Fréttablaðið - 09.12.2016, Side 36
Elín Erna Stefánsdóttir förðunar
fræðingur verslar mikið á net
inu og meira að segja meira en
hún ætti að gera að eigin sögn.
„Það er bara svo hrikalega kósí
að geta keypt sér eitthvað fínt
meðan maður hangir uppi í rúmi
og hámar í sig nammi,“ segir hún
hlæjandi og bætir við að hún sjái
fyrir sér að versla enn meira á net
inu í framtíðinni.
Elín byrjaði að versla á netinu
þegar hún var í kringum fjórtán
til fimmtán ára, þá uppgötvaði hún
eBay og síðan þá hefur hún ekki
getað hætt. Hún segir kosti þess
að versla á netinu vera þá að þar sé
miklu meira úrval og oftast betra
verð. „Ég skrái mig alltaf á póst
lista svo ég missi aldrei af neinum
afsláttum sem eru í gangi. Ég vel
miklu frekar að versla í gegnum
netið heldur en að fara í búðir, mér
finnst það mun þægilegra. Búða
ráp finnst mér oftast ansi stress
andi og þegar maður er á netinu er
maður alveg laus við háværa leið
indatónlist og kæfandi mátunar
klefa,“ segir hún og brosir.
Það skiptir ekki máli hvað Elínu
vantar, hún segist kaupa flest á
netinu. „Allavega snyrtivörur,
föt, bækur og plötur.“ Aðspurð
um helstu kosti og galla þess að
versla í gegnum tölvuna heima
hjá sér segir Elín helsta kostinn
vera úrvalið, á netinu sé hægt
að finna allt sem maður þurfi að
finna. „Það versta er að þurfa að
bíða eftir vörunni, þótt það sé nú
vanalega enginn svakalegur tími.
Getur verið leiðinlegt líka ef flík
ur passa ekki en ef maður fylgir
stærðartöflunni vel þá er maður
oftast í góðum málum.“
Elín var beðin um að nefna
eftir lætisnetverslanir sínar og þá
sérstaklega þær sem selja snyrti
vörur, föt og skó. „Uppáhalds ís
lensku snyrtivörunetverslanirnar
mínar eru fotia.is, haustfjord.is og
nola.is. Þær bjóða upp á frábærar
vörur og maður fær alltaf góða
þjónustu. Þegar kemur að erlend
um netverslunum með snyrtivörur
þá er cultbeauty.co.uk í mestu
uppáhaldi, mörg merki sem ég
held upp á, mjög góð þjónusta og
er vefsíðan vel upp sett og auðvelt
að fletta í gegn. kissandmake upny.
com er líka í miklu uppáhaldi en
þar kaupi ég til dæmis Narsvör
urnar mínar þegar ég kemst ekki
til útlanda. Feelunique og Beauty
bay eru líka alltaf skemmtilegar,
mörg merki í boði og reglulega
góðir dílar í gangi. Þegar kemur
að fatnaði og skóm versla ég lang
oftast á asos.com, enda vinsæl
asta fatavefverslun heimsins. Þar
geta allir fundið sér eitthvað enda
flíkur í öllum stærðum, gerðum
og verðum. Tobi.com er líka mjög
skemmtileg síða en þar er hægt að
finna fallegar flíkur, meðal annars
mjög sæta kjóla, og það er reglu
lega fjörutíu til fimmtíu prósent
afsláttur af öllu á síðunni,“ segir
Elín.
Lilja Björk
Hauksdóttir
liljabjork@365.is
Elín verslar mikið á netinu og kaupir þá sérstaklega snyrtivörur enda er hún
förðunarfræðingur. MYND/ANTON BRINK
Finnst mjög gott að
versla uppi í rúmi
Þegar Elín Erna Stefánsdóttir uppgötvaði eBay á unglingsaldri byrjaði hún að
versla á netinu og hefur haldið því áfram síðan. Hún kaupir aðallega snyrtivörur,
föt og bækur á netinu. Hún segir mun minna stress að kaupa á netinu en í búðum.
Ég skrái mig alltaf á
póstlista svo ég missi
aldrei af neinum
afsláttum sem eru í
gangi.
Elín Erna Stefánsdóttir
NETvERSLuN Kynningarblað
9. desember 20164
0
9
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
9
C
-9
D
5
C
1
B
9
C
-9
C
2
0
1
B
9
C
-9
A
E
4
1
B
9
C
-9
9
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
7
2
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K