Fréttablaðið - 09.12.2016, Side 18
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Hafliði
Helgason
haflidi@frettabladid.is
Við undirrituð, starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar, skorum á nýkjörna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi að móta tafarlaust
stefnu í þágu barna sem búa við verulegan skort á
Íslandi og tímasetja markmið um að ekkert barn búi
við fátækt á Íslandi árið 2020.
Samkvæmt skýrslu Hagstofu Íslands um sára
fátækt frá 13. september síðastliðnum bjuggu í fyrra
um 1,3% landsmanna eða um 4.300 manneskjur við
verulegan skort á þeim lífsgæðum sem þykja eðlileg
í íslensku samfélagi svo sem að geta staðið í skilum
með greiðslur fyrir húsnæði og lán, geta haldið
húsnæðinu heitu, geta farið í vikulangt frí með fjöl-
skyldunni árlega, haft efni á kjöti, fiski eða sambæri-
legri grænmetismáltíð annan hvern dag, geta mætt
óvæntum útgjöldum, hafa efni á síma, sjónvarps-
tæki, þvottavél eða bíl. Manneskja sem býr við sára
fátækt hefur ekki efni á fernum af níu ofangreindum
lífsgæðum og getur ekki haldið í við almennar
neysluvenjur í samfélaginu.
Gögn Hagstofunnar sýna fram á að heilsufar, staða
fólks á húsnæðismarkaði sem og heimilisgerð hafi
töluvert forspárgildi um sára fátækt. Þannig leiðir
bág heilsa og örorka til lágra ráðstöfunartekna sem
setur fólki þröngar skorður á húsnæðismarkaði.
Sama á við um einstæða foreldra og þá sem búa
einir. Niðurstaða Hagstofunnar er líka skýr um það
að sár fátækt er tíðari á meðal leigjenda en hús-
næðiseigenda. Það liggur því í augum uppi að grípa
þarf til almennra aðgerða á húsnæðismarkaði og að
tryggja þarf aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu
óháð efnahag.
Við sem samfélag viljum tryggja hag barnanna
okkar. Til þess þurfum við skýra stefnu og sértækar
aðgerðir í þágu fólksins sem býr við þannig aðstæður
að það getur ekki óstutt tryggt börnum sínum þau
lífsgæði sem þykja sjálfsögð á Íslandi. Við erum ríkt
samfélag af efnislegum gæðum. Sértæku aðgerðirnar
krefjast fjármagns og því verðum við að forgangs-
raða í þágu barnanna okkar allra.
Ekkert barn búi við
fátækt á Íslandi árið 2020!
Atli Geir
Hafliðason
Áslaug Arndal
Bjarni Gíslason
Kristín
Ólafsdóttir
Sædís
Arnardóttir
Vilborg
Oddsdóttir
starfsfólk Hjálpar-
starfs kirkjunnar
Þannig leiðir
bág heilsa og
örorka til
lágra ráðstöf
unartekna
sem setur
fólki þröngar
skorður á
húsnæðis
markaði.
JÓLATILBOÐ NÍTRÓ
Fylgist með fleiri tilboðum á
Facebook. Sendum um allt land
.
Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi / Sími 557 4848 / www.nitro.is
Af...
RST götuhjólafatnaði
CKX vélsleðagöllum
Öllum motocrossgöllum
Givi töskum og aukahlutum
20%
Afsláttur
30% Afsláttur
Strider jafnvægishjól
12.593,-
Hærri hag
vaxtartölur
minnka líkur
á því að
Seðlabankinn
lækki vexti
nú í desem
ber, auk þess
sem óvissa
um endanlega
útgáfu
fjárlaga hlýtur
að hafa sömu
áhrif.
Fjárlagafrumvarpið er lagt fram við sérstakar aðstæður þar sem sú ríkisstjórn sem leggur það fram hefur ekki þingmeirihluta. Við þær kringumstæður mun reyna talsvert á þingið.Frumvarpið er lagt fram við þær kringum-stæður að nýjar hagtölur sýna meiri vöxt en
spár höfðu gert ráð fyrir. Hærri hagvaxtartölur minnka
líkur á því að Seðlabankinn lækki vexti nú í desember,
auk þess sem óvissa um endanlega útgáfu fjárlaga
hlýtur að hafa sömu áhrif.
Enda þótt Seðlabankinn hafi tök á að hindra inn-
flutning gjaldeyris vegna vaxtamunarviðskipta, þá
getur hann ekki komið í veg fyrir að innlendir aðilar
stundi þau í raun með þeim hætti að halda inni í
landinu fjármunum sem annars færu í erlendar fjár-
festingar.
Í Markaðnum í fyrradag var rætt við Almar Guð-
mundsson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins,
sem hefur eins og fleiri nokkrar áhyggjur af því að hröð
styrking krónunnar muni bitna á langtímahagsæld
þjóðarinnar.
Það er full ástæða til að taka undir þessar áhyggjur.
Samkeppnishæfni annarra greina en ferðaþjónustu
fer hratt minnkandi vegna launakostnaðar mælds í
erlendri mynt. Enginn veit svo hver eru sársaukamörk
ferðaþjónustunnar sjálfrar og í framhaldinu hvert getur
verið langtíma jafnvægisgengi krónunnar.
Ísland tekst nú á við algjörlega ný vandamál í hag-
stjórn. Hagvöxtur er margfaldur á við nágrannalönd og
nettó staða við útlönd er jákvæð um 60 milljarða og lík-
legt að hún eigi eftir að batna enn. Sala eigna gæti gert
ríkið nánast skuldlaust og tækifæri er til að greiða inn á
lífeyrisskuldbindingar
Nauðsynlegt er að auka hvatann til þess að fjármunir
fari úr landi á móti öllu því innstreymi sem nú er.
Lækkun vaxta hjálpar til, en Seðlabankinn mun varla
stíga slíkt skref nema að fyrir liggi að ríkisfjármálin séu
tekin föstum tökum.
Nýkjörið Alþingi verður að sýna ábyrgð og reka ríkis-
sjóð með afgangi. Ekki skal lítið úr því gert að á ýmsum
sviðum hafa málaflokkar verið sveltir og uppsafnaða
þörf má finna í mikilvægum stoðum samfélagsins eins
og heilbrigðiskerfi, menntakerfi og í samgöngum.
Upplegg fjármálafrumvarpsins eins og það lítur út er
skynsamlegt, þótt deila megi um forgangsröðun ýmissa
þátta. Það er pólitískt úrlausnarefni fyrir nýtt þing að
leysa. Mikilvægast er samt að sú umræða verði innan
þess útgjaldaramma sem lagt hefur verið upp með.
Krafa um aukin ríkisútgjöld við þessar kringumstæður
er því miður óábyrg og mun koma í bakið á okkur.
Í núverandi stöðu eru mikil tækifæri til að tryggja
langtímahagsæld. Freistnivandi stjórnmála í miklum
hagvexti er mikill og sagan sýnir að erfitt er að halda
aftur af útgjöldum. Sagan sýnir líka að takist það ekki
verður afleiðingin hörð lending hagkerfisins.
Fjárlög í miklum
hagvexti
Undrast eigin loforð
Ríkisstjórnin samþykkti sam-
gönguáætlun rúmum tveimur
vikum fyrir kosningar. Þar var
öllu fögru lofað og ráðast átti í
miklar umbætur á innviðum
landsins. Nú þegar fjárlagafrum-
varpið liggur fyrir er ljóst að ekki
verður staðið við áætlunina.
Fyrr í vikunni sagði Bjarni
Benediktsson að ekki hefði verið
innistæða fyrir henni; hún hefði
verið bólgin af kosningalof-
orðum. Er Bjarni búinn að gleyma
því að áætlunin var stjórnar tillaga
Ólafar Nordal innanríkisráð-
herra? Að hann studdi sjálfur
áætlunina í öllum atkvæða-
greiðslum sem fram fóru?
Fjárlaganefnd Bjarna
Athygli vakti í byrjun vikunnar
þegar starfandi fjármálaráðherra
skammaðist út í ríkisstofnanir
fyrir að kvarta undan fjárskorti.
Annað hljóð var komið í strokk-
inn á þriðjudag þegar hann
sagðist að sjálfsögðu mundu
hlusta með opnum hug á gagn-
rýni á fjárlagafrumvarpið. Um
leið fullyrti hann hins vegar að
að frumvarpið myndi „ekki taka
grundvallarbreytingum í fjárlaga-
nefnd“.
Einhverjum kann að þykja
Bjarni hér hafa farið aðeins fram
úr sér. Þrír af níu nefndarmönn-
um þingnefndarinnar koma úr
Sjálfstæðisflokki og varla er það
í verkahring Bjarna að ákveða
hvað nefndin tekur til bragðs?
thorgeirh@frettabladid.is
9 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T U d A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN
0
9
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
9
C
-9
3
7
C
1
B
9
C
-9
2
4
0
1
B
9
C
-9
1
0
4
1
B
9
C
-8
F
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
7
2
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K