Fréttablaðið - 09.12.2016, Page 56

Fréttablaðið - 09.12.2016, Page 56
Mig langar að lofa því að ég fari aldrei aftur út í svona samstarf. Það reynir á að þurfa að bera allt undir látinn listamann. Þann- ig að kannski reyni ég að stóla á sjálfan mig héðan í frá,“ segir Einar Falur Ingólfsson myndlistarmaður hlæjandi um sýninguna sem hann opnar í dag í safni Johannesar Lar- sen í Kerteminde á Fjóni. Johannes Larsen var danskur listamaður sem var á sínum tíma einn þekktasti og vinsælasti málari Dana og naut sér- stakrar velgengni á árunum milli 1915 og 1930. Þekktur fyrir myndir af náttúru og dýrum, einkum fuglum en hann er kallaður fuglamálarinn. Hann var einn af Fjónsmálurunum en þeir mörkuðu ákveðin spor í danska myndlist á sínum tíma. Áfall á Íslandi Einar Falur segir samband Larsens við Ísland eiga sér bæði merkilega en líka sorglega sögu. „Þegar Larsen var sextugur vildi Gyldendal koma út veglegri útgáfu af Íslendinga- sögunum og þá var hann fenginn til þess að myndskreyta. Hann hélt til Íslands 1927 til að eyða sumrinu í verkefnið. Ólafur Túbals, bóndi og málari í Múlakoti í Fljótshlíð, var leiðsögumaður hans og saman ferðuðust þeir bæði á bíl og hestum á milli sögustaða. Á hverjum stað gerir Larsen ofurnákvæma teikn- ingu og fyrst taka þeir Suðurlandið halda á Vesturlandið og loks vestur á Snæfellsnes en þá er orðið áliðið sumars. Þá fær Larsen boð um það að konan hans, Alhed Warberg sem var einnig virtur og flottur málari, væri alvarlega veik og lægi fyrir dauð- anum. Hjónin voru afar náin en hún hafði verið veik fyrr á árinu en virt- ist vera að ná heilsu þarna um vorið og því ákvað Larsen að leggja í ferða- lagið. Larsen flýtir sér til Reykja- víkur í miklu áfalli og kemst strax á skip. Þegar það leggur að í Færeyjum þá stekkur annar sonur hans um borð og tilkynnir pabba sínum að Alhed sé látin. Þetta reyndist Larsen gríðarlega þungbært og hann sneri ekki aftur til Íslands fyrr en þremur árum síðar til þess að ljúka verkinu.“ Á þessum tveimur sumrum gerði Larsen samtals um 300 pennateikn- ingar sem Einar Falur segir að í raun megi líta á sem eitt konseptverk. „Hundrað og sextíu þeirra rötuðu í þessa glæsilegu útgáfu Gyldendal, 30 til 40 aðrar hafa smám saman verið sýndar en svo eru um 100 af þessum teikningum sem hafa ekki sést en sumar þeirra verða á sýning- unni hjá mér núna.“ Larsen og puttalingar Einar Falur segir að hann hafi lagt umtalsverða vinnu í undirbúning- inn, myndað nokkuð fyrir verkið sumrin 2014 og 15 og svo verið á faraldsfæti í tólf vikur í sumar við að mynda. „Ég fór í fótspor Johann- esar Larsen með mína stóru plötu- myndavél og vann á þeim stöðum þar sem hann hafði unnið og leit svona á hann sem Sýni aldrei hreint landslag, heldur alltaf ummerki um mennina Myndlistarmaðurinn Einar Falur Ingólfs- son opnar í dag sýningu í safni Johannes- ar Larsen á Fjóni. Verkin eru unnin með fararstjórn þessa látna meistara danska landslagsmálverksins. Einar Falur Ingólfsson, Surtshellir, 09.08. 2016. Einar Falur Ingólfsson, Þyrilsnes í Hvalfirði, 09.08. 2016. Einar Falur Ingólfsson á sýningunni á safni Johannesar Larsen. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 9 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T U d A G U r36 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð menning 0 9 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 9 C -9 8 6 C 1 B 9 C -9 7 3 0 1 B 9 C -9 5 F 4 1 B 9 C -9 4 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.