi
án endurgjalds undir þjettbýli.
Mun mikill meirihluti pláza og
bæja umhverfis landið hafa risið
á landi úr fjárhaldi ríkisins, sem
fengið var með þessum hætti
fyrir lítið. Örlætisgjörningar
bæjarstjórnar Reykjavíkur
handa öðrum trúfjelögum en
sóknum Þjóðkirkjunnar, hvíla
einnig á slíkum örlætisgjörn-
ingum ríkisins við Reykjavík-
urbæ, því fjölmörg
hverfi þar hafa risið
á landi úr jarð-
eignasjóði þeim, sem
íslenzka ríkið tók að
sjer að varðveita
fyrir Þjóðkirkjuna
með lögum frá Al-
þingi árið 1907. Það
er að vísu fyrir tíð
Pírata, en veröldin
mun þó jafnvel vera
enn eldri.
Ákvæði laganna
um Kristnisjóð, sem
Píratar vilja þakka stjórnar-
skránni, hafa ekkert með hana
að gjöra, heldur það samhengi,
sem hjer hefur verið lýst: Talið
var sjálfsagt að kirkjan nyti
þeirra rjettinda að fá að byggja
á sínu eigin landi, því fjárhald
gefur ekki eignarrjett og þá að
minnsta kosti siðferðilega
skyldu til þess að gæta hags-
muna þess, sem með rjettu átti
það, sem ráðstafað var.
Á bak við lögin um Kristni-
sjóð eru að minnsta kosti 25
prestsembætti, sem ríkinu bar
að kosta skv. lögunum frá 1907,
auk jafn margra prestsseturs-
jarða með gögnum og gæðum
sem lögð höfðu verið niður um
svipað leyti og lögin voru sett.
Líta ber á lögin um Kristnisjóð
með sama hætti og samkomulag
ríkis og kirkju frá 1997 sem lög-
fest er í þjóðkirkjulögunum: Um
er að ræða kaup kaups, afhend-
ingu eigna gegn greiðslu:
Greiðslan eru ákvæði laganna
um Kristnisjóð, þar með talinn
rjettur Þjóðkirkjusafnaða til
þeirrar aðstöðu sem. 5. gr. lag-
anna greinir.
Gott er að þurfa
ekki að vita
Eftir Geir Waage
Geir Waage
» Lögin um Kristni-
sjóð eru ekki
afsprengi stjórnar-
skrár. Um er að ræða
kaup kaups, afhend-
ingu eigna gegn
greiðslu.
Höfundur er sóknarprestur
í Reykholti í Borgarfirði.