Fréttablaðið - 09.12.2016, Page 2
Veður
Norðaustan 18 til 28 við suðaustur-
ströndina, hvassast í Öræfasveit og undir
Eyjafjöllum og með vindhviðum allt
að 40 m/s. Annars staðar norðaustan
10-18, hvassast norðvestan til. Rigning
suðaustan til og á Ströndum, él NA-lands
en annars úrkomulítið. sjá síðu 28
Nemar byrjaðir í prófatörn
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400
HÁGÆÐA JÓLALJÓS
LED
Mikið úrval vandaðra LED útisería
fyrir fyrirtæki, húsfélög og heimiliFrá Svíþjóð
Opið virka daga kl. 11-18
og laugardaga frá 26. nóv. Grillbúðingrillbudin.is
VELDU
SEM END
AST
OG ÞÚ SPARA
R
JÓLAL
JÓS
samfélag Bæjarráð Garðabæjar
tók fyrir bréf Björns Leifssonar,
eiganda World Class, varðandi lóð
við sundlaugina í Ásgarði á fundi
sínum í gær.
Samkvæmt bréfi Björns er ætl-
unin að reisa um 1.500-1.700 fer-
metra húsnæði við norðvestur-
enda íþróttahússins. Yrði þar
heilsuræktarsalur og þrír leik-
fimisalir auk aðstöðu fyrir barna-
gæslu. Vill Björn að gerður verði
sérstakur eignaskiptasamningur
milli fyrirtækisins og bæjarins
um mannvirkin og lóðina auk
hefðbundins lóðarleigusamnings.
Lýkur hann bréfinu á að verði
viðbrögð við erindinu jákvæð
sé hann tilbúinn til frekari við-
ræðna.
Bæjarráð vísaði málinu til nán-
ari skoðunar Gunnars Einars-
sonar bæjarstjóra. – bb
World Class vill
koma Garð-
bæingum í form
sveitarstjórnir Bæjarráð Reykja-
nesbæjar hefur ákveðið að boða til
íbúafundar vegna loftmengunar frá
kísilmálmverksmiðju United Silicon
í Helguvík. Íbúar Reykjanesbæjar
hafa kvartað mikið undan mengun
frá verksmiðjunni frá því að hún var
sett á laggirnar. Mikill útblástur sé og
súr reykjarlykt liggi yfir bænum.
Fundurinn verður haldinn þann
14. desember næstkomandi klukk-
an 20.00 í Stapanum. Fulltrúar frá
bæjarstjórn Reykjanesbæjar, United
Silicon, Orkurannsóknum Keilis og
frá Umhverfisstofnun verða á fund-
inum. Að lokinni framsögu fara fram
pallborðsumræður og gefst gestum
fundarins tækifæri til þess að spyrja
spurninga. – þh
Íbúafundur
vegna mengunar
Háskólanemendur vinna nú hörðum höndum við próflestur þessa dagana á Þjóðarbókhlöðunni. Prófatímbil Háskóla Íslands hófst fyrir viku og
því lýkur í lok næstu viku. Í augsýn er langþráð jólafrí. Fréttablaðið/Eyþór.
neytendamál Ríkið mun taka í
sinn hlut 94 prósent af verði vodka-
flösku úr Vínbúðinni í formi áfengis-
gjalds, skilagjalds, virðisaukaskatts
og álagningar Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins. Þetta kemur fram
í samantekt Félags atvinnurekenda á
verðlagningu áfengis hér á landi með
tilliti til boðaðra hækkana í fjárlaga-
frumvarpinu.
„Þessi staða hér á innlendum mark-
aði er með ólíkindum. Ég efast um að
fólk hafi hugmyndaflug í að átta sig á
því að það sé að greiða 94 prósent af
verðinu til ríkisins þegar það kaupir
vodkaflösku úti í búð,“ segir Ólafur
Stephensen, framkvæmdastjóri
Félags atvinnurekenda.
Áfengisgjöld á Íslandi eru nú þegar
þau langhæstu í Evrópu og stefnt
er að því að hækka þau enn frekar
eða um 4,7 prósent í fjárlagafrum-
varpi ársins 2017. „Þetta er tíunda
hækkun áfengisgjalda frá hruni. Á
þeim tíma hafa þau rúmlega tvö-
faldast. Eru engin takmörk fyrir því
hversu langt stjórnvöld telja sig geta
gengið í skattlagningu á einni neyslu-
vöru?“ spyr Ólafur.
Fyrir hrun voru áfengisgjöld á
Íslandi þau hæstu í Evrópu. Með veik-
ingu íslensku krónunnar eftir hrun
breyttist staðan og áfengi varð dýrast
í Noregi. Breytingin á gjöldunum um
áramótin auk styrkingar krónunnar
mun hins vegar hafa í för með sér að
áfengisgjöld verða helmingi hærri hér
á landi en í Noregi.
Álagning ÁTVR á áfengi sem inni-
heldur 22 prósent vínanda eða meira
er tólf prósent. Virðisaukaskatturinn
er ellefu prósent og áfengisgjaldið um
145 krónur á hvert prósent vínanda.
Það þýðir að þegar hækkun á áfengis-
gjöldum tekur gildi um áramótin
renna 94 prósent af 7.300 króna
vodkaflösku í ríkissjóð. Áfengisgjaldið
af flöskunni eru rúmar 5.400 krónur,
virðisaukaskattur um 700 krónur,
álagning ÁTVR um 700 krónur og
skilagjald 20 krónur. Hlutur fram-
Ríkið þyrst í vodkann
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir skattlagningu á áfengi vera
komna út úr öllu korti. Um 94 prósent af verði vodkaflösku renna í ríkissjóð.
Þetta er tíunda
hækkun áfengis-
gjalda frá hruni. Á þeim tíma
hafa þau rúmlega tvöfaldast.
Eru engin takmörk fyrir því
hversu langt stjórnvöld telja
sig geta gengið í
skattlagningu
á einni
neysluvöru?
Ólafur Stephensen,
frkstj. FA
leiðandans er hins vegar aðeins um
434 krónur.
„Hugmyndaauðgi stjórnmála-
mannanna okkar í hvernig hægt sé að
skattpína neytendur áfengis er alveg
ótrúleg. Skattlagning á áfengi er aug-
ljóslega komin út úr öllu korti þegar
neytandinn er farinn að greiða um og
yfir 90% af verðinu í ríkissjóð,“ segir
Ólafur og hann skorar á nýtt þing
að samþykkja ekki þessa vitleysu og
vinda fremur ofan af þessum ofur-
sköttum. thorgeirh@frettabladid.is
7.300 króna
vodkaflaska úr ÁTVR
Hlutur innflytjanda
434 krónur
Virðisaukaskatt-
ur 700 krónur
Álagning
ÁtVr um 700
krónur
Áfengisgjald
5.400 krónur
Skilagjald 20
krónur
áfengisgjald á sterku áfengi
150
120
90
60
30
0
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
79,5
91,6
100,7 101,7
106,9 111,9
115,2 114,1
138
144,5
samfélag Róbert Ragnarsson, sem
rekinn var sem bæjarstjóri Grinda-
víkur, fær 12 milljónir í starfsloka-
samning frá bænum. Alls kostaði
uppsögnin Grindavík 13,5 milljónir
króna en bærinn auglýsti starfið fyrir
265 þúsund, fékk lögfræðiráðgjöf
sem kostaði 665 þúsund og ráðgjöf
við ráðningu nýs bæjarstjóra sem
kostaði bæjarfélagið hálfa milljón.
Þetta kom fram á fundi bæjar-
ráðs Grindavíkur sem haldinn var
á þriðjudag. Róbert mun sinna
störfum sem bæjarstjóri til 31. janúar
2017 en hann tók við í ágúst 2010.
Samkvæmt yfirlýsingu meirihluta
bæjarstjórnar Grindavíkur frá því í
byrjun nóvember kom fram að áætl-
aður kostnaður við starfslok Róberts
væri um sex milljónir króna og að
lögmannskostnaður í málinu yrði
tæpar 830 þúsund krónur. – bb
Róbert fékk
12 milljónir
róbert
ragnarsson
9 . d e s e m b e r 2 0 1 6 f Ö s t u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
9
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
9
C
-8
4
A
C
1
B
9
C
-8
3
7
0
1
B
9
C
-8
2
3
4
1
B
9
C
-8
0
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K