Fréttablaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 8
FULLT AF FLOTTUM TILBOÐUM Í VERSLUNUM OKKAR SP A R IÐ50% Á VÖLDUM XMAS HITS FÖSTUDAGUR TIL SUNNUDAGS 9.-11.12.2016 OPNUNARTÍMI: Smáratorg: föstudagur 10:00-22:00, laugardag 10:00-22:00 og sunnudag 10:00-22:00. Korputorg: föstudagur 10:00-22:00, laugardag 10:00-22:00 og sunnudag 10:00-22:00. Glerártorg: föstudagur 10:00-18:30, laugardag 10:00-22:00 og sunnudag 13:00-22:00. Samfélag Skólakerfið í Grindavík er sprungið, bæði í leik- og grunn- skóla. Bærinn hefur vaxið svo hratt að dæmi eru um börn sem komast ekki inn í leikskóla fyrr en þau eru orðin tveggja og hálfs árs. Grunn- skólinn í bænum, Hópskóli, er svo þéttsetinn að kennsla fer jafnvel fram á göngunum. Skólastjórn- endur grunn- og leikskóla lögðu fram bókun á fundi fræðslunefndar í vikunni þar sem þeir lýstu yfir von- brigðum nefndarinnar með niður- stöðu fjárhagsáætlunar um skólana næstu árin. Þar kemur fram að ekki er gert ráð fyrir fjármagni árið 2017 til að hefja undirbúning að stækkun grunn- og leikskóla.  Fríða Egilsdóttir, leikskólastjóri á leikskólanum Laut, segir að stýri- hópur hafi verið settur á laggirnar vegna langs biðlista í leikskólann og yfirfulls grunnskóla. Stýrihópurinn skoðaði meðal annars spá um íbúa- fjölgun í bænum og komst að því að byggja þarf við leikskólann og stækka grunnskólann áður en illa fer. Í bókun  hans kemur fram að svo virðist sem framtíðarsýn starfs- hópsins hafi verið virt að vettugi. „Að mati hópsins þá þarf að fara að huga að því að byggja við leik- skólann og stækka grunnskólann, ef bærinn ætlar að standa undir nafni, Grindavík – Góður bær. En þegar fjárhagsáætlunin um skólana var tekin fyrir, þá kom í ljós að það var ekkert gert í tillögum okkar, sem ég var ekki sátt við,“ segir hún. Í stýri- hópnum voru fulltrúar  foreldra í bænum, frá  skólaskrifstofunni og skólastjórnendum, bæði grunn- og leikskóla. „Báðir leikskólarnir hér í Grinda- vík eru smekkfullir og börn komast ekki inn fyrr en þau eru tveggja og hálfs árs. Grunnskólinn er í tveimur húsum og það þarf stundum að kenna á göngunum. Það þarf að horfa fram í tímann því deiliskipulag og annað tekur oft langan tíma. Það þarf allavega að fara að huga að því í fjárhagsáætlun. Eins og við segjum í bókuninni þá finnst okkur þessi tími sem við lögðum í þetta hafa verið virtur að vettugi,“ segir leikskólastjórinn. Staðgengill bæjarstjóra, Jón Þórisson, er erlendis og náðist ekki í hann við vinnslu fréttarinnar. Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu og fræðslusviðs, var sagður í fríi. benediktboas@365.is Sprungið skólakerfi í Grindavík Ekki er gert ráð fyrir að stækka grunn- og leikskóla í Grindavík samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Tveir leikskólar og einn grunnskóli eru í bænum og eru þeir allir yfirfullir að sögn leikskólastjóra. Tveir leikskólar eru í Grindavík og eru þeir báðir búnir að sprengja utan af sér. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni til að stækka leikskólann á næsta ári. FréTTablaðið/VilhElm Grindavík Einkunnarorð eru Góður bær. Rúmlega 3.100 manna bær sem hefur vaxið hratt í seinni tíð. Vinsæll ferðamannastaður enda Bláa lónið í anddyri hans. Öflugur útgerðarbær. Eitt glæsilegasta tjaldsvæði landsins er þar. Báðir leikskólarnir hér í Grindavík eru alveg smekkfullir og börn komast ekki inn fyrr en þau eru tveggja og hálfs árs. Grunnskólinn er í tveimur húsum og það þarf stundum að kenna á göng- unum. Fríða Egilsdóttir, leikskólastjóri á leikskólanum Laut lögreglumál Mennirnir þrír sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á þriðjudag grunaðir um nauðgun og frelsissviptingu voru leystir úr haldi í gær. Úrskurður Héraðsdóms um gæsluvarðhald var kærður á miðvikudag en samkvæmt upplýs- ingum frá verjanda eins mannanna leysti lögreglan á höfuðborgar- svæðinu mennina úr haldi svo ekki kom til þess að Hæstiréttur dæmdi um gæsluvarðhaldið.  Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögreglu- þjónn staðfestir að rannsóknar- hagsmunir hafi ekki verið lengur til staðar og því hafi mönnunum verið sleppt. Rannsókn málsins miðar vel áfram. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær. Mennirnir þrír, tveir Íslendingar og einn af erlendu bergi brotinn, eru grunaðir um frelsis- sviptingu og nauðgun á konu sem tilkynnti um atvikið á mánudag. Konan fékk aðstoð á Neyðarmót- töku fyrir þolendur kynferðis- ofbeldis í kjölfar þess að lögregla var kölluð út vegna málsins. Frétta- blaðið hefur heimildir fyrir því að konan hafi þekkt að minnsta kosti einn mannanna. – snæ Þrem grunuðum sleppt úr haldi mennirnir þrír eru grunaðir um nauðgun og frelsissviptingu. FréTTablaðið/PjETur 9 . d e S e m b e r 2 0 1 6 f ö S T u d a g u r8 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 9 C -B F E C 1 B 9 C -B E B 0 1 B 9 C -B D 7 4 1 B 9 C -B C 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.