Fréttablaðið - 10.11.2016, Síða 20

Fréttablaðið - 10.11.2016, Síða 20
Í kjölfar niðurstöðu kosninganna hrundu hlutabréf í Asíu. Nikkei-vísi- talan í Japan lækkaði mest, eða um 5,36 prósent, aðfaranótt miðviku- dags. Shanghai Composite-vísitalan lækkaði um 0,62 prósent og Hang Sen í Hong Kong um 2,16 prósent. The Guardian greinir frá því að 35 milljarðar dollara, jafnvirði 3.860 milljarða íslenskra króna, hafi þurrkast út af hlutabréfamark- aðnum í Ástralíu. Líklega má rekja lækkunina til þess að Trump hefur talað um að leggja álag á innfluttar vörur frá Kína og að refsa fyrirtækj- um sem flytja störf til Asíu. Hrun á Asíumarkaði Óvæntur sigur Trumps hristi upp í mörkuðum Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum lækkuðu við opnun og sveifluðust eilítið fram eftir degi. Markaðir heimsins brugðust í fyrstu illa við óvæntum fréttum af sigri Donalds Trump í for- setakosningum Bandaríkjanna í gær. Hlutabréfahrun varð víðsvegar í Asíu og Evrópu. Hlutabréf tóku þó við sér í Evrópu. Lítil áhrif voru á Íslandi. Gengi Bandaríkjadals og mexíkóska pesósins veiktist. Sigur Trumps felur í sér mikla óvissu sem getur haft áframhaldandi neikvæð áhrif á hlutabréfamarkaði og alþjóðaviðskipti. Eftir kjör Trumps ríkir nú mikil óvissa varðandi framtíð alþjóðavið- skipta að mati sérfræðinga. CNN Money hefur eftir Lim Say, yfirmanni fjárfestinga hjá DBS- bankanum í Singapúr, að alþjóða- hagkerfið, alþjóðaviðskipti og fjár- málamarkaðir standi nú frammi fyrir mikilli óvissu þar sem nýr leið- togi Bandaríkjanna vill færa landið nær aðskilnaðarstefnu. Margir ótt- ast að viðskiptastríð muni brjótast út. AGS, OECD og fleiri stofnanir hafa nú þegar varað við rýrum vexti í alþjóðaviðskiptum á árinu, og áhrif af Brexit, ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið, bætt- ust ofan á áhyggjur stofnananna. Sérfræðingar vara við áætlunum Trumps um að rifta eða endurrita NAFTA-fríverslunarsamninginn við Mexíkó og Kanada. Þeir telja að það muni hafa mjög truflandi Fríverslun í uppnámi Gengi hlutabréfa í Evrópu hrundi í gærmorgun. Ástæðan er talin vera óljós afstaða Trumps til efnahags- mála. Um morguninn lækkað DAX- vísitalan í Þýskalandi um næstum þrjú prósent, en um eftirmiðdaginn í gær hafði hún hækkað um 0,4 pró- sent. IBEX-vísitalan á Spáni lækkaði um nærri fjögur prósent en hafði hækkað um 1,3 prósent um eftir- miðdaginn. FTSE 100 í Bretlandi lækkað um tvö prósent snemma morguns en hafði svo hækkað um 0,4 prósent síðdegis í gær. Jöfnuðu sig í Evrópu Frá því að úrslit forsetakosninganna lágu fyrir og fram til eftirmiðdagsins í gær lækkaði gengi pesósins, gjald- miðils Mexíkó, gagnvart banda- ríkjadal allverulega. Pesóinn lækk- aði um tólf prósent, þegar ljóst var að Trump væri sigurvegari kosn- inganna um klukkan sex um nótt- ina, en hækkaði svo á ný. Um eftir- miðdaginn í gær hafði gengi hans lækkað um 8,6 prósent.  Líklega má rekja lækkunina til þess að Trump hefur lengi heitið því að reisa vegg á landamærum ríkjanna og láta Mexíkó borga fyrir smíðina, og skattleggja peninga sem innflytjendur senda til fjölskyldna. Pesóinn í Mexíkó tók dýfu NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI 4BLS PS4 STÝRIPIN NI FYLGIR NÝKYNSLÓÐÖFLUGRI, HRAÐARI OG BETRI! Ný og hraðari PRO útgáfa af einni vinsælustu leikjatölvu í heimi. Netflix, Youtube ofl. öpp, 1TB harður diskur, HDR tækni, styður PS VR og 4K leikjaspilun!69.990 PS4PRO Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is Viðskipti Afstaða Trumps til efnahagsmála er mjög óljós. 0,0540 0,0525 0,0510 0,0495 0,0480 9. nóv 6:00 12:00 Gengi pesós gagnvart Bandaríkjadal í gær heimild: xe.com Gengi hlutabréfa á Íslandi lækkaði, rétt eins og í öðrum löndum, snemma í gærmorgun, um 1,3 prósent. Lækk- anirnar náðust þó að mestu til baka. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,76 pró- sent í gær og gengi hlutabréfa í öllum nema fimm fyrirtækjum á Aðallista Kauphallarinnar lækkaði. „Þetta er ekki svo óvenjulegur dagur á íslenska markaðnum. Við erum með 45 daga á árinu þar sem lækk- unin hefur verið meiri og svo eru við- skiptin eiginlega í meðaltali. Þetta er ótrúlega venjulegur dagur þegar öllu ert á botninn hvolft,“ segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskipta- sviðs Kauphallar Íslands. „Það kannski hjálpar að við opnum aðeins seinna en erlendu markaðirnir. Ef maður ber saman Nordic 40 vísi- töluna og úrvalsvísitöluna, þá sér maður að þegar norræna vísitalan opnar fer hún niður um næstum þrjú prósent, en þeir eru komnir eiginlega á sama stað og við þegar við opnuðum klukkutíma síðar.“ Miðgengi Bandaríkjadals gagn- vart krónunni hafði í gærmorgun ekki verið lægra síðan í október 2008. Gengið hækkaði þó aftur yfir daginn. Lítil áhrif á hlutabréf á Íslandi Það kannski hjálpar að við opnum aðeins seinna en erlendu markað- irnir. Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallar Íslands 1 0 . n ó v e m B e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r20 F r é T T I r ∙ F r é T T A B L A ð I ð 1 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 D -A 7 9 4 1 B 3 D -A 6 5 8 1 B 3 D -A 5 1 C 1 B 3 D -A 3 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.