Fréttablaðið - 09.12.2016, Qupperneq 8
FULLT AF FLOTTUM
TILBOÐUM
Í VERSLUNUM OKKAR
SP
A
R
IÐ50%
Á VÖLDUM XMAS HITS
FÖSTUDAGUR TIL SUNNUDAGS 9.-11.12.2016
OPNUNARTÍMI:
Smáratorg: föstudagur 10:00-22:00, laugardag 10:00-22:00 og sunnudag 10:00-22:00.
Korputorg: föstudagur 10:00-22:00, laugardag 10:00-22:00 og sunnudag 10:00-22:00.
Glerártorg: föstudagur 10:00-18:30, laugardag 10:00-22:00 og sunnudag 13:00-22:00.
Samfélag Skólakerfið í Grindavík
er sprungið, bæði í leik- og grunn-
skóla. Bærinn hefur vaxið svo hratt
að dæmi eru um börn sem komast
ekki inn í leikskóla fyrr en þau eru
orðin tveggja og hálfs árs. Grunn-
skólinn í bænum, Hópskóli, er svo
þéttsetinn að kennsla fer jafnvel
fram á göngunum. Skólastjórn-
endur grunn- og leikskóla lögðu
fram bókun á fundi fræðslunefndar
í vikunni þar sem þeir lýstu yfir von-
brigðum nefndarinnar með niður-
stöðu fjárhagsáætlunar um skólana
næstu árin. Þar kemur fram að ekki
er gert ráð fyrir fjármagni árið 2017
til að hefja undirbúning að stækkun
grunn- og leikskóla.
Fríða Egilsdóttir, leikskólastjóri
á leikskólanum Laut, segir að stýri-
hópur hafi verið settur á laggirnar
vegna langs biðlista í leikskólann og
yfirfulls grunnskóla. Stýrihópurinn
skoðaði meðal annars spá um íbúa-
fjölgun í bænum og komst að því
að byggja þarf við leikskólann og
stækka grunnskólann áður en illa
fer. Í bókun hans kemur fram að
svo virðist sem framtíðarsýn starfs-
hópsins hafi verið virt að vettugi.
„Að mati hópsins þá þarf að fara
að huga að því að byggja við leik-
skólann og stækka grunnskólann, ef
bærinn ætlar að standa undir nafni,
Grindavík – Góður bær. En þegar
fjárhagsáætlunin um skólana var
tekin fyrir, þá kom í ljós að það var
ekkert gert í tillögum okkar, sem ég
var ekki sátt við,“ segir hún. Í stýri-
hópnum voru fulltrúar foreldra í
bænum, frá skólaskrifstofunni og
skólastjórnendum, bæði grunn- og
leikskóla.
„Báðir leikskólarnir hér í Grinda-
vík eru smekkfullir og börn komast
ekki inn fyrr en þau eru tveggja og
hálfs árs. Grunnskólinn er í tveimur
húsum og það þarf stundum að
kenna á göngunum.
Það þarf að horfa fram í tímann
því deiliskipulag og annað tekur oft
langan tíma. Það þarf allavega að
fara að huga að því í fjárhagsáætlun.
Eins og við segjum í bókuninni þá
finnst okkur þessi tími sem við
lögðum í þetta hafa verið virtur að
vettugi,“ segir leikskólastjórinn.
Staðgengill bæjarstjóra, Jón
Þórisson, er erlendis og náðist ekki
í hann við vinnslu fréttarinnar.
Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri
félagsþjónustu og fræðslusviðs, var
sagður í fríi.
benediktboas@365.is
Sprungið skólakerfi í Grindavík
Ekki er gert ráð fyrir að stækka grunn- og leikskóla í Grindavík samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Tveir leikskólar og einn grunnskóli eru í bænum og eru þeir allir yfirfullir að sögn leikskólastjóra.
Tveir leikskólar eru í Grindavík og eru þeir báðir búnir að sprengja utan af sér. Ekki er
gert ráð fyrir fjármagni til að stækka leikskólann á næsta ári. FréTTablaðið/VilhElm
Grindavík
Einkunnarorð eru Góður
bær.
Rúmlega 3.100 manna bær
sem hefur vaxið hratt í
seinni tíð.
Vinsæll ferðamannastaður
enda Bláa lónið í anddyri
hans.
Öflugur útgerðarbær.
Eitt glæsilegasta tjaldsvæði
landsins er þar.
Báðir leikskólarnir
hér í Grindavík eru
alveg smekkfullir og börn
komast ekki inn fyrr en þau
eru tveggja og hálfs árs.
Grunnskólinn er í tveimur
húsum og það þarf stundum
að kenna á göng-
unum.
Fríða Egilsdóttir,
leikskólastjóri á
leikskólanum Laut
lögreglumál Mennirnir þrír sem
voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald
á þriðjudag grunaðir um nauðgun
og frelsissviptingu voru leystir úr
haldi í gær. Úrskurður Héraðsdóms
um gæsluvarðhald var kærður á
miðvikudag en samkvæmt upplýs-
ingum frá verjanda eins mannanna
leysti lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu mennina úr haldi svo ekki
kom til þess að Hæstiréttur dæmdi
um gæsluvarðhaldið. Friðrik
Smári Björgvinsson yfirlögreglu-
þjónn staðfestir að rannsóknar-
hagsmunir hafi ekki verið lengur
til staðar og því hafi mönnunum
verið sleppt. Rannsókn málsins
miðar vel áfram.
Fréttablaðið greindi fyrst frá
málinu í gær. Mennirnir þrír, tveir
Íslendingar og einn af erlendu bergi
brotinn, eru grunaðir um frelsis-
sviptingu og nauðgun á konu sem
tilkynnti um atvikið á mánudag.
Konan fékk aðstoð á Neyðarmót-
töku fyrir þolendur kynferðis-
ofbeldis í kjölfar þess að lögregla
var kölluð út vegna málsins. Frétta-
blaðið hefur heimildir fyrir því að
konan hafi þekkt að minnsta kosti
einn mannanna. – snæ
Þrem grunuðum
sleppt úr haldi
mennirnir þrír eru grunaðir um nauðgun
og frelsissviptingu. FréTTablaðið/PjETur
9 . d e S e m b e r 2 0 1 6 f ö S T u d a g u r8 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
0
9
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
9
C
-B
F
E
C
1
B
9
C
-B
E
B
0
1
B
9
C
-B
D
7
4
1
B
9
C
-B
C
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
7
2
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K