Fréttablaðið - 09.12.2016, Side 6
Viðsnúningur í Aleppo
Kveðju kastað á liðsmann sýrlenska stjórnarhersins í gamla bæjarhlutanum í Aleppo í Sýrlandi, sem stjórnarherinn hefur nú náð úr höndum
uppreisnarmanna eftir langvarandi umsátur og hörð átök. Nordicphotos/AFp
Tilnefningar
til Blóðdropans
Til hamingju!
www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsins | F i sk i slóð 39
Bretland „Brexit-kosningin klýfur
Bretland. Hún klýfur það í fjóra
parta,“ sagði Richard Gordon, lög-
maður heimastjórnarinnar í Wales,
í málflutningi sínum við Hæstarétt
Bretlands í gær.
Með því að ganga úr Evrópusam-
bandinu sé breska stjórnin að brjóta
gegn breskri stjórnskipun, sem gerir
ráð fyrir heimastjórn í Wales, rétt eins
og í Skotlandi og á Norður-Írlandi.
Hún hafi engan rétt til þess.
Gordon tók samt skýrt fram að
hann ætlist alls ekki til þess að vilji
kjósenda verði hunsaður. Stjórnin í
Wales vilji hvorki tefja fyrir né koma
í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evr-
ópusambandinu. Meirihluti kjósenda
hafi verið því fylgjandi, þótt kjós-
endur í Wales, Skotlandi og á Norður-
Írlandi hafi verið því andvígir.
Breska stjórnin hafi vissulega völd
til þess að gera samninga við önnur
ríki og leggja niður slíka samninga.
Hins vegar hafi ríkisstjórnin ekki völd
til þess að víkja frá lögum sem breska
þingið hefur samþykkt.
Hann segir þetta svo einfalt að sex
ára barn eigi auðveldlega að geta
skilið.
Hæstiréttur hefur nú í vikunni
fjallað um það hvort breska ríkis-
stjórnin hafi rétt til þess að virkja
útgönguákvæði Evrópusambandsins
án aðkomu þjóðþingsins.
Fjórði og síðasti dagur málflutnings
fyrir dómstólnum var í gær, en ekki er
búist við niðurstöðu fyrr en í janúar.
Yfirréttur í London komst nýver-
ið að þeirri niðurstöðu að ríkis-
stjórnin verði að spyrja þingið áður
en útgönguákvæðið er virkjað, en
þeirri niðurstöðu var áfrýjað til
Hæstaréttar.
Deilan hefur fyrst og fremst snúist
um það hvort útgangan, án aðkomu
þingsins, myndi brjóta gegn lögum
sem breska þingið samþykkti árið
1972 um aðildina að ESB.
Breska stjórnin segir að þegar
þingið samþykkti fyrr á þessu ári að
haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla
um útgöngu, þá hafi þingið gert ráð
fyrir því að stjórnin myndi framfylgja
niðurstöðunni.
Rúmlega helmingur Breta sam-
þykkti útgönguna, en tæplega helm-
ingur var á móti.
Breska þingið lagði svo í gær bless-
un sína yfir tímaáætlun Theresu May
forsætisráðherra, sem reiknar með að
virkja útgönguákvæðið í mars á næsta
ári. gudsteinn@frettabladid.is
Myndi kljúfa Bretland í fjóra parta
Stjórnin í Wales segir að yfirgefi Bretland Evrópusambandið sé brotið gegn lögum um heimastjórn Wales, Skotlands og Norður-Írlands.
Málflutningi fyrir Hæstarétti um útgönguna er nú lokið. Breska þingið lagði blessun sína yfir tímaáætlun Theresu May í gærkvöldi.
Jérôme cahuzac stjórnaði herferð gegn
skattsvikurum í Frakklandi. MYNd/EpA
skjalakassar streymdu inn í byggingu hæstaréttar Bretlands í London í gær, á fjórða
og síðasta degi málflutnings fyrir dómstólnum um útgöngu úr Evrópusambandinu.
Nordicphotos/AFp
FraKKland Fyrrverandi ráðherra í
franska fjármálaráðuneytinu, Jérôme
Cahuzac, hefur verið dæmdur í
þriggja ára fangelsi fyrir að hafa falið
fé í skattaskjólum og fyrir peninga-
þvætti. Fyrrverandi eiginkona hans,
Patricia Menard, var dæmd í tveggja
ára fangelsi.
Cahuzac var ráðherra í stjórn
François Hollande frá því í maí 2012 til
mars 2013. Hann átti að leiða herferð
gegn skattsvikum en faldi samtímis
milljónir evra fyrir skattayfirvöldum.
Árið 2013 neyddist hann til að játa
að hann hefði falið eigið fé á reikningi
í Sviss um 20 ára skeið og logið að
þinginu. Fyrrverandi eiginkona ráð-
herrans greindi frá því að þau hjónin
hefðu gert sér grein fyrir því að þau
væru að brjóta lög með því að stofna
bankareikninga í skattaskjólum til að
komast hjá því að greiða skatt.
Jérôme Cahuzac er lýtalæknir. Á
læknastofu sinni í París græddi hann
hár á höfuð ríkra Frakka. Hann sagði
þörfina fyrir að viðhalda lífsstíl fjöl-
skyldunnar skýra ólöglegt athæfi
þeirra. – ibs
Lífsstíllinn
kostaði ráðherra
þrjú ár í fangelsi
9 . d e s e m B e r 2 0 1 6 F Ö s t U d a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
0
9
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
9
C
-A
C
2
C
1
B
9
C
-A
A
F
0
1
B
9
C
-A
9
B
4
1
B
9
C
-A
8
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K