Fréttablaðið - 09.12.2016, Page 20

Fréttablaðið - 09.12.2016, Page 20
Í Gullöld bílsins eftir Örn Sigurðsson er þetta minnisstæða tímabil rifjað upp með yfir 400 myndum af flottustu bíl­ unum og auglýsingunum sem notaðar voru til að kynna þá. Greint er frá því helsta sem gerðist á þessum árum og stiklað á stóru í sögu framleiðendanna. Ómissandi bók fyrir alla bílaáhugamenn! Á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar voru risarnir þrír, General Motors, Ford og Chrysler, nær allsráðandi á bílamark­ aði heimsins. Á sama tíma átti sér stað mesta bylting í tækni og hönnun sem sést hefur og glæsilegustu bílar sögunnar litu dagsins ljós. Örn Sigurðsson landfræðingur og bíla­ sagnfræðingur er höfundur bókanna Íslenska bílaöldin og Króm og hvítir hringir, og ritstjóri fjölda erlendra bíla­ og tækni­ bóka sem komið hafa út hjá Forlaginu. www.forlagið.is Þann 10. desember halda Evr­ópusambandið og aðildarríki þess upp á Alþjóðlega mann­ réttindadaginn. Þar sem ójöfnuður og mannréttindabrot fara sívaxandi víða um heim, og átökum linnir ekki í löndum á borð við Sýrland, er enn brýnna en ella að efla aðgerðir okkar til varnar sameiginlegum réttindum allra. Þess vegna tökum við höndum saman með Sameinuðu þjóðunum í ákalli til fólks um að verja rétt hvers og eins. Hvert og eitt okkar ber persónu­ lega ábyrgð á því að standa vörð um þessi réttindi. Við getum sótt innblástur til þeirra mannréttinda­ frömuða sem hafa í fjölda landa sýnt hugrekki frammi fyrir vaxandi þrýstingi og ógnunum. Evrópu­ sambandið ásetur sér að verja þá, og efla rými borgaralegs samfélags. Embættismenn ESB, á öllum stigum, gera þetta með fundum við mann­ réttindafrömuði, eftirliti með réttar­ höldum yfir þeim, heimsóknum til þeirra sem haldið er föngnum og með því að vekja máls á stöðu þeirra við stjórnvöld. Gegnum neyðarsjóð EIDHR hefur ESB einnig í ár veitt fjárhagsaðstoð til yfir 250 mann­ réttindafrömuða og fjölskyldna þeirra, sem eru í hættu vegna dag­ legra starfa sinna. ESB stendur vörð um mannréttindi Aðgerðir einstaklinga skipta sköp­ um, en Evrópusambandið í heild mun þó áfram gegna forystuhlut­ verki í að tala máli heimsskipulags á grundvelli laga og réttar, með virðingu fyrir mannréttindum að leiðarljósi. Stavros Lambrinidis, sér­ legur fulltrúi mannréttinda innan ESB, vinnur ötullega að því að hefja merki mannréttindastefnu ESB á loft á alþjóðavettvangi. Á sama tíma starfa sendinefndir ESB linnulaust að vörnum mannréttinda innan gistilanda sinna. ESB er enn sem fyrr einarður talsmaður mannréttinda á fjölþjóðavettvangi. Við styðjum mannréttindakerfi Sameinuðu þjóðanna heilshugar, sem lykil­ þátt til að verja mannréttindi og til að hafa eftirlit með því að þeim sé framfylgt. Á næsta ári mun Evrópusam­ bandið fylgja eftir nýrri Heims­ áætlun ESB í utanríkis­ og öryggis­ málum, sem kynnt var í júní 2016, þar sem við hétum því að hlúa að virðingu fyrir mannréttindum bæði innan og utan sambandsins. Það felur í sér að tryggja hæsta stig mannréttindavarna fyrir förufólk og flóttamenn í öllum aðgerðum ESB á sviði fólksflutninga og þróunar. Að sama skapi munum við endurnýja skuldbindingar okkar í baráttunni gegn pyntingum og illri meðferð, og til að verja réttindi barna. Í dag, og sérhvern dag á komandi ári, mun ESB standa vörð um mannréttindi á heimsvísu, og heitir hverjum einstaklingi sem það gerir fullum stuðningi. Yfirlýsing vegna Alþjóðlega mannréttindadagsins Federica Mogherini æðsti talsmaður ESB í utanríkis- málum Við styðjum mannréttinda- kerfi Sameinuðu þjóðanna heilshugar, sem lykilþátt til að verja mannréttindi og til að hafa eftirlit með því að þeim sé framfylgt. Ljúkið aftur augum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í ann­arri veröld sem þið skiljið ekki, hún er ykkur algjörlega framandi. Menningin, trúarbrögðin, tungu­ málið og jafnvel veðurfarið er ein­ kennilegt og það sem skiptir höfuð­ máli í þessu samhengi er að þið eruð ein og hjálparvana. Það er flestum ógerlegt að sjá þetta fyrir sér, en þetta er staðreynd í lífi ótal margra sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt. Setjið ykkur í spor þeirra óteljandi sálna sem áttu engra annarra kosta völ en að flýja land sitt. Það er hræðileg upplifun að neyðast til þess flýja það sem áður var eðli­ legt líf, að skilja við það allt og fara til annars lands. Það eina sem þið getið tekið með ykkur eru þær minningar sem þið geymið í hugum og hjörtum ykkar. Nú skrifa ég um alla innflytjendur, en þessum skrifum er beint að flótta­ mönnum, því staðreyndin er sú að við erum að takast á við neyðarástand í Evrópu í þessum skrifuðu orðum! Aðstæður þeirra í heimalöndum sínum hafa verið litaðar skelfingu og ótta og flestir hafa upplifað mikið ofbeldi, þá sérstaklega KONUR! Það er þekkt staðreynd að flestir þeirra sem flýja þessi Miðaustur­ lönd eru múslimar og eins og hefur verið gert einstaklega ljóst í fjöl­ miðlum, þá vita flestir að á okkar tímum stafar mikil ógn á heims­ vísu af hryðjuverkasamtökum sem kenna sig við íslam, þau eru sér­ staklega ógn við áðurnefnda flótta­ menn í þeirra heimalöndum. Enn í dag helst sá misskilningur á lofti að allir þeir sem eru íslamstrúar, mús­ limar, séu tengdir hryðjuverkastarf­ semi og veldur það enn auknu áreiti í garð þessa flóttafólks í viðbót við þá upplifun sem það annars gengur í gegnum. Kúgun og misrétti Múslimskar konur hafa ævinlega þurft að sæta einhverri kúgun og misrétti. Þær hafa margar þurft að sæta ýmsum tegundum ofbeldis, þá sérstaklega hatursorðræðu, fordóm­ um og jafnvel líkamlegu ofbeldi. Það er vitað að margar þessara kvenna búa við vissar takmarkanir, sem eru þó ef til vill ekki endilega takmark­ anir nema í augum annarra, jafnvel vissra samtaka og stofnana. Oft eru þetta stofnanir sem segjast tala máli kvenréttinda, sem á sama tíma svipta konur þeim grundvallarmannrétt­ indum sem varða klæðaburð, vali. Þegar konur þurfa að laga sig að sam­ félaginu, þá sérstaklega í ókunnugu umhverfi, er alltaf hættan á því að þær séu sviptar réttinum á því að vera þær sjálfar og hafa stjórn yfir eigin ákvörðunum. Í mörgum múslimalöndum, þ. á m. Sádi­Arabíu og Íran, ganga konur með svokallaða slæðu sem hylur hár þeirra og gangi þær ekki með slæðu í þessum löndum getur það varðað við refsingu. Vestræn lönd hafa skýr skilaboð um réttindi kvenna en þessi sömu lönd svipta konur sínum rétti með því að banna notkun slæðanna, enda er notkun slæðanna einstaklega persónuleg ákvörðun kvenna sem þær eiga að hafa fullan rétt á. Við í Samtökum kvenna af erlend­ um uppruna leitumst við að fræða allar konur um réttindi sín með því að bjóða upp á jafningjaráðgjöf konum að kostnaðarlausu á þriðjudögum milli 20­22 á skrifstofu okkar að Tún­ götu 14, 101 Reykjavík. Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Þekkjum rétt kvenna Enn í dag helst sá misskiln- ingur á lofti að allir þeir sem eru íslamstrúar, múslimar, séu tengdir hryðjuverka- starfsemi og veldur það enn auknu áreiti í garð þessa flóttafólks í viðbót við þá upplifun sem það annars gengur í gegnum. Zahra Mesbah, W.O.M.A.N, samtök kvenna af erlendum uppruna 9 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T U d A G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 9 C -8 E 8 C 1 B 9 C -8 D 5 0 1 B 9 C -8 C 1 4 1 B 9 C -8 A D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.