Fréttablaðið - 09.12.2016, Side 50

Fréttablaðið - 09.12.2016, Side 50
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Nú fer ég að skæla og verð að setjast niður með kerti,“ segir Margrét Pálmadóttir söngstjóri þegar hún er beðin að minnast æskuvinkonu sinnar Berglindar Bjarnadóttur í orðum. Margrét er meðal þeirra sem standa að ókeypis minningatónleikum um Berglindi í hádeginu á morgun í Hafnarfjarðarkirkju, þar  sem kórarnir hennar, Vox feminae og Árórur, koma fram ásamt Kór Öldu- túnsskóla undir stjórn Brynhildar Auð- bjargardóttur, Hönnu Björk Guðjónsdótt- ur söngkonu og Arnhildi Valgarðsdóttur píanó- og organleikara.  Tilefnið er að þrjátíu ár eru frá því Bergl- ind lést, aðeins 29 ára að aldri af völdum illvígs krabbameins. Hún var búin að heilla þjóðina með söng sínum, til dæmis í tríó- inu Lítið eitt. Það var einmitt í kór Öldutúnsskóla sem þær kynntust Margrét og Berglind þegar þær voru átta og níu ára gamlar og smullu saman sem vinkonur og söngsystur. „Það skapast sérstök vinátta í kór og raddir okkar Berglindar hljómuðu strax saman, svo það var sterkur strengur á milli okkar,“ segir Margrét. „Við fengum líka einstakt uppeldi hjá Agli Friðleifssyni kórstjóra og lentum fljótlega í ævintýrum. Alls held ég að við höfum farið í átta söngferðir til útlanda saman með ýmsum kórum, fyrst með kór Öldutúnsskóla þegar við vorum ellefu ára. Við fórum báðar að læra söng hjá Elísabetu Erlingsdóttur,  13 og 14 ára, því Egill notaði okkur fyrir sólóista, vorum samferða í strætó í Tónlistarskóla Kópa- vogs. Þar man ég eftir okkur að leita að kexi á kennarastofunni því okkur þótti báðum svo gott að borða!   Síðar sungum við í Kirkjukór Hafnar- fjarðarkirkju, Pólýfónkórnum og Þjóð- leikhúskórnum. Sungum í 56 sýningum af Carmen eftir Bizet, meðal annars þegar við vorum í stúdentsprófum.  Á milli frönsku- og þýskuprófs var upplestrarvika og þá skruppum við saman til Vínarborgar með Framsóknarflokknum og fórum í óperuna og á alls konar tónleika. Þá varð ég ástfang- in af Vínarborg en Berglind fór í framhalds- nám til Stokkhólms svo leiðir skildi og við héldum sambandinu gegnum bréfaskriftir, ég á nokkur falleg kort og bréf frá henni.“ Margrét segir ókeypis inn á tónleikana í  hádeginu í dag. „Við minnum bara á Krabbameinsfélagið,“ segir hún. „Þetta eru minningartónleikar með stórri þökk og fögrum æskuminningum. Þess vegna er ég klökk.“ gun@frettabladid.is Þess vegna er ég klökk Hádegistónleikar til minningar um Berglindi Bjarnadóttur söngkonu (1957-1986) verða í Hafnarfjarðarkirkju á morgun. Vox feminae, Árórur og Kór Öldutúnsskóla koma fram. Lítið eitt um Berglindi Berglind fæddist í Hafnarfirði 6. apríl 1957. Hún söng sig inn í hjörtu þjóðar- innar á menntaskólaárunum þegar hún var í tríóinu Lítið eitt sem meðal annars var með fasta þætti í sjónvarpinu. Berglind varð stúdent frá Flensborg 1976 og hélt burtfarartónleika í söng frá Tónlistarskóla Kópavogs 1978. Árið 1979 flutti hún til Stokkhólms ásamt eiginmanni sínum, Rúnari Matthíassyni, lauk einsöngvaraprófi 1984 en stundaði frekara nám við Óperuskólann í Stokk- hólmi. Hún greindist með krabbamein 1985 og lést á Landspítalanum 10. desember 1986. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameins- félag Hafnar- fjarðar. „Við vorum miklir prakkarar báðar og lifandi stúlkur,“ segir Margrét um þær Berglindi. FréttaBlaðið/GVa Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Jónsdóttir Skarðshlíð, verður jarðsungin frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 10. desember kl. 14.00. Guðrún anna tómasdóttir Þorgils Gunnarsson auðbjörg tómasdóttir Hermann Hansson Guðbjörg Jóna tómasdóttir Sveinn Borgar Jóhannesson Hjördís tómasdóttir Þórir ingvarsson Guðmar Jón tómasson Helena Kjartansdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og fóstri, afi og langafi, Jón Ólafsson húsgagna- og innanhússarkitekt og kennari, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 6. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Birna Sigurjónsdóttir Guðný Sif Jónsdóttir Halldór Eyþórsson tómas Árni Jónsson María Jónsdóttir Helga aðalheiður Jónsdóttir Guðmundur Vilhjálmsson Gunnar Björn Melsted rannveig Gissurardóttir Björg Melsted Heimir Örn Herbertsson Páll Melsted Jóhanna Jakobsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sverrir Helgason Sléttuvegi 31, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans, þriðjudaginn 6. desember. Óskar Sverrisson Eiríksína Hafsteinsdóttir Jón Sverrir Sverrisson Margrét Steindórsdóttir Helgi Sverrisson Sigurborg K. Stefánsdóttir Sigríður ragna Sverrisdóttir Sigurbjörn J. Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar kæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur, bróðir og frændi, Tómas R. Hafsteinsson prentari, lést á heimili sínu í Póllandi laugardaginn 19. nóvember sl. Útför hans fór fram í Póllandi 25. nóvember sl. Eva Maria Grobelny Bjarni tómasson Elín rún Þorsteinsdóttir Jórunn Sveinbjörnsdóttir Hjördís Hafsteinsdóttir anna Einarsdóttir Sigurlaug Hrafnkelsdóttir Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hjálmar A. Stefánsson húsasmiður, lést mánudaginn 5. desember. Útförin fer fram í kyrrþey. anna Þ. Víglundsdóttir Stefán G. Hjálmarsson Ásbjörn Hjálmarsson Guðrún E. Sigurðardóttir Dagný M. Hjálmarsdóttir Oddný S. Hjálmarsdóttir Jónas Óli Egilsson Gunnar l. Hjálmarsson Bjarnveig Magnúsdóttir barnabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Elísabet Guðlaug Vigfúsdóttir síðast til heimilis í Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, andaðist 6. desember síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 16. desember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Vigfús Þór leifsson Heimir leifsson Freyja Kristín leifsdóttir lovísa leifsdóttir tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Erna Gunnarsdóttir Ofanleiti 19, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 7. desember. Útförin verður auglýst síðar. Kristinn Sigurðsson agnar logi axelsson Ágústa Hallsdóttir Jóna K. Kristinsdóttir Sigurgeir G. Þórðarson Sigurður Kristinsson Erla Ósk Guðjónsdóttir Óskar Kristinsson Sonja Freydís Ágústsdóttir Ellý Skúladóttir barnabörn og barnabarnabörn. 9 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T U d A G U r30 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð i ð tímamót 0 9 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 9 C -B 1 1 C 1 B 9 C -A F E 0 1 B 9 C -A E A 4 1 B 9 C -A D 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.