Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 60

Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur 2016 Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 MENNING í vetur Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Leikárið fer vel af stað hjá Borg- arleikhúsinu og fjöldi spennandi verka á dagskrá í haust. Kristín Ey- steinsdóttir leikhússtjóri segir að undanfarin ár hafi aðsóknin verið með besta móti. „Leikárið 2013-14 var það aðsóknarmesta í sögu leik- félgsins og í fyrra vorum við mjög nálægt því að slá nýtt met með 210 þúsund gesti.“ Góða aðsókn má skrifa bæði á vandað verkefnaval og mikinn áhuga á leiklist og menningu úti í samfélaginu. Segir Kristín að eftir hrunið margumtalaða hafi leik- húsgestum tekið að fjölga og skýr- ingin mögulega sú að í leikhúsinu gefst ágætis tækifæri til að líta inn á við. „Við leggjum líka alltaf ríka áherslu á að bjóða upp á verk sem endurspegla samtímann á einhvern hátt. Í raun þarf leikhúsið að vera örlítið á undan áhorfendunum, og vera nægilega framsækið til að fara framúr væntingum gestanna bæði hvað varðar gæði og innihald verk- anna.“ Á dagskrá Borgarleikhússins í haust er meðal annars söngleik- urinn Mamma Mía sem frumsýndur var á síðasta leikári og vakti mikla lukku. „Við höfum sjaldan upplifað aðra eins stemmingu enda hittir þessi sýning áhorfendur í hjartastað og mun Mamma Mía halda áfram fram yfir áramót,“ segir Kristín. „Hjá leikhúsinu er mikil áhersla lögð á frumsköpun og islenska leik- ritun og í haust frumsýnum við nýj- an fjölskyldusöngleik sem byggist á barnabókinni vinsælu Bláa hnett- inum eftir Andra Snæ Magnason. Bergur Þór Ingólfsson samdi leik- gerðina og Kristjana Stefánsdóttir semur tónlist. Mikilvæg skilaboð Kristín bindur miklar vonir við Bláa hnöttinn. „Sýningin er ein- staklega falleg enda er þarna um mikilvæga sögu að ræða sem á er- indi við okkur öll. Dansatriðin eru hreint ótrúleg. Það er Chantelle Ca- rey sem vann með okkur í Billy El- liot sem semur dansana en alls koma fram 22 börn í verkinu og bæði dansa og syngja.“ Og talandi um gleði, þá er von á nýrri sýningu leikkvennanna Hall- dóru Geirharðsdóttur og Ólafar Hrannar snemma í október. „Þær mæta á svæðið með sín alter-egó, þá félaga Hannes og Smára í sam- nefndri sýningu sem Jón Páll Eyj- ólfsson leikstýrir.“ Þeir sem eru hrifnari af skandin- avískum átakaverkum ættu að bóka miða á leikritið Brot úr hjónabandi. „Þetta er verk úr smiðju Ingmars Bergman og leika hjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors par sem er komið í erfiða stöðu í sam- bandinu,“ segir Kristín. Margir bíða spenntir eftir jóla- frumsýningu Borgarleikhússins. Í ár er það Salka Valka sem fer á fjal- irnar í desember og leikstýrir Yana Ross einvalaliði íslenskra leikara í þessari stóru sýningu. „Yana leik- stýrði Mávinum í fyrra og vakti sú sýning verðskuldaða athygli langt út fyrir landsteina. Hefur Mávurinn ferðast á tvær leiklistarhátíðir, í Finnlandi og Póllandi og fyrirhugað er að fara með verkið til Kína í vor. Unnið er á áhugaverðan hátt með þetta klassíska íslenska verk og Salka Valka skoðuð bæði í fortíð og nútíð.“ Missa sig yfir Njálu Njála, sigurvegari síðustu Grí- muhátíðar snýr svo aftur. „Áhorf- endur misstu sig algjörlega yfir þessari sýningu í fyrra. Er magnað að fylgjast með hvað þessi saga rist- ir djúpt í þjóðarsálinni og höfðar sterkt til allra aldurshópa.“ Af öðrum verkum haustsins má nefna Extravaganza eftir Sölku Guðmundsdóttur þar sem kastljós- inu er meðal annars beint að ferða- þjónustunni og breytingum á ís- lensku samfélagi. Þá var verkið Sending eftir Bjarna Jónsson frum- sýnt í september en þar er umfjöll- unarefnið hjón í íslensku sjávarplási í kringum árið 1980. „Þau hafa verið að glíma við barnleysi og taka til sín fósturbarn. Sending tæpir meðal annars á bjargarleysi barna og þeim vandamálum sem komið hafa upp á yfirborðið i tengslum við vistheim- ilin.“ Dans og gleði í bland við skandinavísk átakaverk  Fjölskyldusöngleikurinn um Bláa hnöttinn ætti að hitta í mark hjá mörgum  Salka Valka verður frumsýnd í desember og bæði Njála og Mamma Mía snúa aftur í vetur Morgunblaðið/Árni Sæberg Litir Stór hópur barna tekur þátt í söngleiknum Bláa hnettinum. Spegill „Við leggjum alltaf ríka áherslu á að bjóða upp á verk sem endurspegla sam- tímann á einhvern hátt,“ segir Kristín Eysteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.