Fréttablaðið - 09.12.2016, Qupperneq 4
„Fjölhæfasti höfundur Íslands!“
EGILL HELGSON, KILJAN
„… mjög spennandi!“
JÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR, ORÐ UM BÆKUR, RÚV
„Hreint mögnuð! Ofboðslega vel skrifuð.
Mæli hiklaust með þessari bók. Hún er virkilega góð.“
KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ, RÁS 1
„Æsispennandi!“
HAUKUR INGVARSSON, FACEBOOK
„... falleg bók og umfram
allt einhvern veginn nístandi.“
EIRÍKUR ÖRN NORÐDAHL, STARAFUGL
www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsins | F i sk i slóð 39
Stjórnmál Ekki verður strax af
formlegum stjórnarmyndunarvið-
ræðum þeirra fimm flokka sem rætt
hafa saman óformlega, eins og áætl-
anir stóðu til. Flokkarnir eru ekki
komnir nógu nálægt hver öðrum
málefnalega til að hægt sé að hefja
stjórnarmyndunarviðræður en
munu halda áfram að funda fram
yfir helgina í þeirri von að hægt sé
að ná lendingu um stærstu mála-
flokkana.
Flokkarnir fimm, Píratar, Vinstri
græn, Viðreisn, Björt framtíð og
Samfylking hafa rætt óformlega
saman frá vikubyrjun en Píratar
fengu stjórnarmyndunarumboðið
fyrir viku síðan. Flokkarnir tóku frí
um síðustu helgi og hófu að funda
að henni lokinni.
Umræða um tekjuöflun ríkisins
hófst seint á miðvikudag og var
framhaldið í gær. Þeir fundarmenn
sem Fréttablaðið ræddi við upplifa
að eitthvað hafi þokast frá því upp
úr slitnaði í formlegum stjórnar-
myndunarviðræðum flokkanna
undir stjórn Vinstri grænna.
Heimildir Fréttablaðsins herma
þó að töluvert vantraust ríki á milli
flokkanna í viðræðunum, þá sér-
staklega á milli Vinstri grænna
og Viðreisnar. Vinstri græn óttast
eftir sem áður að Viðreisn sé ekki
í stjórnarmyndunarviðræðunum
af fullum heilindum og að á hverri
stundu muni upp slitna upp úr við-
ræðunum. Vantraustið sem ríki hafi
jafnvel dýpkað frá fyrri stjórnar-
myndunarviðræðum og sé haml-
andi í viðræðunum.
Benedikt Jóhannesson, formaður
Viðreisnar, blæs þó á þessar sögu-
sagnir. „Mér þykja fundirnir hafa
batnað eftir því sem þeir hafa orðið
fleiri. Við erum að færast eitthvað
nær en auðvitað eru flokkarnir að
koma úr sitthvorri áttinni eins og
var vitað fyrirfram. Mér finnst þetta
vera gagnlegt. Það eru allir að vinna
þetta af fullri alvöru. Ef við teldum
þetta tilgangslaust þá værum við
ekkert að þessu.“
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, tekur undir að
fundirnir hafi verið gagnlegir. „Við
höfum verið að ræða málin sem
við leggjum mesta áherslu á sem er
uppbygging í innviðum og ekki síst
í heilbrigðis- og menntamálum en
það er ekki komin niðurstaða í þau
mál.“
Í gær stóð til að ræða landbúnað-
ar- og sjávarútvegsmál en á meðan
Viðreisn leggur áherslu á uppboð
á litlum hluta aflaheimilda vilja
Vinstri græn frekar hækka veiði-
gjald. Mestur tími fór engu að síður
í ríkisfjármálin en Vinstri græn
standa fast á því að ráðast þurfi í
tekjuöflun fyrir ríkið til að geta
aukið fé til innviða, menntakerfisins
og heilbrigðiskerfisins. Ríkissjóður
eins og hann stendur núna nái ekki
utan um þau útgjöld sem vilji sé til
að ráðast í. Eins og áður hefur komið
fram standa skattahækkunarhug-
myndir VG í Viðreisn. Heimildir
Fréttablaðsins herma jafnframt að
stuðningur Pírata og Samfylkingar
við skattahugmyndir VG sé lítill þótt
hugmyndirnar hafi enn ekki mætt
andstöðu af fullri alvöru.
snaeros@frettabladid.is
Vantraust ríkir á milli VG og
Viðreisnar í stjórnarviðræðum
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast ekki í dag eins og til stóð. Samtal flokkanna
heldur áfram um helgina. Fundarmönnum þykir flokkarnir hafa þokast nær varðandi tekjuöflun ríkisins.
Flokkarnir fimm hafa reynt að tala sig að niðurstöðu í samstarfi síðustu fjóra daga. Enn er þó langt í langt. Fundað verður áfram um helgina. Fréttablaðið/Eyþór
benedikt
Jóhannesson
Katrín
Jakobsdóttir
Samfélag Borgarráð Reykjavíkur
ákvað í gær að styrkja Street-dans-
einvígi ársins 2017 um 200 þúsund
krónur. Borgin hafnaði á sama
tíma að veita Aflinu á Akureyri
styrk. Dansskóli Brynju Péturs
skipuleggur viðburðinn og verður
þetta í fimmta sinn sem keppnin
fer fram.
Í ár fór keppnin fram í Spennu-
stöðinni og tóku 30 dansarar þátt.
Auk einvígisins voru vinnustofur
haldnar með velþekktum gesta-
kennurum úr danssenunni. Til að
mynda sóttu Danielle Polcano, sem
hefur unnið sem danshöfundur fyrir
Beyoncé, og Kapela, einn sigursæl-
asti götudansari í Evrópu, viðburð-
inn í ár.
Aflið er samtök gegn kyn-
ferðis- og heimilisofbeldi sem hafa
starfað síðan árið 2002. Þau telja
að núverandi framlög nægi ekki til
að þau geti veitt eðlilega þjónustu í
málaflokknum. – þh
Borgin styrkir
danskeppni
Stjórnmál Hagsmunafélög sjó-
manna lýsa yfir miklum áhyggjum
af rekstri Landhelgisgæslu Íslands
í tilkynningu sem þau sendu frá
sér í gær. Fjárveitingar til Land-
helgisgæslunnar voru ekki auknar
í frumvarpi að fjárlögum næsta
ár. Frá árinu 2009 hafa framlög til
Gæslunnar verið skorin niður um
30 prósent sem nemur um 1.200
milljónum króna.
Félögin segja það vera skömm
að þjóð sem á svo mikið undir sjó-
sókn geti ekki lagt fram nægt fé til
rekstrar Landhelgisgæslu Íslands
sem sjómenn og aðrir landsmenn
treysta á þegar neyðin er stærst.
Félögin krefjast þess að stjórn-
völd og Alþingi tryggi Gæslunni
nægt rekstrarfé á hverjum tíma. Þau
segja Gæsluna hafa komið í veg fyrir
margt manntjón á liðnum árum og
því sé lífsspursmál fyrir íslensku
þjóðina að nægur þyrlu- og skipa-
kostur sé til staðar þegar slys eða
veikindi ber að höndum eins og
dæmin sanni. – þh
Sjómenn lýsa
yfir áhyggjum af
stöðu Gæslunnar
landhelgisgæslan fær of lítið af fjár-
munum og það eru sjómenn ósáttir við.
9 . d e S e m b e r 2 0 1 6 f Ö S t U d a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
9
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
9
C
-9
8
6
C
1
B
9
C
-9
7
3
0
1
B
9
C
-9
5
F
4
1
B
9
C
-9
4
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
7
2
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K