Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Við hittum þau í þessari viku og er- um að skilgreina hvað það er sem við þurfum að taka á og erum að vinna úr því hvernig við getum samið um þá þætti og sú vinna er enn í gangi,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, í samtali við Morgunblaðið. Kjaraviðræður standa enn yfir við Samband ís- lenskra sveitarfélaga en kennarar hafa í tvígang fellt nýja kjarasamn- inga, síðast í byrjun september. „Það sem stendur mest í okkar fólki er ekki efni samninganna held- ur það sem er ekki þar,“ segir Ólafur en þar vanti að gera betur í launa- þáttum og atriðum er varða starfs- umhverfi kennara en ræða þurfi leiðir til að ná saman í þeim efnum. „Það er engin vöfflulykt af þessu og það er ekki komið á þann stað að vera að klárast,“ bætir Ólafur við og ef ekki verði náð saman um þessi efni þurfi félagið að skoða hvaða leiðir séu færar. „Það kemur fljót- lega að því að menn þurfi að skoða aðra möguleika.“ Hann sé þó enn vongóður um að samningar náist en næsti fundur er í dag. „Við getum ekki sætt okkur við annað“ „Við eigum núna eins árs samningsleysisafmæli,“ segir Dag- rún Hjartardóttir, starfandi formað- ur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, en ár er síðan kjarasamningar þeirra urðu lausir og enn hefur ekki samist við Sam- band íslenskra sveitarfélaga. Stjórn Kennarasambands Íslands sendi frá sér ályktun fyrir helgi og segist hafa þungar áhyggjur af stöðu deilunnar. Dagrún segir störf tónlistarkenn- ara sambærileg störfum kennara en kröfum þeirra um sambærileg laun sé ekki mætt. Verkfall sé ekki raun- hæfur kostur í stöðunni til að knýja á um leiðréttingu launa. „Við mun- um hamra áfram á þessu réttlæt- ismáli. Við getum ekki sætt okkur við annað.“ Fundur er áætlaður í dag. Í gær skrifaði Guðríður Arnar- dóttir, formaður Félags framhalds- skólakennara, undir samkomulag um að allar frekari hækkanir, sem gerðardómur dæmdi félagsmönnum BHM, gildi fyrir framhaldsskóla- kennara 2016 og 2017. Í staðinn gangist framhaldsskólakennarar undir friðarskyldu út október á næsta ári. laufey@mbl.is „Engin vöfflulykt“  Grunnskóla- og tónlistarkennarar ræða enn kaup og kjör  Friðarskylda framhaldsskólakennara út október á næsta ári Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is 15,2 milljarða króna afgangur verður af samstæðu A- og B-hluta borgar- sjóðs á næsta ári, gangi fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2017-2021 eftir. Hún var lögð fyrir borgarstjórn í gær. Í inngangi greinargerðar með frumvarpi að fjárhagsáætlun, segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að meginniðurstaða áætlunarinnar fyrir árið 2017 sé að umskipti hafi orðið í rekstrinum. „Þröngri stöðu og halla hefur ver- ið snúið í afgang, án þess að hækka skatta. Með skipulegum vinnubrögð- um og framlagi starfsfólks og stjórn- enda allra sviða hefur náðst utan um þróun rekstrarkostnaðar og tekjur hafa einnig aukist,“ segir þar. Ennfremur segir að árið 2017 verði metár í byggingu íbúðarhús- næðis, borgin hafi lagt sérstaka áherslu á að tryggja aukið magn leigu- og búseturéttaríbúða. Afgangur eykst jafnt og þétt Gert er ráð fyrir að rekstrarnið- urstaða samstæðu A- og B-hluta verði jákvæð allt fram til ársins 2021 og að afgangur stigmagnist. Þannig gerir áætlunin ráð fyrir að árið 2021 verði 34,7 milljarða króna afgangur af samstæðunni. Ástæðan fyrir 15,2 milljarða króna afgangi á næsta ári er í greinargerð- inni sögð aðhald í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur og matsbreytingar á fjárfestingaeignum Félagsbústaða hf. Á tímabilinu er gert ráð fyrir auknum fjárfestingum og aukast þær úr 16,3% af tekjum árið 2015 í 23,6% af tekjum á árið 2018 en lækka síðan og árið 2021 verða þær orðnar 12% af tekjum borgarsjóðs. Auknar lántökur fylgja fjárfest- ingunum, en í greinargerðinni segir að þær nemi um fjórtán til átján milljörðum króna ár hvert á tíma- bilinu. Afborganir langtímalána séu þó umfram nýjar lántökur og nettó niðurgreiðsla skulda nemi tveimur til fjórum milljörðum króna árlega. Þá er ráðgert að veltufé frá rekstri aukist úr 31,1 milljarði árið 2015 í 47,1 milljarð árið 2021, þannig skap- ist svigrúm til fjárfestinga. Áætla um- skipti í rekstri borgarinnar  Fjárhagsáætlun til ársins 2021 kynnt Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Fjárhagsáætlunin var lögð fyrir borgarstjórn í gær. Borgarstjórnarflokkur Sjálf- stæðisflokks sendi frá sér til- kynningu um áætlunina þar sem segir að þrátt fyrir rekstrarbat- ann sjáist ekki merki um að skuldir og skuldbindingar sam- stæðu A- og B-hluta lækki. „Þær verða áfram rétt um 300 milljarðar kr. og skuldir A- hluta munu hækka úr 80,7 millj- örðum kr. í 91 milljarð kr. milli ára. Þá benda áætlanir einnig til þess að samstæða Reykjavíkur- borgar verði yfir löglegu há- marki skuldahlutfalls skv. sveit- arstjórnarlögum til a.m.k. ársins 2020 en lækkun skulda- hlutfalls er drifin áfram af hækkun tekna eins og segir í kynningu á frumvarpinu að fjár- hagsáætlun.“ Þetta þýði að Reykjavík verði áfram meðal skuldugustu sveit- arfélaga landsins þrátt fyrir óhemjugóð ytri skilyrði. Skuldir lækka ekki GAGNRÝNA ÁÆTLUNINA „Þetta var gaman. Þeir ljómuðu þegar komið var til baka,“ segir Ástvaldur Óskarsson, faðir Ingva Ástvalds- sonar en þeir feðgarnir voru í hópi langveikra barna og foreldra sem Landhelgisgæslan bauð í útsýnis- og æf- ingaflug upp í Hvalfjörð og á Þingvöll í gær. Petra Fann- ey Bragadóttir, móðir Frosta Jay Freeman tók í sama streng. „Þeir höfðu gaman af þessu. Minn strákur var þó svolítið hræddur um mömmu sína þegar ég var látin síga niður á jörð og hífð aftur upp í þyrluna.“ Flugferðin er hluti af samfélagsverkefni Landhelgis- gæslunnar í tilefni af 90 ára afmæli hennar á þessu ári. Hefur einstaklingum sem glíma við erfið veikindi verið boðið að kynnast starfi Gæslunnar og um leið að upplifa eitthvað ævintýralegt. Á myndinni eru Martha Jónasdóttir og Ástvaldur Ósk- arsson með Ingva, Petra Fanney Bragadóttir með Frosta Jay Freeman. Drengurinn í miðið er Jóhann Grétarsson, vinur Frosta. Í áhöfninni voru Viggó Sig- urðsson, Helgi Rafnsson, Björn Brekkan og Andri Jó- hannsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljómuðu eftir ævintýraferð Langveikir í flug með þyrlu Landhelgisgæslunnar Leikarinn og handritshöfund- urinn Benedikt Erlingsson og leikstjórinn Dag- ur Kári Péturs- son undirbúa nú tökur á kvik- mynd um Egils sögu Skalla- grímssonar. Benedikt er sjálf- ur framleiðandi myndarinnar en umsjón með félagi hans hefur Anna Lísa Björnsdóttir. „Þetta er stórt og viðamikið verkefni og við erum bara að leggja af stað. Eins og allt sem kemur Agli Skallagrímssyni við, er verkefnið mjög stórt, eðli málsins samkvæmt. Þegar þú ert kominn inn í hans áru verðurðu mjög alþjóðlegur. Hann var fyrsta stóra poppstjarnan okk- ar,“ segir Benedikt Erlingsson. Kvikmyndin verður í fullri lengd, yfir tvær klukkustundir að lengd og verður að miklu leyti tekin upp á Englandi. Benedikt er ekki aðeins handrits- höfundur og framleiðandi myndar- innar, því að öllum líkindum mun hann túlka Egil sjálfan á tilteknu æviskeiði hans. Að sögn Benedikts verða leikarar kynntir til sögunnar milli jóla og nýárs og munu þeir koma á óvart að sögn Benedikts. „Þetta verður ákveðin bomba,“ segir hann. Egils saga Skalla- grímssonar á filmu  Leikaravalið mun koma á óvart Benedikt Erlingsson Töluvert um útstrikanir 817 kjósendur Framsóknarflokks- ins í Norðausturkjördæmi strik- uðu yfir nafn efsta frambjóðand- ans, Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, fyrrverandi forsætis- ráðherra og formanns flokksins, eða færðu hann neðar á listann. Samsvarar það 18% kjósenda listans. Í Suðvesturkjördæmi strikuðu 563 kjósendur Viðreisn- ar yfir nafn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem skipar efsta sæti listans. Eru það 8,2% kjós- enda listans. 1.253 kjörseðlum var breytt í Norðausturkjördæmi. „Þetta er mjög hátt hlutfall útstrikana, mið- að við það sem áður hefur verið,“ sagði Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Langflestar breytingar urðu á kjörseðlum Framsóknarmanna eða alls 905 og flestir áttu við nafn Sigmundar. Töluvert var einnig um útstrikanir og endurröðun á kjörseðlum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. 155 sinnum var nafn Steingríms J. Sigfússonar, efsta manns listans, strikað út. Það eru 3,4% þeirra sem krossuðu við V. Þá áttu 127 við nafn Björns Vals Gíslason, varaformanns flokksins, en hann skipaði 3. sæti listans. Gestur sagði að yfirkjör- stjórn Norðausturkjördæmis hefði sent niðurstöður sínar til lands- kjörstjórnar í fyrrakvöld, sem yfir- færi nú þau gögn sem send hefðu verið. Samkvæmt skýrslu yfirkjör- stjórnar Suðvesturkjördæmis voru flestar breytingar á lista Sjálf- stæðisflokksins, alls 781. Þannig strikuðu 274 yfir nafn Bjarna Benediktssonar, sem er 1,5% kjós- enda. Einnig var töluvert átt við nöfn annarra efstu frambjóðenda flokksins. Eygló Harðardóttir fékk 172 útstrikanir sem eru 4,25% af atkvæðum Framsóknarflokksins. Þórhallur Vilhjálmsson, ritari landskjörstjórnar, sagði að stjórn- in yfirfæri nú gögn af öllu landinu, og áætlað væri að gefa það út á mánudaginn, 7. nóvember, hver niðurstaðan væri.  Sigmundur Davíð með 817 útstrikanir í NA-kjördæmi  Þorgerður Katrín með 563 útstrikanir í SV-kjördæmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.