Fréttablaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 19
Vegna fyrirspurnar fréttastofu 365 um störf nefndar um dómarastörf, NUD. Nefnd um dómarastörf setti reglur í kjölfar gildis töku laga um dómstóla 1998 sem varða hlutafjáreign dómara og aukastörf þeirra. Reglurnar voru birtar í Stjórnartíðindum. Hvað varð- ar fyrst hlutafjáreign dómara þá eru lögin og reglurnar alveg skýr. Dóm- ara ber sjálfum að eigin frumkvæði að tilkynna NUD um hlutafjáreign sína þegar slík eign verður til, hvort sem það gerist fyrir kaup, arf eða með öðrum hætti. Kjarni málsins er sá að þessi lagaskylda hvílir á dómaranum sjálfum og nefndin þarf ekki að halda uppi fyrirspurnum með reglulegu millibili. Þessi skylda er öllum dómurum kunn. Þrátt fyrir það gekk nefndin eftir því við dómarahópinn í upphafi hvort slíkum tilkynningarskyldum eignum væri til að dreifa. Í nokkrum tilvikum reyndist svo vera. Tilkynn- ingar eftir það um hlutafjáreign dómara voru fáar. Ef engin sérstök viðbrögð urðu af hálfu nefndarinnar við slíkum tilkynningum mátti dóm- ari ganga út frá því með réttu að ekki væru gerðar athugasemdir. Þessi sama lagaskylda hvílir á hverj- um og einum dómara að upplýsa um aukastörf sín og fá leyfi fyrir þeim, ef undan eru skilin tiltekin störf sem aðeins eru tilkynningarskyld. Sumum aukastörfum er dómurum beinlínis óheimilt að sinna. Flest falla í þann flokk þar sem leyfi nefndarinnar er áskilið og þá óheimilt að sinna slíku fyrr en að fengnu leyfi. Enn önnur störf nefndarinnar lutu að kvörtun- um aðila dómsmála á meðferð dóm- ara á máli viðkomandi, en umfang sumra þeirra og skjalafjöldi gat orðið talsverður. Öll gögn í vörslu nefndarinnar Eftir að lokið var umfjöllun einstakra mála voru gögn þeirra lögð upp í tímaröð. Við starfslok í nefndinni 2010 kom ég skjalasafni hennar í hendur viðtakandi formanns. Fyrir mistök mín varð þá eftir lítill hluti skjalasafnsins. Skjalakassa, sem geymdi þau gögn, kannaði ég ekki fyrr en eftir starfslok mín í Hæsta- rétti og þá komu mistökin í ljós. Þessu greindi ég eftirmanni mínum í nefnd- inni frá fyrir alllöngu síðan. Gögnun- um var hins vegar ekki komið á réttan stað fyrr en 4. desember sl. þegar eftir því var leitað. Í þeim reyndist vera eitt skjal sem snertir umfjöllun 365 miðla fyrr í vikunni, en það er tilkynning Markúsar Sigurbjörnssonar hrd. frá 2007 um sölu hlutafjár. Tilkynning Markúsar nokkrum árum fyrr um að hann hafi eignast hlutabréf fyrir arf mun vera í þeim hluta skjalasafnsins sem var afhentur 2010. Eftir þetta á að vera fullvíst að öll gögn, sem beint hefur verið til nefndarinnar eða sem orðið hafa til hjá henni, eru nú í vörslum nefndarinnar. Höfundur var formaður NUD frá 1998 til 2010. Vegna nefndar um dómarastörf Gunnlaugur Claessen fv. hæstaréttar- dómari Eftir að lokið var umfjöllun einstakra mála voru gögn þeirra lögð upp í tímaröð. Við starfslok í nefndinni 2010 kom ég skjalasafni hennar í hendur viðtakandi formanns. Fyrir mistök mín varð þá eftir lítill hluti skjala- safnsins. Í dag Bergur Ebbi Fidel Castro er kominn ofan í jörðina. Það lá alltaf fyrir að hann myndi deyja en það segir ekki alla söguna. Hann var brenndur og askan var jörðuð. Lík hans var ekki varðveitt og komið fyrir í grafhýsi eins og líki Leníns. Það er ekki sjálfgefið að svo varð ekki. Það hefði verið töluverð eftirspurn eftir líkinu. Smurður Fidel Castro hefði laðað til sín milljónir ferðamanna árlega. Sjálfur myndi ég frekar borga peninga til að sjá dauðan Castro heldur en lifandi Kanye West, þó að ég sé reyndar aðdáandi hins síðarnefnda. Hvert er ég að fara með þetta? Fidel Castro var ein skærasta stjarna tuttugustu aldar. Hann hafði meiri áhrif á heimsmálin heldur en flestir Bandaríkjaforsetar, meiri áhrif á stemninguna á 7. áratugnum en nokkur hippaleiðtogi og líklega hafa fáir menn á síðari tímum haft jafn mikil áhrif á menntaelítu heimsins og Castro sem þó var ekki með nema eina gráðu í faginu sem snobbaðir fræði- menn telja teknókratíska stílæfingu: lögfræði. Rifflar, vindlar, Adidas Hann var stjarna í öllum skilningi. Andlitið á honum prýddi forsíðu bandaríska stórblaðsins Time alls níu sinnum. Hann var einnig forsíðumódel hjá Life, Esquire og fleiri lífsstílsblöð- um. Myndirnar sýndu ekki hefðbund- inn stjórnmálamann heldur öskrandi skýrt myndmál. Rifflar, grænar her- mannaskyrtur, baskahúfur, vindlar, skegg, konur og æstir aðdáendur. Síðari tíma myndir af Castro sýndu hann oftast í Adidas-galla (hann prófaði reyndar líka Puma og FILA), afslappað- an eins og gamlan rappara. Líklega var hann bara að spila eftir eyranu en það skal fullyrt að ekki einu sinni dýrasta ímyndarskrifstofa veraldar hefði getað skapað svo aðlaðandi myndmál. Ég er einn af þeim sem hef marg- sinnis á ævinni fengið Fidel Castro á heilann. Ég hef litið á það sem köllun að skilja hann. Ég hef kynnt mér sögu hans og lesið rit eftir hann til að reyna að finna kjarnann. Því meira sem ég las og diskúteraði Castro því minna skildi ég aðdráttaraflið. Ég var að gera grundvallarmistök – og við gerum þessi mistök því miður alltof oft. Kjarninn er ekki alltaf falinn undir yfirborðinu. Kjarninn er ekki alltaf innsta lagið, kvikan í miðjunni eða þess eðlis að maður þurfi að kafa eftir honum. Kjarninn í Fidel Castro er sjálft yfir- borðið – og eins þversagnarkennt og það hljómar þá gerir það hann engu minna dýpri. Pípa og Kalashnikov-riffill Það er engan sérstakan sannleika að finna í löngum ritum Fidels Castro um alþjóðavæðingu og ójöfnuð. Það sama á við um ræður hans og aðra hefð- bundna intellígensíu. Sannleikurinn var falinn í því að hann lét milljónir manna halda að þar væri eitthvað sér- stakt að finna meðan aðdráttaraflið var alltaf byssurnar og vindlarnir. Auðvitað dreymdi píputottandi menntamenn í háskólum Vesturlanda um að halda á Kalashnikov-riffli og vera eins og Fidel eða að minnsta kosti fá að hitta hann og reykja með honum vindil. Það vildi enginn vera þegn hans, það vildi enginn stjórnkerfi hans, fólk vildi bara hann og ímynd hans þó að flestir hefðu líklega ekki viðurkennt það. Þetta var blautur draumur – nánast freudískur – sem lamaði dómgreind milljóna hugsandi manna. Mér finnst sjálfum bara allt í lagi að viðurkenna það. Auk þess er ég alls ekki sá fyrsti sem held fram þessari kenningu. Mig grunar að margar minn- ingargreinar sem nú eru ritaðar um Fidel Castro innihaldi hugmyndir af þessum meiði. Ástæðan fyrir því að ég ritaði þennan pistil er önnur. Boðskap- ur þessa pistils er hvort það megi yfir- færa Fidel Castro hugmyndina á aðra hluti í samfélaginu. Hvort við séum oft að leita að kjarna undir yfirborði þegar það er einmitt yfirborðið sem inniheldur alla merkinguna. Nú ætla ég að setja fram geysilega alhæfingu og bið þá sem þjást af ofnæmi fyrir slíku að telja upp að tíu. Hér kemur það. Mér finnst risastór hluti allra greininga, skýringa og gagnrýni á fréttaatburði eða menningarafurðir vera tilgangslaus mokstur. Alvöru gull? Hvers vegna er Donald Trump að verða forseti Bandaríkjanna? Ætlar fólk að eyða meira púðri í að rannsaka það mál með lýðfræðilegum kenningum eða að það sé algóriþma samfélags- miðla að kenna? Sannleikann í því máli er ekki að finna með því að leita að kjarnanum undir yfirborðinu. Kjarninn er sjálft yfirborðið. Gylltur maður með hár úr gulli sem býr í gullturni vann kosningar því tugir milljóna manna og kvenna vilja það sem glóir. Fólk vill gull. Þið megið rétta mér Nóbelinn núna. Þá segja sumir á móti: En gullið hans Donalds Trump er ekki alvöru gull. Hann er feik! En það er nákvæm- lega þarna sem moksturinn hefst. Því hvað er alvöru gull? Er nóg að það sé 14 karata? Þarf það kannski að vera 18 karata? 20 karata? Eða þarf það að vera hreinasta gull í heimi, svo- kallað 999.999 gull, sem þó er reyndar ekki 100%. Þarf að fylgja vottorð frá lærðum gullsmiði til að gullið sé alvöru? Skiptir máli í hvaða skóla hann lærði gullsmíði? Hver er kjarninn í málinu? Hann krefst ekki rann- sóknarvinnu. Ásóknin í gull er í sínu hreinasta eðli ásókn í það sem skiptir ekki máli. Ef það glóir á yfirborðinu og fólk girnist það þá þarf ekki að kafa neitt dýpra. En margir skilja þetta ekki heldur eyða ævi sinni í að moka áfram í leit að kjarnanum. Þess vegna er besti bissness í heimi að selja skóflur. Og þið getið rétt mér annan Nóbel núna, að þessu sinni fyrir hagfræði. Hvíl í friði Fidel Castro. Castro og kjarninn Auðvitað dreymdi píputottandi menntamenn í háskólum Vestur- landa um að halda á Kalashni- kov-riffli og vera eins og Fidel eða að minnsta kosti fá að hitta hann og reykja með honum vindil. Langarima 21, 112 Reykjavík - Sími 577 5300 OPIÐ mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18:30 & föstudaga frá kl. 9-18. af vítamínum og bætiefnum fram að jólum. Af því tilefni verður Rima Apótek 20 ára! 20% afslá s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 19F Ö s T u d a g u R 9 . d e s e m B e R 2 0 1 6 0 9 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 9 C -8 9 9 C 1 B 9 C -8 8 6 0 1 B 9 C -8 7 2 4 1 B 9 C -8 5 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.