Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2016, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 10.11.2016, Qupperneq 20
Í kjölfar niðurstöðu kosninganna hrundu hlutabréf í Asíu. Nikkei-vísi- talan í Japan lækkaði mest, eða um 5,36 prósent, aðfaranótt miðviku- dags. Shanghai Composite-vísitalan lækkaði um 0,62 prósent og Hang Sen í Hong Kong um 2,16 prósent. The Guardian greinir frá því að 35 milljarðar dollara, jafnvirði 3.860 milljarða íslenskra króna, hafi þurrkast út af hlutabréfamark- aðnum í Ástralíu. Líklega má rekja lækkunina til þess að Trump hefur talað um að leggja álag á innfluttar vörur frá Kína og að refsa fyrirtækj- um sem flytja störf til Asíu. Hrun á Asíumarkaði Óvæntur sigur Trumps hristi upp í mörkuðum Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum lækkuðu við opnun og sveifluðust eilítið fram eftir degi. Markaðir heimsins brugðust í fyrstu illa við óvæntum fréttum af sigri Donalds Trump í for- setakosningum Bandaríkjanna í gær. Hlutabréfahrun varð víðsvegar í Asíu og Evrópu. Hlutabréf tóku þó við sér í Evrópu. Lítil áhrif voru á Íslandi. Gengi Bandaríkjadals og mexíkóska pesósins veiktist. Sigur Trumps felur í sér mikla óvissu sem getur haft áframhaldandi neikvæð áhrif á hlutabréfamarkaði og alþjóðaviðskipti. Eftir kjör Trumps ríkir nú mikil óvissa varðandi framtíð alþjóðavið- skipta að mati sérfræðinga. CNN Money hefur eftir Lim Say, yfirmanni fjárfestinga hjá DBS- bankanum í Singapúr, að alþjóða- hagkerfið, alþjóðaviðskipti og fjár- málamarkaðir standi nú frammi fyrir mikilli óvissu þar sem nýr leið- togi Bandaríkjanna vill færa landið nær aðskilnaðarstefnu. Margir ótt- ast að viðskiptastríð muni brjótast út. AGS, OECD og fleiri stofnanir hafa nú þegar varað við rýrum vexti í alþjóðaviðskiptum á árinu, og áhrif af Brexit, ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið, bætt- ust ofan á áhyggjur stofnananna. Sérfræðingar vara við áætlunum Trumps um að rifta eða endurrita NAFTA-fríverslunarsamninginn við Mexíkó og Kanada. Þeir telja að það muni hafa mjög truflandi Fríverslun í uppnámi Gengi hlutabréfa í Evrópu hrundi í gærmorgun. Ástæðan er talin vera óljós afstaða Trumps til efnahags- mála. Um morguninn lækkað DAX- vísitalan í Þýskalandi um næstum þrjú prósent, en um eftirmiðdaginn í gær hafði hún hækkað um 0,4 pró- sent. IBEX-vísitalan á Spáni lækkaði um nærri fjögur prósent en hafði hækkað um 1,3 prósent um eftir- miðdaginn. FTSE 100 í Bretlandi lækkað um tvö prósent snemma morguns en hafði svo hækkað um 0,4 prósent síðdegis í gær. Jöfnuðu sig í Evrópu Frá því að úrslit forsetakosninganna lágu fyrir og fram til eftirmiðdagsins í gær lækkaði gengi pesósins, gjald- miðils Mexíkó, gagnvart banda- ríkjadal allverulega. Pesóinn lækk- aði um tólf prósent, þegar ljóst var að Trump væri sigurvegari kosn- inganna um klukkan sex um nótt- ina, en hækkaði svo á ný. Um eftir- miðdaginn í gær hafði gengi hans lækkað um 8,6 prósent.  Líklega má rekja lækkunina til þess að Trump hefur lengi heitið því að reisa vegg á landamærum ríkjanna og láta Mexíkó borga fyrir smíðina, og skattleggja peninga sem innflytjendur senda til fjölskyldna. Pesóinn í Mexíkó tók dýfu NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI 4BLS PS4 STÝRIPIN NI FYLGIR NÝKYNSLÓÐÖFLUGRI, HRAÐARI OG BETRI! Ný og hraðari PRO útgáfa af einni vinsælustu leikjatölvu í heimi. Netflix, Youtube ofl. öpp, 1TB harður diskur, HDR tækni, styður PS VR og 4K leikjaspilun!69.990 PS4PRO Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is Viðskipti Afstaða Trumps til efnahagsmála er mjög óljós. 0,0540 0,0525 0,0510 0,0495 0,0480 9. nóv 6:00 12:00 Gengi pesós gagnvart Bandaríkjadal í gær heimild: xe.com Gengi hlutabréfa á Íslandi lækkaði, rétt eins og í öðrum löndum, snemma í gærmorgun, um 1,3 prósent. Lækk- anirnar náðust þó að mestu til baka. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,76 pró- sent í gær og gengi hlutabréfa í öllum nema fimm fyrirtækjum á Aðallista Kauphallarinnar lækkaði. „Þetta er ekki svo óvenjulegur dagur á íslenska markaðnum. Við erum með 45 daga á árinu þar sem lækk- unin hefur verið meiri og svo eru við- skiptin eiginlega í meðaltali. Þetta er ótrúlega venjulegur dagur þegar öllu ert á botninn hvolft,“ segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskipta- sviðs Kauphallar Íslands. „Það kannski hjálpar að við opnum aðeins seinna en erlendu markaðirnir. Ef maður ber saman Nordic 40 vísi- töluna og úrvalsvísitöluna, þá sér maður að þegar norræna vísitalan opnar fer hún niður um næstum þrjú prósent, en þeir eru komnir eiginlega á sama stað og við þegar við opnuðum klukkutíma síðar.“ Miðgengi Bandaríkjadals gagn- vart krónunni hafði í gærmorgun ekki verið lægra síðan í október 2008. Gengið hækkaði þó aftur yfir daginn. Lítil áhrif á hlutabréf á Íslandi Það kannski hjálpar að við opnum aðeins seinna en erlendu markað- irnir. Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallar Íslands 1 0 . n ó v e m B e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r20 F r é T T I r ∙ F r é T T A B L A ð I ð 1 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 D -A 7 9 4 1 B 3 D -A 6 5 8 1 B 3 D -A 5 1 C 1 B 3 D -A 3 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.