Fréttablaðið - 09.12.2016, Side 34
Útgefandi
365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301
UmSjónarmaðUr aUglýSinga
Jóhann Waage| johannwaage@365.is | s. 512-5439
ÁbyrgðarmaðUr
Svanur Valgeirsson
Veffang
visir.is
Á upphafsárum netverslunar voru
öryggismálin ekki í eins miklum
forgangi og í dag enda innbrot
eða netsvik ekki eins algeng áður
fyrr. Af þeim sökum var auðveld
ara fyrir meinfýsna neytendur að
eiga við innihald þess sem birt
ist á skjánum. Jafnvel var hægt
að breyta verði á vörum áður en
kaupin voru kláruð eða fá sendar
vörur án þess að greiða fyrir þær
segir Íris Kristjánsdóttir, for
stöðumaður viðskiptaþróunar hjá
fyrirtækinu Syndis, sem sérhæfir
sig í öryggismálum í upplýsinga
tækni. „Tölvuinnbrot og alvarleg
ir glæpir hafa átt sér stað og sýnt
fram á að tæknilegt öryggi þess
hugbúnaðar sem netverslanir
keyra á hefur ekki verið fullnægj
andi. Einnig má minnast þess að
samskiptin við netverslanir voru
oftar en ekki án dulkóðunar áður
fyrr og jafnvel þegar kortagögn
fóru á milli. Í dag yrði slíkt mis
notað samstundis.“
Netverslanir og öryggi þeirra
er þó mun tryggara í dag segir
Íris. „Stór og afdrifarík innbrot
hafa vakið þó nokkra upp og sýnt
fram á hversu nauðsynlegt það er
að hafa öryggið í lagi. Netsvik og
þjófnaður hefur aukist gríðarlega
eins og flestir sem reka netversl
anir þekkja og gera nú ráð fyrir.
Krafan í dag er að öll samskipti
séu dulkóðuð og miklar kröfur
eru gerðar til rekstraraðila sem
eru að taka við kreditkortum og
persónugreinanlegum upplýsing
um á vefsíðum sínum.“
Ný straNgari löggJöf
Þeir sem reka netverslanir verða
samt að gera sér betur grein fyrir
mikilvægi þeirra upplýsinga sem
þeir halda utan um og varða við
skiptavini þeirra og hvernig og
hvar þeir geyma þessar upplýs
ingar. „Nýju evrópsku persónu
verndar lögin, sem taka gildi 2018,
setja fyrirtækjum sem annað
hvort geyma eða miðla persónu
greinanlegum upplýsingum mjög
strangar reglur hvað þetta varð
ar og sektir við brotum eru gífur
lega háar og myndu knésetja mörg
fyrirtækin. Það er alveg á hreinu
að það að tryggja tæknilega ör
yggið fyrirfram er mun ódýrara
en að lenda í slíkum sektum. Ekki
er nóg að beita eingöngu reglum
til að tækla þetta vandamál því
tölvuinnbrot eru af tæknilegum
toga.“
Aðspurð hvernig íslenskar net
verslanir standi sig þegar kemur
að öryggismálum segir hún erfitt
að fullyrða eitthvað um slíkt. Það
sé mjög mismunandi eftir fyrir
tækjum og hversu alvarlega þau
taki á öryggismálum. „Kortafyrir
tækin taka öryggismál mjög al
varlega en þau geta ekki borið
ábyrgð á öryggi netverslana.
Sumir eru með sín mál alveg á
hreinu og ganga úr skugga um að
hlutir séu í lagi, allt frá reglum og
til þess kóða sem knýr undirliggj
andi netverslanir. Aðrir treysta á
hýs ingar aðila eða annars konar
aðkomu þar sem ábyrgð er lögð
á herðar annars aðila. Slíkt getur
verið mjög óheppilegt því ábyrgð
á öryggismálum, netsvikum og
þjófnaði mun ávallt liggja hjá eig
anda viðkomandi fyrirtækis eða
netverslunar. Með tilliti til tækni
legs öryggis, þá höfum við oft séð
slæmt ástand á öryggi íslenskra
netverslana þar sem viðkvæmar
upplýsingar viðskiptavina eru að
gengilegar tölvuþrjótum. Oftar en
ekki er það bara heppni að alvar
leg atvik hafa ekki átt sér stað.“
farið varlega
En fyrst og fremst þarf hver og
einn notandi að bera ábyrgð á
tölvubúnaði sínum, vera með
góða vírusvörn og hleypa öllum
öryggis uppfærslum á hugbúnaði
í gegn segir Íris. „Einnig þarf að
gæta að því að netverslunin sé að
nota dulkóðuð samskipti (https
fyrir framan slóðina) og ekki nota
kreditkort þar sem dulkóðun er
ekki til staðar. Svo er það bara al
menna reglan, að fara varlega. Ef
t.d. nýjar netverslanir eru með til
boð sem virðast of góð til að vera
sönn eru þau það venjulega. Oft
eru það meinfýsnir aðilar sem eru
á bak við slíkar síður og verslan
ir. Þeir senda tölvupóst eða aug
lýsa á samfélagsmiðlum gylliboð
með það að markmiði að fá neyt
endur til að smella á slóðir og slá
inn notenda og kreditkortaupp
lýsingar.“
Það er líka auðvelt fyrir neyt
endur að framkvæma eigin rann
sókn í dag á netverslunum með
því að gúgla viðkomandi síðu að
sögn Írisar. „Þá kemur sannleik
urinn yfirleitt í ljós. Það er líka
góð regla að vera ekki með sama
notandanafn, sem oft er bara net
fang, og lykilorð inn á allar síður
því ef einhver kemst að lykilorði
þínu á einum stað getur sá hinn
sami verið kominn með aðgang að
flestum öðrum síðum sem þú ert
að nota.“
netsvik og þjófnaður
hefur aukist gríðarlega
eins og flestir sem reka
netverslanir þekkja og
gera nú ráð fyrir.
Íris Kristjánsdóttir
Starri freyr
jónsson
starri@365.is
Íris Kristjánsdóttir, forstöðumaður
viðskiptaþróunar hjá Syndis.
nauðsynlegt að hafa öryggið í lagi
Margt hefur breyst í öryggismálum netverslana frá því þær komu fyrst fram á sjónarsviðið. Ný evrópsk
persónuverndarlög taka gildi 2018 og setja fyrirtækjum sem annaðhvort geyma eða miðla persónugreinanlegum
upplýsingum mjög strangar reglur. Fyrst og fremst þarf hver og einn notandi að bera ábyrgð á tölvubúnaði sínum.
Á upphafsárum netverslunar voru öryggismálin ekki í eins miklum forgangi og í dag enda innbrot eða netsvik ekki eins algeng áður fyrr. nordicphotoS/getty
ÍSLENSKA NETVERSLUNIN
www.heimkaup.is | Smáratorgi 3 | 201 Kóp. | S: 550-2700
Yfir 25.000 vörur í einum smelli.
STÆRSTA
Jólapakkarnir sem við erum með núna
er samansafn af okkar vinsælustu vörum, allir pakkarnir eru á
20% afslætti fram að jólum.
Við seljum meðal annars tannhvíttun, snyrtivörur, húð og hárvörur.
www.alena.is
Dalbraut 1, 105 rvk.
Alena.is
sérhæfir sig í
Cruelty free
snyrtivörum sem
henta öllum.
netVerSlUn Kynningarblað
9. desember 20162
0
9
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
9
C
-B
1
1
C
1
B
9
C
-A
F
E
0
1
B
9
C
-A
E
A
4
1
B
9
C
-A
D
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
7
2
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K