Morgunblaðið - 02.11.2016, Síða 10

Morgunblaðið - 02.11.2016, Síða 10
Um næstu helgi mun björgunarsveitafólk um allt land selja Neyð- arkallinn sem þjóðin hefur tekið vel á móti síðustu ár. Neyðarkallinn 2016 er vopnaður skóflu og kaðli sem er nauðsyn- legur búnaður óveðurskallsins sem er galvaskur og klár í ís- lenska óveðrið og ófærðina sem því fylgir. Á Facebooksíðu Landsbjargar segir að á hverju ári berist þangað hundruð útkalla sem snúa að aðstoð vegna veðurs og ófærðar. Sjálf- boðaliðar Landsbjargar séu alltaf tilbúnir til að fara út í óveðrið þeg- ar neyðarkallið kemur. Óveðurskallinn er neyðarkallinn í ár 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Umsóknarfrestur um stöðu safn- stjóra Listasafns Íslands rann út mánudaginn 10. október. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bár- ust 20 umsóknir um stöðuna, frá tólf konum og átta körlum. Umsækjendur eru: Ásdís Ólafs- dóttir forstöðumaður, Auður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður, Bjarni Bragason listfræðingur, Björg Erlingsdóttir sviðsstjóri, Eydís Björnsdóttir, MA í hag- nýtri menningarmiðlun, Gísli Þór Ólafsson skjalavörður, Halldóra Arnardóttir listfræðingur, Hanna Guðrún Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi, Hannes Sigurðsson listfræðingur, Hlynur Helgason lektor, Inga Jónsdóttir safnstjóri, Magnús Gestsson listfræðingur, Margrét Elísabet Ólafsdóttir lektor, Nura Silva fram- kvæmdastjóri, Ólína Kjerúlf Þor- varðardóttir alþingismaður, Rak- el Pétursdóttir deildarstjóri, Sergio Sosa Servellon for- stöðumaður, Stefano Rabolli Pan- sera sýningastjóri, Vala Gests- dóttir framkvæmdastjóri og Æsa Sigurjónsdóttir dósent. Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá og með 1. mars 2017, segir í frétt frá ráðuneytinu. Tuttugu vilja stýra Listasafni Íslands Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir svokallaðan Hafn- arstrætisreit. Þetta er einn þekkt- asti reitur borgarinnar en þar er m.a. að finna hinn vinsæla pylsuvagn Bæjarins bestu sem öðlaðist heims- frægð þegar Bill Clinton Banda- ríkjaforseti fékk sér þar pylsu um árið. Reiturinn hefur tekið breyt- ingum því þar er að rísa nýtt hótel milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis. Baldur Ingi Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Bæjarins bestu, segir að pylsuvagninn verði væntanlega færður aðeins til á reitnum. „Við reiknum með að hann verði færður 2-3 metra aftar,“ segir Baldur Ingi. Núverandi vagn, sem er reyndar ekki vagn heldur skúrbygging, verð- ur notaður áfram enda í toppstandi. „Við vonumst til að fá að byggja smávegis við hann en útlitið á að halda sér eins mikið og hægt er.“ Baldur Ingi er mjög ánægður með þær breytingar sem verða með nýju torgi og uppbyggingu í nágrenni þess. Loksins sé verið að byggja á ljótum og hrörlegum reitum í ná- grenni vagnsins, sem hafi verið lítil prýði að í áratugi. „Þetta verður ekki bara malbikað stöðumælatorg eins og verið hefur. Við hlökkum mjög til þegar þessum fram- kvæmdum lýkur,“ segir Baldur Ingi. Örtröð á góðviðrisdögum Á góðviðrisdögum á sumrin hefur myndast mikil örtröð við pylsuvagn- inn, ekki síst vegna áhuga erlendra ferðamanna. Til að flýta fyrir af- greiðslu hefur verið komið fyrir fær- anlegum pylsuvagni við hlið hins. Vonast Baldur Ingi til þess að þetta fyrirkomulag fái að halda sér. Í skýringum með deiliskipulaginu segir að lóðin Pósthússtræti 1, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, verði felld niður. Þar verður gert ráð fyrir opnu svæði eða torgi með vandaðri hönnun og fallegum frágangi. Torgið verði hannað sérstaklega með það í huga að þjóna borgarbúum og gest- um. Afmörkuð er 36 fermetra lóð fyrir nýja spennistöð á horni Pósthús- strætis og Tryggvagötu. Núverandi spennistöð er innar á lóðinni og því er um tilflutning að ræða. Hönnun stöðvarinnar skal vanda sérstaklega og gert er ráð fyrir að útlit hennar taki mið af spennistöðvum sem Guð- jón Samúelsson teiknaði, t.d. á Vest- urgötu 2. Hliðar spennistöðvarinnar eiga að vera „lifandi“ þannig að nota megi þær fyrir upplýsingar. Óheimilt verður að vera með auglýsingar á veggjum spennistöðvarinnar. Tillöguna að nýju deiliskipulagi má finna á heimasíðu Reykjavíkur- borgar. Athugasemdafrestur er til og með 7. desember nk. Bæjarins bestu færist til á nýju torgi í miðborginni  Ný spennistöð í anda Guðjóns Samúelssonar verður reist á horninu Hafnarstrætisreitur Hugmynd að skipulagi. Pylsuvagninn verður væntan- lega ekki þar sem hér er sýnt heldur nær miðjunni. Spennistöðin fremst. Ríkisendurskoðun gagnrýnir í nýrri skýrslu hversu lengi dregist hefur að ganga frá framtíðarskipulagi Vegagerðarinnar eftir sameiningu nokkurra stofnana. Setur hún fram nokkrar ábendingar við innanríkis- ráðuneytið og Vegagerðina vegna samrunans. Uppstokkun var gerð á stofnana- skipun samgöngumála á árinu 2013. Nokkrum stofnunum var rennt sam- an, Vegagerðinni, Siglingastofnun Íslands, Flugmálastjórn Íslands og Umferðarstofu og myndaðar tvær stofnanir. Annars vegar stjórnsýslu- stofnun samgöngumála undir heiti Samgöngustofu og hins vegar fram- kvæmdastofnun undir nafni Vega- gerðarinnar. Ríkisendurskoðun rifjar upp að með þessari breytingu átti að ná fram faglegum ávinningi, rekstrar- legri hagræðingu og skýrri verka- skiptingu. Telur eftirlitsstofnunin erfitt að meta ávinninginn. Bæta endurskoðun og gæðamál Fram kemur í skýrslunni að sam- runa þeirrar starfsemi sem heyrir undir Vegagerðina sé ekki lokið þótt margvísleg samþætting verkefna hafi náð fram að ganga. Stofnunin starfar enn eftir bráðabirgðaskipu- riti og eins hefur hluti af starfsemi siglingasviðs hennar enn aðstöðu í fyrrverandi húsnæði Siglinga- stofnunar í Kópavogi. Ríkisendurskoðun hvetur innan- ríkisráðuneytið til að ljúka samruna þeirrar starfsemi sem heyrir undir Vegagerðina. Tekur hún fram að sameiginlegt húsnæði sé ekki nauð- synleg forsenda þess að breytingar á skipulagi og stjórnun séu leiddar til lykta. Ráðuneytið er einnig hvatt til þess að gæta þess að ávallt sé í gildi samgönguáætlun til lengri og skemmri tíma. Vegagerðin er hvött til að auka formfestu innri endur- skoðunar og að auka vægi gæðamála innan stofnunarinnar. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdir Stjórnsýslu Vega- gerðarinnar má bæta. Hvatt til samruna í Vegagerðinni Bæjarins Beztu Pylsur er eitt elsta fyrirtæki miðborgarinnar og fagnar 80 á afmæli á næsta ári. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi og fjór- ir ættliðir pylsugerðarmanna hafa starfað hjá Bæjarins beztu frá því árið 1937. Lengi vel var pylsuvagninn raunverulegur færanlegur vagn á hjólum og stóð í Kolasundi sem var milli Austurstrætis og Hafnar- strætis. Salan færist síðan á planið við Tryggvagötu árið 1944. Frægð vagnsins hefur borist víða um heim og árlega hafa margar erlendar sjónvarpsstöðvar og blöð samband, að sögn Baldurs Inga Halldórssonar. Pressan er áhugasöm BÆJARINS BEZTU Í 79 ÁR Morgunblaðið/Árni Sæberg Bæjarins bestu Biðröð er við pylsuvagninn alla daga. Gamla spennistöðin sést í bakgrunni, blámáluð. Nýja hótelið er í byggingu við hlið vagnsins. Tölvuteikning/Landmótun Við trúum því að fegurðin sé lifandi, sköpuð úr tilfinningum og fulll af lífi. Alveg eins og náttúran sjálf. Til að viðhalda æskuljóma húðar þinnar höfum við tínt saman immortelle, blómið frá Korsíku sem aldrei fölnar. Divine Cream fegrar svipbrigði þín og hjálpar við að lagfæra helstu ummerki öldrunar. Húðin virðist sléttari, *Ánægja prófuð hjá 95 konum í 6 mánuði. Húðin virðist unglegri Mimi Thorisson er franskur matarbloggari. Divine Cream með Immortelle blómum HÚÐUMHIRÐA SKÖPUÐ FYRIR LIFANDI FEGURÐ Kringlan 4-12 | s. 577-7040 L’Occitane en Provence - Ísland

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.