Morgunblaðið - 02.11.2016, Side 6

Morgunblaðið - 02.11.2016, Side 6
FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Það vefst fyrir mörgum að skilja hvað er svona flókið fyrir Guðna Th. Jó- hannesson, forseta Ísland, að afhenda augljósum sigurvegara kosninganna nú um helgina, Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, stjórn- armyndunarumboðið. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29% at- kvæða og 21 þingmann, sem er þriðj- ungur þingmanna á Alþingi. Sjálf- stæðisflokkurinn er með þrefaldan þingmannafjölda Viðreisnar, en Benedikt Jóhannesson, formaður flokksins, falaðist eftir því við forset- ann í fyrradag að hann fengi umboð til stjórnarmyndunar. Það gerði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, einnig, en þingmannafjöldi VG er innan við helmingur af þingmannafjölda Sjálf- stæðisflokksins, eða 10 þingmenn. Hvað er forsetinn að hugsa? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í gær: „Ég skil ekki hvað forset- inn er að hugsa. Er hann hugsanlega og meðvitað að leggja drög að því að hér verði stjórnarkreppa? Mér finnst það áleitin spurning, því í stað þess að gera það sem augljóst er, að afhenda Bjarna umboðið, dregur hann lapp- irnar, án þess að nokkur augljós skýr- ing sé á því.“ Hann bendir á að Sjálfstæðisflokk- urinn sé óumdeilanlega sigurvegari kosninganna og hans þingmenn séu fyrstu þingmenn allra kjördæma. Hvað varðar stjórnarmyndunar- möguleika, þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn myndi leiða, hafa menn helst bent á samstarf flokksins við Viðreisn og Framsóknarflokk. Það þarf þó alls ekki að verða einfalt að mynda slíka stjórn, því mikið ber á milli Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks annars vegar og Viðreisnar hinsvegar, í þýð- ingarmiklum málaflokkum. Þar hafa menn bent á afstöðuna til ESB og þess hvort ráðast eigi í þjóðaratkvæða- greiðslu um að taka upp aðildarvið- ræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Þá er bent á mjög ólíka afstöðu flokkanna til stjórnkerfis sjávarút- vegsins. Slík ríkisstjórn hefði traustan þingmeirihluta, eða 36 þingmenn. Geta þeir unnið með VG? Annar möguleiki sem ýmsir virðast spenntir fyrir væri samstarf Sjálf- stæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem hefði enn traustari þingmeirihluta eða 39 þing- menn. En þar eru vissulega ýmis ljón í veginum og fullyrt er að Katrín Jak- obsdóttir hafi ekki kjark til þess að ljá máls á slíku samstarfi, enda eru Svan- dís Svavarsdóttir og fleiri VG þing- menn sagðir hafna slíkum hugmynd- um alfarið. Þó er fullyrt að Stein- grímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi og einhverjir aðrir VG þingmenn, gætu vel hugsað sér að kanna til þrautar hvort mögu- legt væri að reyna slíkt stjórnarsam- starf. Frekja eða valdagræðgi Þingmenn sem rætt var við í gær töldu að Benedikt Jóhannesson, for- maður Viðreisnar, hefði sýnt af sér taumlausa valdagræðgi þegar hann lagði það til við forsetann að hann fengi umboð til stjórnarmyndunar. Það væri í besta falli ósmekkleg frekja hjá nýgræðingi á Alþingi í sjö manna þingflokki að ætlast til þess að fá umboðið og í versta falli valda- græðgi. „Hversu oft skyldi Benedikt þessi Jóhannesson hafa skrifað um það í gegnum tíðina, að smáflokkar hafi haft allt of mikil völd í þessu landi, eins og Framsóknarflokkurinn? Það væri sérstakt rannsóknarefni að taka þau skrif þingmannsins nýkjörna saman,“ sagði þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. Þingmaður Framsóknarflokksins segir að hann telji jafnlangsótt að hér verði mynduð minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, sem Píratar og Samfylking hyggist verja falli. Undir það sjónarmið taka þingmenn Sjálfstæðisflokksins. „Allir þessir flokkar, þegar þeir koma fram í fjölmiðlum, reyna að bjóða af sér góðan þokka, tala um skyldur sínar til þess að vinna saman o.s.frv., en útiloka svo í hinu orðinu samstarf við ákveðna flokka, ekki síst okkur í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum,“ sagði þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Það sé einfaldlega ekki í boði að Pí- ratar og Samfylking verji ríkisstjórn VG, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar falli með hjásetu. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi yfir 29 at- kvæðum á Alþingi að ráða. VG, Við- reisn og Björt framtíð ráði yfir 21 at- kvæði, Píratar 10 og Samfylking 3. Það liggi því fyrir, að þessi minni- hlutastjórn falli mjög fljótlega, ætli Píratar sér hjásetu, sem ekki sé ólík- legt. „Ef Píratar og Samfylking ætla að verja vinstri minnihlutastjórn falli, verða þeir að taka þátt í stjórnarsam- starfinu og greiða atkvæði með öllum málum stjórnarinnar og þar mega aldrei fleiri en tveir hlaupa úr skaftinu. Ella munu Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknar- flokkur fella öll mál,“ sagði þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins í gærkvöldi voru taldar miklar líkur á því að forseti Íslands myndi gefa það út í dag hver fær stjórn- armyndunar- umboðið. Minnihlutastjórn er ekki í boði  Hjáseta Pírata og Samfylkingar myndi þýða fall minnihluta vinstristjórnar  Ellefu af þrettán þing- mönnum Pírata og Samfylkingar yrðu alltaf að greiða atkvæði  Hjáseta þingmannanna ekki í boði Morgunblaðið/Árni Sæberg Bessastaðir Í kjölfar þingkosninga beinist kastljósið að Bessastöðum, þegar stjórnmálamenn heimsækja forsetann. 6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Á morgun 3. nóvember gefur Íslandspóstur út jólafrímerkin 2016 og frímerkjaröð tileinkaða íslenskri myndlist, þ.e. strangflatalistinni eftir seinna stríð. Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps Safnaðu litlum listaverkum Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, sendi sjálfstæðisfólki bréf í gær, þar sem hann sagði m.a.: „Við gáfum ekki stór og óraunhæf loforð. Við lofuðum því einu, að við héldum okkar striki, treystum efnahagslífið frekar, byggðum upp heilbrigðiskerfið og innviðina. Að við sinntum því sem skiptir alla Íslendinga máli af trúmennsku. Af úrslitunum sjáum við að fólkið kom og kaus það sem við settum á oddinn: það valdi stefnufestu og stöðugleika og það hafnaði vinstri upplausn og óvissu. En það er ekki nóg að vinna kosningarnar. Eftirleikurinn er líka mikilvægur og það er ekki vandalaust að koma saman góðri ríkisstjórn. Í gær gekk ég á fund forseta Íslands og kynnti honum viðhorf okkar til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn á að verða kjölfestan í næstu ríkis- stjórn. Hann er bæði stærsti þingflokkurinn – með þriðj- ung þingheims innan sinna vébanda – og jafnframt eini afgerandi sigurvegari kosning- anna. Niðurstöður kosn- inganna gefa okkur tækifæri til þess að mynda þriggja flokka stjórn, þó það séu ýmsir kostir aðrir í stöð- unni.“ Ekki óraun- hæf loforð BRÉF FORMANNSINS Bjarni Benediktsson ALÞINGISKOSNINGAR 2016 Smiðir vinna nú að því að útbúa nýtt þingflokksherbergi í Alþingishúsinu. Sjö flokkar náðu kjöri á laugardag- inn og hafa aldrei verið fleiri. Þar sem eitt þingflokksherbergi vantaði til viðbótar þeim sex sem fyrir voru var gripið til þess ráðs að skipta þingflokksherbergi Samfylk- ingarinnar í tvennt, að sögn Þor- steins Magnússonar, aðstoðar- skrifstofustjóra Alþingis. Samfylkingin hafði til afnota stór- an sal í Skála Alþingis en þar hefur flokkurinn haldið fundi frá árinu 2003. Þá voru þingmenn flokksins 20 en eru nú orðnir þrír svo ekki er þörf á svo stóru herbergi. Í Skála Alþingis hafa Píratar og Björt framtíð einnig haft herbergi. Reiknað er með því að Píratar og Viðreisn skipti með sér því rými sem Samfylkingin hafði áður, Björt fram- tíð verði á sínum stað en Samfylk- ingin fari í herbergi Pírata. Sjálf- stæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri grænir hafa yfir að ráða þingflokksherbergjum í gamla þing- húsinu. Lengst af hafa þingflokkar verið færri, en að sögn Þorsteins hefur með fjölgun þingflokka þurft að taka undir starfsemi þeirra her- bergi sem hugsuð voru undir aðra starfsemi. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýtt þingflokksherbergi  Herbergi Samfylkingarinnar verður skipt í tvennt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.