Fréttablaðið - 09.12.2016, Side 64
Þegar maður byrjar
Þá verður Þetta
svolítið ávanabindandi.
GLAMOUR ER KOMIÐ ÚT!
Tryggðu þér eintak í næstu verslun
eða áskrift á Glamour.is.
200
blaðsíður
2
forsíður
GLAMOUR ER KOMIÐ ÚT!
Tryggðu þér eintak í næstu verslun
eða áskrift á Glamour.is.
200
blaðsíður
2
forsíður
GLAMOUR ER KOMIÐ ÚT!
Trygg u þér eintak í næstu verslun
eða áskrift á Glamour.is.
200
blaðsíður
2
forsíður
Skartgripahönnuðirnir Orri Finnbogason og Helga G. Frið-riksdóttir, sem hanna undir
merkinu Orrifinn Skartgripir, senda
frá sér sína fimmtu skartgripalínu
í dag. Línan kallast Milagros og er
innblásin af ferðalagi þeirra um
Mexíkó og Perú. „Já, í fyrra fórum
við í þessa langþráðu reisu og lögð-
um mikla áherslu á að skoða forn-
leifar og gömul hof sem Astekar,
Majar og Inkar hafa skilið eftir sig,“
segir Helga.
Þegar heim var komið hófst hug-
myndavinna fyrir nýju línuna. „Í
hugmyndavinnunni urðu þessir
litlu gripir sem skreyta mexíkóskt
umhverfi ofan á, þeir kallast á
spænsku milagros sem má þýða
sem „kraftaverk“ og þaðan dregur
línan nafn sitt. Þeir eru oft í laginu
eins og hjörtu, útlimir, beinagrind-
ur og í raun hvað sem er.“
„Þegar við fórum að kynna okkur
þetta betur þá kom í ljós að upp-
runalegi tilgangurinn með þessum
gripum er að heita á eitthvað eða
biðja fyrir bata. Áheitagripirnir
eru gjarnan í formi líkamshluta
eða líffæra því oft vill biðjandinn
kalla eftir bata af líkamlegu eða
andlegu meini. Táknið getur verið
bókstaflegt en þarf ekki að vera það.
Ef hjarta er til dæmis lagt á helgan
stað má biðja um bata af líkam-
legu hjartameini en líka um bata af
ástarsorg. Okkur þótti þetta mjög
fallegur siður.“
Í línunni notast þau Helga og Orri
mestmegnis við form mannabeina.
„Við studdumst við hugmyndina
á bak við þessa áheitagripi en við
útfærðum gripina með formum
mannabeina. En til viðbótar við
mannabein notuðum við líka hjart-
að. Hjartað er það líffæri sem ræður
oft huganum. Það er sterkt líffæri
sem við tengjum flest við. Það er svo
ljóðrænt og fallegt,“ útskýrir Helga.
Allir gripir línunnar eru úr silfri
og bronsi, fyrir utan hjartað. Það
er úr gulli. „Já, hjartað verður að
vera úr gulli. Það er skemmtilegur
„konstrast“ í því að blanda gylltu
hjarta saman við mannabein úr
silfri og bronsi. Svo notum við líka
ferskvatnsperlur í línunni, til að
gera þetta ennþá meira rómantískt
og grand.“
Nýja skartgripalínan verður
frumsýnd í kvöld í kokteilboði á
Jacobsen Loftinu klukkan 19.00.
Þar verða einnig til sýnis ljós-
myndir af Milagros-línunni eftir
Sögu Sigurðardóttur. „Við höfum
unnið með Sögu áður og samstarf
okkar hefur verið farsælt, hún skilur
okkur og við höfum mikla trú á
henni.“
Hjartað er úr skínandi gulli
Svala Björgvins fékk sér uglu og origami-ein-hyrning úr einni af sínum uppáhaldskvikmyndum. „Blade Runner er ein af mínum uppáhalds-
bíómyndum. Hún hefur veitt
mér innblástur í gegnum árin, í
minni tónlist, fatahönnun og allri
sköpun. Ég fékk mér ugluna sem
var í myndinni en hún var eins
konar eftirmynd af alvöru uglu. Í
myndinni eru nefnilega flestöll dýr
útdauð og uglan í Blade Runner
er véldýr sem lítur nákvæmlega
út eins og alvöru ugla. Svo fékk ég
mér origami-einhyrninginn sem er
mjög táknrænn í bíómyndinni.“
Ugluna fékk Svala sér á fram-
handlegginn en einhyrninginn
fékk hún á innanverðan upp-
handlegg og er himinlifandi með
útkomuna. „Það var hann Haukur
Færseth hjá Memoria Collective
sem hannaði tattúin og flúraði
þau bæði. Hann hefur gert þrjú
flúr á mig en þetta er í annað sinn
sem ég fer á Memoria Collective.
Í minni fyrstu heimsókn þangað
fékk ég mér rosalega fallegan örn
í „traditional“-stíl á upphandlegg.
Ég var svo svakalega
ánægð með hann
þannig að ég ákvað að
leita aftur til Memoria
Collective með þessi tvö
nýju flúr.“ Svala segir andrúms-
loftið á þeirri húðflúrstofu vera
vinalegt og það skipti hana
máli. „Svo eru þeir líka afar
hæfileikaríkir listamenn og
fagmannlegir. Ég mæli ein-
dregið með þeim.“
Ávanabindandi áhugamál
Svala kveðst vera rétt að
byrja. „Já, ég á eftir að fá
mér mun fleiri húðflúr. Ég
er alls ekki hætt. Ég er með
„full sleeve“-tattú á hægri
handlegg sem nær frá öxl
niður á úlnlið og það er
japanskt verk eftir vin-
konu mína, Sofiu. Svo er
ég með „sugarskull“, dreka
og rosalega stóran svartan
pardus á mjóbakinu til við-
bótar við þau flúr sem ég
fékk á Memoria Collective.
Þetta eru sjö tattú allt í allt
en í „full sleeve“-tattúinu
eru auðvitað mörg verk sem
svala fékk sér
tvö ný tattú
Tónlistarkonan svala björgvinsdóttir
er forfallin áhugakona um húðflúr
og skartar nokkrum flúrum sjálf.
Nýverið fékk hún sér tvö ný tattú
á handleggina sem eru innblásin af
kvikmyndinni Blade Runner.
Uglan úr Blade Runner á framhandlegg Svölu.
Origami-einhyrningurinn fékk sama-
stað á upphandleggnum.
Fyrsta tattúið sem Svala fékk sér á húð-
flúrstofunni Memoria Collective.
Áhugasamir geta fylgst
með framhaldinu og
því sem á daga Svölu
drífur á Instagram
undir svalakali.
sameinast í eitt,“ útskýrir Svala sem
segir húðflúr vera ávanabindandi.
„Þegar maður byrjar þá verður
þetta svolítið ávanabindandi. Svo
eru líka svo margir æðislega hæfi-
leikaríkir húðflúrlistamenn sem
mann langar að vinna með og fá
listaverk eftir. Alveg óendanlega
mikið af verkum sem mann langar í.“
gudnyhronn@365.is
Helga og Orri hanna undir merkinu Orrifinn.
Mynd eftir Sögu Sig fyrir Milagros-
skartgripalínuna. LjóSMynd/Saga SIg
9 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T U d A G U r44 L í F i ð ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Lífið
0
9
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
9
C
-C
E
B
C
1
B
9
C
-C
D
8
0
1
B
9
C
-C
C
4
4
1
B
9
C
-C
B
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
A
F
B
0
7
2
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K