Fréttablaðið - 09.12.2016, Side 38

Fréttablaðið - 09.12.2016, Side 38
1 Það er þægilegt. Helsti kostur þess að versla á netinu eru þæg­ indin sem það hefur í för með sér. Þú þarft ekki að fara út úr húsi, getur verslað hvenær sem er sól­ arhringsins, þarft ekki að standa í röð og getur þess vegna verið á náttfötunum. 2 Það getur verið ódýrara. Í mörg­um tilfellum ertu að kaupa beint af framleiðanda. Þú getur því gert milliliðalaus viðskipti sem þýðir yfirleitt lægra verð. Því til viðbótar bjóða margar netversl­ anir reglulega rífleg afsláttarkjör. 3 Meiri fjölbreytni. Allur heimur­inn er undir. Úrvalið í hefð­ bundnum verslunum takmark­ ast við það sem eigendur velja inn hverju sinni. Á netinu getur þú skipt við hvaða framleiðanda sem er hvar sem er í heiminum. 4 Þú getur keypt og sent gjafir með auðveldum hætti. Það getur verið sérstaklega hentugt ef þú býrð í öðru sveitarfélagi, lands­ horni eða jafnvel landi en viðtak­ andinn. Þú pantar og lætur senda beint á heimilisfang viðtakanda. Víða er jafnframt hægt að óska eftir því að gjöfinni sé pakkað inn. 5 Minni umframútgjöld. Búðar­ferðum fylgja oft aukaútgjöld. Það kostar að koma sér á stað­ Það er mjög þægilegt að kaupa jólagjafir á netinu, sérstaklega ef viðtakandinn er í öðrum landshluta eða öðru landi. Þá er hægt að senda pakkann beint til viðtakanda. Tíu kostir þess að versla á netinu Netverslun færist sífellt í vöxt enda hefur hún marga kosti. Það er til að mynda mjög þægilegt að kaupa gjafir á netinu og sums staðar er jafnvel boðið upp á innpökkun. Þá er hægt að senda þær beint á heimilisföng viðtakenda sé þess óskað. inn og sumir eiga það til að eyða meiru en ætlunin var þegar freist­ ingarnar eru á hverju strái. Þá er oft freistandi að kaupa skyndibita ef búðarferðin dregst á langinn en allt safnast þetta saman. 6 Það er auðveldara að gera verð-samanburð. Þú getur gert verð­ samanburð á milli netverslana og valið þá sem býður best. Eins er víða hægt að sjá hvað aðrir kaup­ endur segja um reynslu sína af til­ tekinni vöru eða verslun sem gerir það að verkum að þú getur valið út frá betri upplýsingum. 7 Enginn troðningur. Þú þarft ekki að leita að bílastæði, ekki að standa í röð og ekki troðast á milli þröngra búðarrekka ásamt fjölda annarra. 8 Það er auðveldara að kaupa notaða hluti og antíkmuni. Það eru mörg markaðssamfélög á netinu sem selja notaða hluti á góðu verði. Þá er hvergi betra að finna fallega an­ tíkmuni og hvergi meira úrval. 9 Þú kaupir síður eitthvað sem þig vantar ekki. Verslunareigend­ ur og starfsmenn verslana geta í sumum tilfellum verið ýtnir sem getur leitt til þess að þú kaupir eitt­ hvað sem þig vantar ekki. Þá getur takmarkað úrval í verslunum leitt til þess að þú kaupir eitthvað sem þú ert ekki fyllilega ánægð/ur með. 10 Það er auðveldara að gera „óþægileg“ kaup. Sumum þykir óþægilegt að kaupa undirföt og kynlífstæki í búð. Þá geta netkaup komið sér vel. „Fólk er klárlega að átta sig á þægindunum sem því fylgja að geta setið í rólegheitunum heima í stofu eða í hádegispásunni í vinnunni og klárað innkaupin,“ segir Ástríður. Mynd/EyÞór Verslunin Kokka hefur starfrækt vefverslun samhliða versluninni á Laugaveginum síðan árið 2005. Að sögn Ástríðar Jónsdóttur, vef­ stjóra Kokku, voru afar fáar vef­ verslanir starfræktar á þeim tíma og vefur Kokku vakti því mikla athygli. „Á þeim tíma var þó al­ gengara að fólk skoðaði vörurnar á vefnum en kæmi svo á staðinn til að kaupa. Í dag er þetta allt annað og hlutfall vefverslunar er sífellt að vaxa í rekstrinum hjá okkur.“ Eitthvað fyrir alla Ný og endurbætt vefverslun Kokku var sett í loftið í desem ber 2014 og þá jókst salan í gegnum vefinn mikið og í ár er vöxturinn um það bil fimmtíu prósent. „Fólk er klárlega að átta sig á þægind­ unum sem því fylgja að geta setið í rólegheitunum heima í stofu eða í hádegispás­ unni í vinnunni og klárað innkaupin. Við vinnum úr pöntunum samdæg­ urs og allt sem er klárt fyrir klukkan hálfell­ efu á morgnana fer með fyrstu ferð á pósthúsið. Oftast er pöntunin því komin á áfangastað einum t i l tveimur dögum eftir að pantað er,“ útskýr­ ir Ástríður. Í vefversluninni hjá Kokku eru hátt í fimm þúsund vörunúmer í boði og til að auðvelda fólki að finna það sem það leitar að eru vörurnar flokkaðar í fjóra meg­ inflokka: „Elda“, „Borða“, „Búa“ og „Gefa“. „Ef þú ert að leita að tólum og tækjum til eldamennsku er smellt á flokkinn Elda og allt fyrir borðhaldið er undir Borða. Svo ef fólk hefur augastað á ein­ hverju sem það langar í frá okkur er hægt að velja á óskalista og senda áfram í tölvupósti. Það er alltaf gaman að láta sig dreyma,“ segir Ástríður og brosir. Ekkert stress Vinsælustu flokkarnir í vefversl­ uninni eru í flokknum Búa, þar sem gólfmotturnar frá Pappe linu eru mest skoðaðar og á þessum árstíma er flokkurinn Gefa mikið skoðaður. Að sögn Ástríðar er þar til dæmis hægt að skoða ýmsar hugmyndir að gjöfum, til dæmis gjafir sem kosta undir þrjú þús­ und krónum, gjafir handa þeim sem hafa gaman af bakstri, gjaf­ ir fyrir fagurkerann eða gjafir sem er auðvelt að senda til vina og vandamanna. „Allar vörur frá okkur sem seldar eru fram að jólum eru merktar með skila­ fresti út janúar 2017 svo fólk þarf ekki að vera að stressa sig á milli jóla og nýárs ef það langar til að skipta einhverju hjá okkur. Það er líka þægilegt fyrir viðskipta­ vini utan höfuðborgarsvæðisins.“ Gjafirnar keyptar í rólegheitum heima Vefverslun Kokku er á meðal elstu íslensku vefverslana. Þar er gott úrval fallegra og nytsamlegra vara sem eru flottar í jólapakkann. Vörurnar eru yfirleitt komnar á áfangastað einum til tveimur dögum eftir að þær eru pantaðar. nETVErslun Kynningarblað 9. desember 20166 0 9 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 9 C -A 2 4 C 1 B 9 C -A 1 1 0 1 B 9 C -9 F D 4 1 B 9 C -9 E 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.