Fréttablaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 22
Byggingarnar hrundu ekki, þær urðu að dufti. Á alþjóðadegi fatlaðs fólks 2016 liggja fyrir drög að nýrri Framkvæmdaáætlun í mál- efnum fatlaðs fólks fyrir tímabilið 2017-2021, sem er langt og ítarlegt plagg. Þegar rennt er yfir drögin með gleraugum hreyfihamlaðra einstaklinga (sem og allra fatlaðra) koma upp fjölmargar spurningar og því miður vissar efasemdir. Sér- staklega þegar tekið er mið af raun- niður stöðu fyrri framkvæmdaáætl- unar sem er búin að vera við lýði frá 2012 og því miður er fjölmargt þar sem alls ekki hefur raungerst, þó vissulega hafi einstaka atriði náð fram að ganga. Hér eru bara tvö dæmi tiltekin sem ekki hafa raungerst. Notenda- stýrð persónuleg aðstoð (NPA) er enn þá á ís og því enn skilgreind sem tilraunaverkefni. Afar brýnt er að NPA verði lögfest á næstunni, enda hafa flestir stjórnmálaflokkar sett það á stefnuskrá sína fyrir ný- afstaðnar kosningar. Kveðið er á um margs konar réttindi fatlaðra og þ.m.t. NPA í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir að samningurinn hafi verið undirritaður og núna fullgiltur þá hafa allt of fá réttindi sem þar eru tiltekin raungerst. Því er gífurlega mikilvægt að samningurinn verði lögfestur á fyrstu vikum nýs lög- gjafarþings. Langt í land Takmörkun á aðgengi allra almenningssamgangna. Þar er langt í land en eðlileg og sann- gjörn krafa hreyfihamlaðra er að t.d. almenningsvagnar sem ganga út um landið allt verði að vera aðgengilegir öllum, en ekki bara almenningsvagnar sem ganga innan höfuðborgarsvæðisins og í stærstu bæjum landsins. Þá er spurt, hver á að greiða fyrir það? Eðlilegt er að ríkið setji eitthvað af því fjármagni sem fer í að greiða niður almenningssamgöngur í landinu í að bæta aðgengi allra að þeim. Gerð hefur verið krafa til SSH (Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu) í rúm þrjú ár að hluti stofnleiða verði gerður aðgengilegur með því að taka fyrst og fremst biðstöðvarnar í gegn. Áhugi SSH hefur ekki verið fyrir hendi og engin raunveruleg breyt- ing því í augsýn. Ekki er mikil bjartsýni á að ný framkvæmdaáætlun breyti miklu þar um, því flöskuhálsinn er ávallt að afar takmarkað fjármagn fylgi svona áætlunum þó margir komi að og mikil vinna liggi að baki (með tilheyrandi kostnaði), þann- ig að þær enda allt of oft sem eins konar óskalisti sem tekur sig vel út á glærukynningum. Jafnvel hafa dómar bæði í héraði og Hæsta- rétti staðfest þetta einnig. Má þar nefna nýlegan dóm Hæstaréttar í máli fatlaðrar konu sem vildi búa heima hjá sér, en fær ekki meiri stuðning Reykjavíkurborgar en sem nemur annarri hverri viku. Dómur féll gegn henni. Þá er mál Samtaka endurhæfðra mænu- skaddaðra í héraðsdómsmáli gegn Reykjanesbæ varðandi fasteign vegna samkomustaðar í Reykja- nesbæ sem er á annarri hæð án lyftu. Málið var dæmt Reykjanesbæ í vil. Í báðum tilfellum var vísað í margumræddan samning. Dóm- stólar benda hins vegar á að hann hafi enn ekkert lagalegt gildi í dag. Því er spurt hvort raunverulega standi einhver sannfæring að baki nýrrar framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks, annað en óskir um betri tíð og blóm í haga til hana fötluðum landsmönnum? Spyr sá sem ekki veit. Raunveruleg framkvæmdaáætlun, óskalisti eða plagg til einskis? Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar Þrátt fyrir að samningurinn hafi verið undirritaður og núna fullgiltur þá hafa allt of fá réttindi sem þar eru tiltekin raungerst. Því er gífurlega mikilvægt að samningurinn verði lögfestur á fyrstu vikum nýs löggjafar- þings. Á fullveldisdaginn, 1. desem-ber síðastliðinn, birtist grein hér í blaðinu eftir Sölva Jónsson; Dagurinn þegar Banda- ríkin réðust á sjálf sig. Mig langar til að impra á nokkrum atriðum af því tilefni. Viss tvíhyggja hefur ríkt í viðbrögðum við þessum atburði, 11. september 2001. Annars vegar eru þeir sem taka hina opinberu skýringu góða og gilda, skýringu stjórnvalda, hins vegar þeir sem gera það ekki og telja útilokað að tvíburaturnarnir hafi hrunið vegna brennandi flugvélaeldsneytis. Sá síðari er eins konar regnhlífar- samtök ýmissa hópa sem kalla sig „911-truthmovements“. Málflutn- ingurinn þar hefur einkennst af því að árásirnar hafi verið innan- búðarverk, eins og titill greinar Sölva vísar til. Og í framhaldi af því, að byggingarnar, tvíburaturnarnir ásamt byggingu 7 (47 hæða), hafi verið eyðilagðar með skipulegum hætti, sprengiaðgerðum. Nú nefni ég til sögunnar, þriðja kostinn, sem reyndar hefur orðið fyrir miklu aðkasti frá báðum hinum fylkingunum. Þetta er kona að nafni Judy Wood. Menntun hennar gerir hana einstaklega hæfa til að rannsaka þennan atburð. Hún er byggingarverkfræðingur, véltæknifræðingur ásamt því að vera doktor í efnaverkfræði með sérhæfingu í samruna ólíkra efna. Judy Wood hóf að rannsaka þenn- an atburð frá fyrsta degi, afrakstur- inn birtist 2008 með bók hennar Where did the Towers go? Evidence of direct free-ener technology on 9/11. Þar sýnir hún fram á, að hvorki brennandi flugvélaelds- neyti, né sprengiefni af nokkru tagi, geti útskýrt hvað gerðist. Þó engar sannanir hafi fundist, hvorki um aðkomu flugvéla né sprengiefna, í „hruni“ bygginganna, er ekki þar með sagt að slík fyrirbæri hafi ekki komið við sögu. Að eyðileggja byggingu með sprengiaðgerðum er flókið verk og getur auðveldlega farið úrskeiðis. Að koma 110 hæða tvíburaturnum fullkomlega lóðrétt niður í grunn- flöt sinn með sprengjum, er úti- lokað. Í öðru lagi væri mjög erfitt ef ekki ómögulegt, að samhæfa slíkar aðgerðir með fjarstýringu. Að auki væri undirbúningurinn svo viða- mikill og tímafrekur, að slíkt færi varla framhjá nokkrum manni. Ekkert af þessu stemmir við það sem gerðist. Byggingarnar hrundu ekki, þær urðu að dufti. Hvor tví- buraturn vó u.þ.b. 500 þúsund tonn. Báðir turnarnir, ásamt WTC-7 vógu vel yfir milljón tonn. Ef allt þetta hlass hefði fallið óhindrað til jarðar, hefði það valdið því að undirlagið, sem líkja má við bað- kar, hefði brostið og Hudsonáin flætt inn á Manhattan. Ekkert slíkt gerðist, meira að segja var neðan- jarðarkerfið undir byggingunum nánast óskemmt. „Hrunið“ mældist mjög lítið á jarðskjálftamælum. Fleiri byggingar eyðilögðust eða skemmdust verulega í WTC-sam- stæðunni, WTC-3 (22 hæða) og WTC-4 (9 hæða), eyðilögðust að mestu. WTC-5 (9 hæða) og WTC-6 (8 hæða) skemmdust verulega. Að lokum vitna ég í bók Judy Wood á bls. 171, þar sem Jay Jonas brunaliði lýsir upplifun sinni. Hann komst af ásamt þrettán öðrum félögum sínum: „Ég skimaði um allt í kringum mig og sagði, strákar! Það voru víst 106 hæðir fyrir ofan okkur og nú sé ég sólarljósið … Ekkert er fyrir ofan okkur. Þetta háhýsi er ekki lengur til. Þetta voru stærstu skrifstofubyggingar veraldar og ég sé ekki eitt einasta skrifborð eða skrifstofustól eða þá síma, ekki neitt.“ Hvað varð um turnana? Um þessar mundir er jóla-undirbúningurinn í fullum gangi á flestum íslenskum heimilum. Annar sunnudagur í aðventu liðinn og sá þriðji rétt handan við hornið. Æ fleiri jóla- seríum er stungið í samband og margir farnir að huga að jólasteik- inni. Börnin föndra jólaskraut í skólanum og innan skamms kemur fyrsti jólasveinninn til byggða. En hvað eru þessi jól og til hvers höldum við upp á þau? Við höldum upp á jólin í svart- asta skammdeginu, þegar sólin og sumarið er eins langt frá okkur og það getur orðið. Í heiðnum sið héldu menn stórar jólaveislur með mat og drykk og voru þær hugs- aðar til að létta biðina eftir vori og lífga sálaryl. Ekki svo vitlaust. Þegar ég var barn héldum við upp á jólin til að fagna fæðingu frelsarans. Það er svolítið tabú viðhorf í íslensku samfélagi í dag. Skólarnir eiga helst að sleppa því að fara með börnin í kirkju fyrir jólin þar sem við erum jú mistrúuð og í hinum ýmsu trú- félögum. En hvað gerist þegar við förum í kirkju? Margir upplifa sér- stakt andrúmsloft sem gæti stafað af því að í kirkjum er yfirleitt hátt til lofts og vítt til veggja enda hannaðar með ákveðið hlutverk í huga. Aðrir heillast af arkitekt- úrnum. Enn öðrum finnst gaman að syngja og ganga þess vegna í kirkjukórinn. Svo eru aðrir sem fara í kirkju til að fá tækifæri til að ræða við hinn heilaga anda. Það er kannski bara svolítið ævintýri að fá að koma inn í kirkju. Hvað gerum við þegar við förum til útlanda? Við förum meðal annars að skoða kirkjurnar og trúarhofin sama hverrar trúar við erum því það er eitthvað við þessar byggingar sem heillar okkur hvort sem það er skrautið, stóru rýmin, athafnirnar eða hvað sem er annað. Við skiptum hins vegar fæst snarlega um trú við eina heimsókn í kirkju eða annars konar trúarhof. Hollt að læra um sem flest trúarbrögð Trúin er yfirleitt eitthvað sem við fáum með uppeldinu og finnum svo einhvern tíma á lífsleiðinni hvort hún á við okkur eða ekki. Það er voðalega erfitt að fá einhvern sem trúir til að hætta að trúa og eins að fá einhvern sem ekki trúir til að trúa. Enda þótt trúarbrögð hafi í gegn um tíðina oft verið notuð til misjafnra verka og valdið allt of mörgum stríðum og hörmungum þá eru þau í grunninn ekkert nema hjálpartæki einstaklingsins. Við höfum öll val, enginn veit hvort þú trúir nema þú og það kemur heldur engum við. Ég tel að það sé hollt að læra um sem flest trúarbrögð og kynnast boðskap þeirra og menningu. Við ættum þess vegna að velta því fyrir okkur hvort þessar kirkjuheim- sóknir eru trúboð eða kannski bara eitt lítið jólaævintýri sama hvort við höldum upp á jólin til að stytta biðina eftir vori, fagna fæðingu frelsarans eða nýtum tækifærið til að fá frí frá vinnu eða skóla. Gleðileg jól! Þegar líður að jólum – Hugleiðing í skammdeginu Ari Tryggvason stuðningsf. LSH og vagnstjóri hjá Strætó b.s. Ásta Sigríður Olgeirsdóttir háskólanemi Trúin er yfirleitt eitthvað sem við fáum með uppeld- inu og finnum svo einhvern- tíma á lífsleiðinni hvort hún á við okkur eða ekki. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 9 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T U d A G U r22 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 9 C -A 2 4 C 1 B 9 C -A 1 1 0 1 B 9 C -9 F D 4 1 B 9 C -9 E 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.