Morgunblaðið - 02.11.2016, Síða 13

Morgunblaðið - 02.11.2016, Síða 13
Ingrid Kuhlman sýnir heimildarmynd sína Hamingjan sanna! á Lífsstíls- kaffi í Borgarbókasafninu Gerðu- bergi kl. 20 í kvöld, miðvikudaginn 2. nóvember. Í myndinni ræðir Ingrid við þrettán einstaklinga á aldrinum 70-91 árs um það hvernig skapa megi sér hamingjuríka tilveru. Við- tölin veita innsýn í það sem viðmæl- endur gera í dag til að auka vellíðan sína. Hugtakið hamingja hefur verið viðfangsefni heimspekinga í alda- raðir. Fræðimenn á sviði félags- vísinda hafa lagt sig fram í seinni tíð til að finna hina sönnu uppskrift að hamingjuríku lífi. Hamingjan hef- ur einnig verið mörgum söng- skáldum og rithöfundum hugleikin og verið ljóðrænt viðfangsefni söngva, ljóða og skáldsagna. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði hafa sýnt að fólk upplifir oft mestu hamingjuna eftir að það hættir að vinna og því ætti margt að vera hægt að læra af eldri borgurum. Ingrid Kuhlman er þjálfari og ráð- gjafi og jafnframt framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Hún er með dip- lóma á meistarastigi í jákvæðri sál- fræði og diplóma í praktísku kvik- myndanámi frá Met Film School í London. Í heimildarmyndinni sam- einar hún áhuga sinn á þessum við- fangsefnum. Ingrid hefur skrifað ótal greinar í erlend og íslensk tímarit, m.a. um fræðslumál, sjálfs- traust, samskipti, tímastjórnun, markmiðasetningu, seiglu, hamingju og streitu. Aðgangur ókeypis – allir velkomn- ir meðan húsrúm leyfir! Lífsstílskaffi í Gerðubergi - Hamingjan sanna! Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi. Hvernig er hægt að skapa sér hamingjuríka tilveru? varð lítið ágengt og tóku því til sinna ráða. 2.000 konur 18-95 ára Notendum vefsins er boðið að kanna á einkar myndrænan hátt með hvaða hætti ólíkar konur upp- lifa kynferðislegan unað samkvæmt nýjustu rannsóknum. „Hressandi, opinská og heiðarleg myndbönd og leiðir til að prófa hverja aðferð, beint á snertiskjánum,“ eins og þar stendur. Innihaldið er byggt á rannsóknum sem tvö þúsund konur á aldrinum 18 til 95 ára tóku þátt í. Fyrst voru tekin djúpviðtöl við ríf- lega eitt þúsund konur sem fylgt var eftir með umfangsmikilli rann- sókn á kynlífsunaði jafnmargra kvenna í samstarfi við Indiana- háskólann og Kinsey-stofnunina. Enginn kinnroði, engin skömm eru leiðarstef stofnendanna. Vakin er sérstök athygli á að konurnar sem koma fram í myndböndunum séu ekki leikkonur, heldur raun- verulegar konur víðsvegar í Banda- ríkjunum, í mismunandi störfum og með ólíkan bakgrunn og lífsstíl. Þær deili reynslusögum sínum tæpitungulaust og sýni og lýsi í senn aðferðum sem gagnast þeim hvað best til fullnægingar. Öðrum til heilla og eftirbreytni væntan- lega. Notendur fá tækifæri til að æfa sig með því að snerta gagn- virkar myndir af kynfærum kvenna, en myndirnar eru forrit- aðar með mismunandi hætti eftir lýsingu einstakra kvenna á snert- ingu, strokum og gælum sem þeim hugnast best. Um leið og notand- inn snertir myndirnar fær hann munnlegar leiðbeiningar á borð við þessar: „Ókei, ókei … bíddu í smá, aðeins meira í hringi, þetta er betra … örlítið neðar.“ Jafnvel Oh my God, yes, yes … YES!, svona rétt í lokin. Aðgangur bannaður yngri en átján ára Með því að vafra á OMGYES- .com má fræðast um býsna margt varðandi tilurð vefsins og tilgang, skoða myndir og fá svör við ýms- um mikilvægum spurningum án þess að kaupa áskrift. Raunar er ekki boðið upp á hefðbundna áskrift heldur greiðir notandinn aðeins einu sinni fyrir aðgang, öðruvísi kemst hann ekki í beina snertingu við vefsíðuna. Slíkur að- gangur virkar líkt og þegar hann kaupir sér bók sem hann hefur innan seilingar uppi í bókahillu og grípur til eftir hentugleikum. Þess má geta að aðgangur er stranglega bannaður yngri en átján ára. OMGYES-vefurinn fékk óvænta og ókeypis auglýsingu á dögunum þegar leikkonan og stjarnan í Harry Potter-mynd- unum, Emma Watson, upplýsti í spjallþætti við kvenréttindakonuna Gloriu Steinem að hún hefði keypt sér aðgang. „Endilega skoðið vef- inn. Áskriftin er ekki ókeypis, en vel þess virði,“ sagði hún og fór um hann fögrum orðum. Sjálfir segja aðstandendur vefsins að tabúið í umræðunni hafi ekki hjálpað neinum, fólk þyrsti í vitneskju um öll þau blæbrigði sem skipt geta sköpum þegar kynferð- islegur unaður kvenna er annars vegar. OMGYES.com sé ætlaður báðum kynjum, einstaklingum og pörum, eða einfaldlega öllum þeim sem vilja gera gott kynlíf ennþá betra. Enda séu pör sem sífellt leiti nýrra leiða til að bæta kynlífið fimm sinnum líklegri til að vera í hamingjusömu sambandi og tólf sinnum líklegra til að vera kyn- ferðislega fullnægð. Könnun Áskrifendum býðst að fara í myndrænan könnunarleiðangur. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S. 568 2533 | www.fi.is Landvættaáskorunin 2017 Ferðafélag Íslands kynnir aftur FÍ Landvætti sem stunda náttúruæfingar saman með það að markmiði að ljúka Landvættaáskoruninni á næsta ári. Hópstjórar eru Róbert Marshall og Brynhildur Ólafsdóttir. Fossavatnsgangan 50 km skíðaganga Blálónsþrautin 60 km fjallahjól Urriðavatnssundið 2,5 km útisund Jökulsárhlaup 33 km fjallahlaup Vilt þú verða Landvættur? Náttúruæfingar í 10 mánuði Kynningar- fundur fimmtudaginn3. nóvember kl. 20í sal FÍ, Mörkinni 6. Allir velkomnir. Fyrsta Bókakonfekt Forlagsins verður kl. 20 í kvöld, miðvikudag 2. nóv- ember, á Café Rosenberg. Eftirtaldir rithöfundar lesa úr bókum sínum: Sigurður Pálsson – Ljóð muna rödd, Inga Mekkin Beck – Skóladraugurinn, Einar Kárason – Passíusálmarnir, Sverrir Norland – Fyrir allra augum, Guðmundur Andri Thorsson – Hæg breytileg átt, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsson – Íslandsbók barnanna, Óskar Magnússon – Verj- andinn og Hildur Knútsdóttir – Vetr- arhörkur. Upplestrarkvöldin eru orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og hafa lagst vel í fólk. Bækur höfunda eru seldar á staðn- um og vænta má að þeir taki vel í að árita þær. Endilega … … fáið ykkur bókakonfekt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.