Fréttablaðið - 09.12.2016, Side 30

Fréttablaðið - 09.12.2016, Side 30
Pólska bíóárinu lýkur í desem­ ber með fjórum sýningum á höfuðborgarsvæðinu en menn­ ingarsamstarf milli Íslands og Póllands hefur styrkst mikið undan farin ár. Kvikmyndasam­ starf milli Póllands og Íslands er einn sterkasti hlekkurinn í menn­ ingarsamstarfi landanna tveggja að sögn Ewu Marcinek, verkefna­ stjóra hjá Indygo Agata Szakiel, sem segir margar skemmtilegar sýningar í vændum. „Dagana 11. og 12. desember verða tvær kvik­ myndasýningar í Stúdentakjall­ aranum. Sýnd verður „Papusza“, sem er verðlaunamynd frá árinu 2013. Þetta er falleg og hrífandi kvikmynd sem fjallar um ævi fyrsta ljóðskáldsins sem skrifaði á tungu Rómafólks. Einnig verð­ ur sýnd heimildarmyndin „The Author of Solaris“ sem segir sögu pólska vísindaskáldsagnahöfund­ arins Stanisław Lem. Bækur hans hafa verið þýddar á 41 tungumál og hafa selst í yfir 40 milljónum eintaka sem gerir hann að einum mest lesna vísindaskáldsagnahöf­ undi heims.“ Þann 15. desember verða nýjar pólskar teiknimyndir sýndar á Bókasafni Hafnarfjarðar. „Mynd­ irnar, sem ætlaðar eru börnum, heita „Czapu Czipu“ og „Mami Fatale.“ Þann 17. desember sýnir bókasafnið verðlaunastuttmynd­ ina „Strong Coffee Isn’t That Bad“ frá árinu 2014. Stuttmynd­ in er stjörnum prýdd gaman­ mynd byggð á kanadíska leikrit­ inu „Mending Fences“ eftir Norm Foster. Aðgangur að öllum sýn­ ingum er ókeypis og opinn öllum.“ Spennandi ár Pólska bíóárið 2016 er verkefni helgað sýningum pólskra kvik­ mynda á Íslandi. Það nær yfir allt árið og er skipulagt af stofn­ uninni Indygo Agata Szakiel í Wroclaw í Póllandi. „Stofnun­ in hefur áður unnið með RIFF og Jazzhátíð Reykjavíkur. Árið hefur verið mjög spennandi og fullt af skemmtilegum viðburð­ um. Það hófst með sýningu á fjór­ um pólskum heimildarmyndum á kvikmyndahátíðinni Stockfish í febrúar. Pólskir bíódagar voru skipulagðir af pólska sendiráðinu á Íslandi og tvær pólskar heim­ ildar myndir voru sýndar á Skjald­ borg, hátíð íslenskra heimildar­ mynda, í maí.“ Umræður um kvikmyndir voru einnig á dagskrá Pólska bíóárs­ ins að sögn Ewu. „Umræður um munnlegar lýsingar á kvikmynd­ um fyrir sjónskerta fóru fram á vegum ferðamálaráðsins í Rockall. Sýnd var kvikmynd um rithöfund­ inn Sławomir Mrozek og umræð­ ur um verk hans voru haldnar á vegum Lestrarhátíðar Reykjavík­ ur bókmenntaborgar. Pólskir bíó­ dagar voru haldnir á Egilsstöð­ um og kvikmyndasýningar voru haldnar fyrir börn á Bókasafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs.“ Meðal annarra verkefna á árinu nefnir hún kvikmyndaverkefni fyrir blinda í samstarfi við Bíó Paradís, ferðaskrifstofan Ultima Thule hefur kynnt pólska og ís­ lenska kvikmyndagerð í báðum löndum auk þess sem pólska sendiráðið á Íslandi skipulegg­ ur pólska bíódaga á hverju ári. „Í ár var sérstakur pólskur fókus á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, þar sem yfir 30 pólskar kvikmyndir voru á dag­ skrá. Árið 2016 var sérstaklega helgað pólskum kvikmyndum með verkefninu Pólska bíóárið.“ Góð samvinna Helsta ástæða þess eru möguleik­ ar á styrkjum frá EEA, pólska menningarmálaráðuneytinu, kvik­ myndamiðstöð Póllands og Adam Mickiewicz­stofnuninni. Pólsk menning er sýnileg á flestum ís­ lenskum menningarhátíðum og listviðburðum. Pólski kvikmynda­ leikstjórinn Krzysztof Kieslowsky vakti m.a. mikla athygli á níunda og tíunda áratugnum fyrir mynd­ ir sínar um frönsku fánalitina, „Rauður“, „Hvítur“ og „Blár“. Af nýrri pólskum kvikmyndum sem hafa vakið alþjóðlega athygli má nefna „Ida“ frá árinu 2013. Mynd­ in hlaut Óskarsverðlaun sem besta erlenda kvikmyndin árið 2015 og var sýnd í Bíói Paradís í tengslum við Pólska bíóárið. Pólska bíóárið er fjármagn­ að af menningarmála­ og þjóðar­ arfsráðuneyti Póllands og pólsku kvikmyndamiðstöðinni. „Verkefn­ ið hefði þó aldrei orðið að raun­ veruleika án aðstoðar allra þeirra íslensku samstarfsaðila sem lögðu hönd á plóg. Má þar helst nefna Bíó Paradís, RIFF, Stockfish, Pólska sendiráðið á Íslandi, Kópa­ vogsbæ, Fljótsdalshérað, Hafn­ arfjarðarbæ, Reykjavíkur borg, Hótel Reykjavík Marina, Skjald­ borgarhátíðina og Reykjavík bók­ menntaborg. „Á markaðnum verð ég með föt úr línunni H­Zero og handpússuð speglahálsmen sem við Helga Kjer­ úlf vinnum saman úr úrkasti frá speglaverksmiðju. Við Helga settum á fót Usee Studíó í sumar og merkið mitt, Halla Zero, er komið þar undir. Hugmyndafræði Usee er að vinna með úrkast fyrirtækja og stofnana og þróa þann efnivið áfram í falleg­ ar vörur,“ útskýrir Halla Hákonar­ dóttir fatahönnuður. Halla er ein þeirra hönnuða og listamanna sem taka þátt í jólamarkaði Norræna hússins á sunnudaginn en á mark­ aðnum er lögð áhersla á endurhönn­ un og umhverfisvæna hönnun. „Flíkurnar mínar eru unnar út frá sníðagerð þar sem ekkert efni fer til spillis en alla jafna fara að minnsta kosti 14 prósent efnisins í ruslið við venjulega sníðagerð. Ég er að þróa sníðaaðferð þar sem hver einasti bútur er nýttur,“ útskýrir Halla. „Þegar ég er búin að púsla saman flík og einn bútur er eftir verður hann oft að vasa sem setur punktinn yfir i­ið. Efnin sem ég nota í flíkurnar koma yfirleitt úr lager­ um sem eru ekki starfræktir leng­ ur og eru að losa sig við efnin. Við kaupum einnig efni af góðgerðar­ verslunum bæjarins sem við notum í tilraunastarfsemi og í þróun á vör­ unni,“ segir Halla og viðurkennir að það geti verið talsverð áskorun að vinna með það sem stendur til boða en velja sér ekki efniviðinn. Efnið sem hún fær í hendurnar ræður ferðinni. „Nú erum við í Usee Studio að vinna með velúr, einfaldlega af því við komumst yfir mikið af því efni. En eins og ástandið er í dag þýðir ekkert annað en að hugsa hlutina út frá hráefninu, bæði frá umhverf­ is­ og mannúðarsjónarmiðum. Það fylgir ákveðin alvara efniviðnum sem þó má ekki kæfa sköpunar­ gleðina og tilraunamennskuna. Efniviðurinn getur orðið að hverju sem er, ekki endilega flík. Okkur langar til dæmis að vinna verkefni tengd gjörningalist og sviðsmynd­ um og vinna með lista­ og tónlistar­ fólki.“ Línan Usee Reflection saman­ stendur af handpússuðu skarti úr speglum sem Halla og Helga unnu úr afgöngum frá speglaverk­ smiðju. Hún segir það þó hafa komið ánægjulega á óvart, þegar þær föl­ uðust eftir afgöngum hjá ólíkum verksmiðjum, hvað lítið stendur út af við framleiðsluna. „Verksmiðjur eru í dag meðvit­ aðri um þessa hluti og það er fagn­ aðarefni. Við Helga viljum meina að þann dag sem við förum á hausinn með þessa hugmynd okkar er útópí­ an orðin að veruleika, ekkert rusl til handa okkur að vinna úr.“ Nánar má forvitnast um hönn­ un og vörur Höllu og Helgu á www. usee.is. Þá verða vörurnar á jóla­ markaði Norræna hússins og í jóla­ dagatali Hönnunarmiðstöðvar. Halla Hákonardóttir og Helga Kjerúlf hafa sett á fót hönnunarstúdíó sem gengur út á að búa til vörur úr efni sem annars væri hent. Þær taka þátt í jólamarkaði Norræna hússins á sunnudag en þema markaðarins er endurnýting. myNd/ErNir Flíkurnar í H-Zero línunni eru sniðnar þannig að ekkert efni fer til spillis. myNd/UsEE.is speglahálsmen Usee studio eru úr afgöngum frá speglaverksmiðju. myNd/UsEE.is úrkaSt oG afGanGar í hönnun Halla Hákonardóttir fatahönnuður tekur þátt í jólamarkaði Norræna hússins á sunnudaginn en þar er lögð áhersla á endurhönnun, umhverfisvæna hönnun og fræðslu. Halla setti á fót Usee Stúdíó í sumar ásamt Helgu Kjerúlf. „Árið hefur verið mjög spennandi og fullt af skemmtilegum viðburðum,“ segir Ewa marcinek, verkefnastjóri hjá indygo Agata szakiel. myNd/EyÞÓr PólSk bíóveiSla Senn á enda Pólska bíóárið kynnir Pólska bíóárinu 2016 lýkur í desember með fjórum sýningum en verkefnið er helgað sýningum pólskra kvikmynda á Íslandi. Í ár hafa t.d. verið sýndar kvikmyndir á kvikmyndahátíðunum RIFF og Stockfish. ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is 9 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T U d A G U r4 F ó l k ∙ k y n n i n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l 0 9 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 9 C -D 8 9 C 1 B 9 C -D 7 6 0 1 B 9 C -D 6 2 4 1 B 9 C -D 4 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.