Fréttablaðið - 09.12.2016, Side 39

Fréttablaðið - 09.12.2016, Side 39
Talið er að fjögurra manna fjölskylda eyði um 215 þúsund krónum til jólahalds í ár. NordicphoTos/GeTTy Vaxandi hagvöxtur og aukin einka- neysla gefa vísbendingu um að velta smásöluverslunar nái nýjum hæðum í aðdraganda jóla, segir í spá Rannsóknaseturs verslunar- innar sem gefin var út í nóvember. Rannsóknasetrið áætlar að jóla- verslunin aukist um 10,3 prósent frá síðasta ári. Gert er ráð fyrir að velta í verslunum án VSK verði um 85 milljarðar króna í nóvem- ber og desember en var á sama tíma í fyrra 77 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir mun meiri vexti í jólaverslun á milli ára en sést hefur allt frá bankahruninu 2008 en í fyrra var vöxtur jólaverslun- arinnar 6,6 prósent frá árinu áður. Talið er að hver Íslendingur muni að jafnaði eyða rúmlega 53 þúsund krónum til innkaupa þessa tvo mánuði. Í fyrra nam þessi upphæð 49.156. Ef tekið er dæmi af fjögurra manna fjölskyldu má gera ráð fyrir að hún verji í ár um 215 þúsund krónum til jólahalds. Jólaverslun hefur verið að fær- ast í meiri mæli á netið og einhver hluti neytenda kaupir allar eða hluta jólagjafa á netinu, ýmist frá innlendum eða erlendum netversl- unum. Í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar greinir frá því að velta þeirra verslana sem skráðar eru í atvinnugreinaflokk netversl- ana hjá Hagstofunni hafi fyrir síð- ustu jól verið 14,6 prósent meiri en árið áður og umtalsverður vöxtur sé einnig í netverslun Íslendinga frá útlöndum. Á fyrstu níu mán- uðum ársins voru sendingar úr er- lendum netverslunum sem Íslands- póstur sá um flutning á fjórðungi fleiri en á sama tímabili árið áður. eyða um 215 þúsund krónum til jólahalds klaran.is klaran13 Abeego. Náttúrulegar og endurnýtanlegar matvæla- umbúðir úr býflugnavaxi. Gerir það að verkum að maturinn geymist mun lengur. Til í ýmsum stærðum. Verð á pakka frá 3.500,- krónum. Netverslunin Klaran.is selur eldhúsvörur, auk flottrar gjafavöru Verslunin er ánægð að vera með umhverfisvænar og endurnýtanlegar vörur til sölu og ávallt bætist við úrvalið. Mikið af vörunum eru handunnar og/eða koma frá litlum fjölskyldufyrirtækjum. Netverslun er á www.klaran.is www.dalpay.is www.snjallposi.is Vantar þig greiðslulausn? Heimurinn er eitt markaðssvæði sem getur verið þitt. DalPay er öflugur samstarfsaðili fyrir þig, hvort sem þú vilt taka við greiðslum á vefsvæði eða í verslun. Hafðu samband við okkur í síma 412-2600 til að sjá hvað við getum gert fyrir þig. HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER #BYLGJANBYLGJAN989 ÞORGEIR, KRISTÓFER OG BRAGI OG MÁLEFNI LÍÐANDI STUNDAR REYKJAVÍK SÍÐDEGIS ER Í LOFTINU MILLI KL. 16:00 - 18:30VIRKA DAGA Kynningarblað NeTversluN 9. desember 2016 7 0 9 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 9 C -B 1 1 C 1 B 9 C -A F E 0 1 B 9 C -A E A 4 1 B 9 C -A D 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.