Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 92
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 273. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Vildu meiri mat og neituðu að … 2. Hópuppsögn hjá Arion banka 3. Ágústa Eva og Aron skráð í … 4. Kónguló beit mann í typpið (aftur) »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Gjörningaklúbburinn, The Ice- landic Love Corporation, opnar sýn- inguna Love Conquers All í ARoS- listasafninu í Árósum í Danmörku á laugardag. Sýningin, sem er hluti af seríunni ARoS Focus/New Nordic, samanstendur af innsetningum, vídeóum, hljóði, ljósum, skúlptúrum og gjörningi. Þrjú verkanna eru sér- staklega gerð fyrir sýninguna í ARoS. Morgunblaðið/Einar Falur Gjörningaklúbburinn sýnir í ARoS  Baskneski tón- listamaðurinn Héctor Rey, sem haft hefur aðset- ur á Seyðisfirði undanfarnar vik- ur, heldur tónleika í Mengi í kvöld kl. 20 áður en hann flýgur af landi brott. Á efnisskránni er ný tónlist sem Rey leikur á munnhörpu og bassakonsertínu. Héctor Rey frum- flytur efni í Mengi  Bandaríski fiðluleikarin Jamie Laval heimsækir Íslandi í annað sinn og heldur tónleika í Hannesarholti í kvöld kl. 20. Laval starfaði með Sin- fóníuhljómsveitinni í Victoria þar til ástríða hans fyrir seiðandi tón- um skoskrar sveita- tónlistar yfir- tók huga hans. Nú helg- ar hann sig ein- göngu keltneskri tónlist. Jamie Laval leikur í Hannesarholti í kvöld Á föstudag Norðlæg átt, víða 3-8 m/s skýjað með köflum, stöku skúrir eða slydduél með N-ströndinni og dálítil rigning SA-lands. Á laugardag Suðaustlæg átt, 8-13 m/s og rigning með köflum, en hægara og þurrt að kalla A-lands. Hiti 2 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning N- og A-lands og slydda inni til landsins en bjart SV-til. Hiti 5 til 12 stig, mildast syðst. VEÐUR Leikir á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu hafa ekki verið jafnari en á keppnistímabil- inu sem lýkur á morgun, ef horft er til síðasta áratugar. Morgunblaðið rýndi í úrslit leikja frá því að 10 liða deild var stofnuð árið 2008 og má sjá mikinn mun á milli ára. Auk þess er enn óráðið hvaða lið verður Íslandsmeistari og hvaða lið fellur með ÍA niður í 1. deild. »3 Úrslitastund í jafnasta mótinu Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Kristjánsson hefur upplifað erfiðan tíma með Start í norsku úrvalsdeild- inni síðasta árið, en liðið þurfti að bíða í 448 daga eftir sigurleik. Guð- mundur veit ekki hvað tekur við hjá honum í haust en fall úr deildinni blasir við liðinu og hann er samnings- bundinn félaginu út næsta ár. »2 Guðmundur beið í meira en ár eftir sigurleik Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslands- meistara FH í knattspyrnu, mun halda kyrru fyrir hjá félaginu, en hann skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning. FH-liðið hefur verið sigursælt undir stjórn Heimis, en Hafnarfjarðarliðið hefur unnið Ís- landsmeistaratitilinn alls fimm sinn- um og lyftir bikarnum á loft á laugar- daginn annað árið í röð. »3 Heimir gerði nýjan samning við FH-inga ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Hverjir tónleikar eru mikil veisla og mig hungrar alltaf í að fara aftur og aftur,“ segir Guðbjörg Ögmunds- dóttir, Rolling Stones-aðdáandi. Guðbjörg hefur farið á 18 tónleika með hljómsveitinni yfir ævina, þá fyrstu árið 1969, þann 5. júní í Hyde Park í London. Guðbjörg man vel þegar hún heyrði lag með The Rolling Stones fyrst, það var árið 1964 þegar hún var 13 ára og hana minnir að lagið hafi verið „I Wanna Be Your Man“. „Það heillaði mig strax. Ég er frá Vestmannaeyjum, Kanaútvarpið náðist ekki vel þar, svo við hlust- uðum á bresku stöðvarnar og þar heyrði ég þessa músík fyrst og keypti síðan fyrstu Stones-plötuna mína stuttu síðar.“ Síðan þá hefur hún keypt allt sem Rolling Stones hefur gefið út. Áður en hún heill- aðist af Stones hlustaði hún á Bítl- ana og á allar þeirra plötur líka. En Stones höfðu betur en Bítlarnir. Stones og The Who sama dag „Mínir fyrstu Stones-tónleikar 1969 voru haldnir tveimur dögum eftir að Brian Jones lést. Þeir voru frá hádegi og fram að kvöldmat en um kvöldið fór ég svo á tónleika The Who og Chuck Berry í Albert Hall. Svo þessi dagur var ansi magnaður. Ég skrifaði ritgerð um hann sem var gefin út í bókinni You had to be there; The Rolling Stones live 1962- 69,“ segir Guðbjörg, sem heldur næstmest upp á The Who. Hún komst á tvenna tónleika með Stones í viðbót árið 1969. Ári síðar flutti hún heim og tók tuttugu ára pásu tónleikum. En síðan þá hefur hún farið tvisvar árið 1990, einu sinni 1995, 1998, 2003, 2005, fimm sinnum árið 2006, einu sinni 2012, tvisvar 2013 í Hyde Park og einu sinni 2014 í Berlín. „Ég hef orðið æstari með ár- næsta sumar. Í tilefni af sýningunni voru tekin viðtöl við þá alla og þar er Ronnie Wood spurður hvort það sé einhver staður eftir á jörðinni sem þeir eigi eftir að spila á sem hann langi að koma til, þá sagði hann skýrt og greinilega „Yes, Reykjavik Iceland“,“ segir Guð- björg. Orðið æstari með árunum  Hefur farið á átján tónleika með Rolling Stones Víkurfréttir/Hilmar Bragi Aðdáandi Guðbjörg umvafin ýmsum hlutum sem tengjast Rolling Stones, m.a. fyrstu plötunni sem hún eignaðist. Harpa Guðbjörg, önnur frá vinstri, á Forty Licks Stones-tónleikunum um síðustu helgi. Hippi Guðbjörg á leið á Stones í Hyde Park 1969. unum,“ segir Guðbjörg og hlær. „Þeir verða líka betri í hvert skipti sem ég heyri í þeim á tónleikum.“ Í ár fór hún á Rolling Stones- sýningu í Saatchi gallerínu í Lond- on. En eru einhverjir tónleikar á dagskrá hjá henni? „Ég stefni bara á Ísland á næsta ári. Það er orðróm- ur um það en þeir fara í Evróputúr Spurð hvort hún haldi upp á einn hljómsveitarmeðlim um- fram annan stendur ekki á svari: „Ég hef alltaf elskað Mick Jagger síðan ég sá hann fyrst, ég elska alla þessa gömlu karla eftir öll þessi ár en ég hef alltaf haldið mest upp á Mick.“ Uppáhaldsplata Guðbjargar með Stones er Beggars Ban- quet en hún á ekkert uppá- haldslag. Hún er virk á vefsíð- unum Rollingstones.com og Mickjagger.com og þar hefur hún eignast góða vini sem hún hefur farið með á tónleika úti. Elskar Mick HVER ER Í UPPÁHALDI?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.