Morgunblaðið - 02.11.2016, Page 16

Morgunblaðið - 02.11.2016, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Sigurður Nordal sn@mbl.is Íslenska krónan er þegar orðin um 8-10% sterkari en ætla má að sé sjálfbært til frambúðar, að mati sér- fræðinga greiningardeildar Arion banka. Verðlag hér á landi er nú orðið hærra en í Noregi og ein- ungis 7% lægra en í Sviss, sem er dýrasta land í heimi miðað við mat Alþjóða- gjaldeyrissjóðs- ins. Þetta er á með- al þess sem fram kemur í nýrri hagspá greiningar- deildar Arion banka sem kynnt var í gær. Bankinn spáir kröftugum hag- vexti á næstu árum sem drifinn verð- ur áfram af einkaneyslu og fjárfest- ingu. Í spá bankans er gert ráð fyrir því að hagvöxtur verði 4,7% í ár og hækki í 5,2% á næsta ári. Eitthvað mun svo hægja á hagvextinum árin þar á eftir samkvæmt spánni, sem gerir ráð fyrir 3,1% hagvexti 2018 og 2,5% árið 2019. Greiningardeild Arion banka spáir því að einkaneysla aukist um 7,4% á þessu ári, 6,5% á næsta ári og frekari 5% árið 2018. Þessi mikil vöxtur í einkaneyslu verður studdur af vax- andi kaupmætti og háu atvinnustigi að mati bankans. Bendir til of sterkrar krónu „Allar þær aðferðir sem við not- uðum benda til þess að krónan sé of sterk um þessar mundir,“ segir Kon- ráð S. Guðjónsson, sérfræðingur á greiningardeild Arion banka, í sam- talið við Morgunblaðið en í hagspá bankans er augum sérstaklega beint að gengisþróun. Notuð var þrenns konar aðferðafræði frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum til þess að meta sjálf- bært raungengi, þ.e.a.s. hversu sterkt gengið getur verið án þess að það grafi undan sjálfu sér og leiði til gengisveikingar síðar. „Samkvæmt þessum útreikningum er raungengið 8-10% of hátt og það er enn að styrkjast.“ Styrking krónunnar hefur leitt til þess að verðlag á Ísland er orðið eitt það hæsta sem þekkist. Hefur það skriðið fram úr Noregi á þessu ári og er komið töluvert langt yfir verðlagi í Danmörku, að sögn Konráðs. „Stóra spurningin er hvort við séum að auka framleiðni hér á landi nægilega mik- ið til þess að ráða við þetta? Maður óttast svo sem ekki að það geti geng- ið til skamms tíma en hættan liggur í því að þetta muni svo slá til baka.“ Í ljósi mikils gjaldeyrisinnstreym- is er Seðlabankanum mikill vandi á höndum, að mati Konráðs. „Það kæmi manni ekki á óvart ef hann drægi eitthvað úr gjaldeyris- inngripum en á meðan það er svona mikið innflæði á maður erfitt með að sjá hann hætta því alveg.“ Slíkt leiðir til uppsöfnunar gjald- eyrisforða sem hugsanlega mætti setja í sérstakan auðlegðarsjóð, að mati Konráðs. „Það eru dæmi um að ríki hafi safnað í stóran gjaldeyris- forða til að halda aftur af styrkingu gjaldmiðilsins og lagt í sérstakan sjóð. Þessi aðferð er vissulega um- deild en í löndum eins og Singapúr hefur safnast upp andvirði um 6-7 milljóna króna á mann í slíkan sjóð. Sú fjárhæð hefur að megninu til komið í gegnum gjaldeyriskaup Seðlabankans.“ Verðlag hér á landi orðið hærra en í Noregi  Krónan 8-10% sterkari en ætla má sjálfbært segir Arion banki Morgunblaðið/Kristinn Innkaup Styrking krónunnar hefur leitt til þess að verðlag á Íslandi er orðið eitt hið hæsta sem þekkist að því er fram kemur í nýrri hagspá Arion banka. Konráð S. Guðjónsson Seðlabanki Íslands hefur tilkynnt breytingar á reglum um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis er- lends gjaldeyris. Þannig hefur bank- inn ákveðið að bindingargrunni sé breytt á þann veg að innstæður í inn- lendum gjaldeyri sem bera lægri ársvexti en 3,0% eru undanskildar bindingargrunni þegar þær eru til- komnar vegna nýfjárfestinga eða endurfjárfestinga. Þá eru fjárfestingar í hlutdeildar- skírteinum sjóða undanskildar sama grunni ef samanlagt hlutfall reiðu- fjár og innlána í eignasamsetningu viðkomandi sjóðs er lægra en 10%. Með því er fallið frá því skilyrði að fjárfesting í hlutdeildarskírteinum sjóða skapi undantekningarlaust bindingarskyldu ef viðkomandi sjóð- ur á innstæðu. Segir Seðlabankinn að þessum breytingum sé ætlað að auðvelda framkvæmd reglna um bindingu reiðufjár án þess að það hafi áhrif á markmið þeirra og árangur. Enn fremur hefur bankinn ákveð- ið að draga úr bindingarskyldu ein- staklinga, að því tilskildu að þeir séu raunverulegir eigendur þeirra fjár- muna sem um teflir. Þannig verður einstaklingi, sem skráður er eigandi fjármuna heimilt að ráðstafa nýju innstreymi erlends gjaldeyris að fjárhæð 30 milljónir króna til 1. janúar 2017 án þess að slík ráðstöfun verði háð bindingar- skyldu. Frá 1. janúar 2017 verði slíkt fjárhæðarmark hins vegar hækkað í 100 milljónir króna. Ef samanlagt jafnvirði ráðstöfun- ar einstaklings fer yfir fjárhæðar- markið, eins og það stendur á hverj- um tíma, er einungis sá hluti nýs innstreymis erlends gjaldeyris sem fer umfram fjárhæðarmarkið háður bindingarskyldu samkvæmt reglun- um. Reglur um bind- ingu rýmkaðar  Minni binding vegna nýs innstreymis Morgunblaðið/Ómar Gjaldeyrir Stjórnvöld stíga fleiri skref í átt að losun gjaldeyrishafta. ● Eftir lífleg viðskipti á mánudag í kjöl- far kosninga áttu mun minni viðskipti sér stað með hlutabréf í fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands í gær, þriðjudag. Þannig námu heildar- viðskiptin rúmum 1.365 milljónum en á mánudag námu þau ríflega 5.600 milljónum króna.. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,55% og gekk því hækkunin á mánudag, sem nam 1,23%, því nokkuð til baka. Mest viðskipti voru með bréf N1 og námu þau tæpum 273 milljónum króna. Hækkuðu bréfin lítillega í viðskiptunum. Þá voru viðskipti með bréf Icelandair Group fyrir ríflega 220 milljónir króna og lækkaði verð þeirra um ríflega 0,6%. Er gengi félagsins komið í 24 krónur á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í júní í fyrra. Bréf HB Granda héldu áfram að hækka eins og í upphafi vikunnar. Í gær nam hækkunin 1,3% en á mánudag tóku bréf félagsins kipp og hækkuðu um 4,25%. Úrvalsvísitala lækkaði á rólegum degi í Kauphöll STUTT 2. nóvember 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 111.95 112.49 112.22 Sterlingspund 137.02 137.68 137.35 Kanadadalur 83.53 84.01 83.77 Dönsk króna 16.545 16.641 16.593 Norsk króna 13.606 13.686 13.646 Sænsk króna 12.488 12.562 12.525 Svissn. franki 113.59 114.23 113.91 Japanskt jen 1.0657 1.0719 1.0688 SDR 154.03 154.95 154.49 Evra 123.09 123.77 123.43 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 154.6345 Hrávöruverð Gull 1284.4 ($/únsa) Ál 1723.0 ($/tonn) LME Hráolía 49.41 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að leggja á 1,25% sveiflujöfnunarauka á innlendar áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja, bæði hvers fyrir sig og á samstæðugrunni. Fjármála- eftirlitið ákvað í mars að leggja 1% sveiflujöfnunarauka á tiltekin fjármálafyrirtæki og hækkar hann nú um 0,25 prósentustig. Sveiflu- jöfnunarauki er ákvarðaður með til- mælum fjármálastöðugleikaráðs, sem endurskoðar hann ársfjórð- ungslega. Sveiflujöfnunaraukinn tekur gildi tólf mánuðum eftir ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Þetta felur í sér að samanlögð krafa um eiginfjárauka stóru við- skiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Lands- banka, fer úr 6,75% nú í 8,75% hinn 1. nóvember á næsta ári. Auk fyrr- greinds sveiflujöfnunarauka sam- anstendur krafa FME af 3% eig- infjárauka vegna kerfisáhættu, 2% eiginfjárauka vegna kerfislegs mik- ilvægis, og verndunarauka sem hækka mun úr 1,75% í 2,5% á tíma- bilinu. Í tilviki Kviku banka mun krafa FME um eiginfjárauka hækka úr 2,75% nú í 6,75% í janúar 2019 vegna hækkunar á eiginfjárauka vegna kerfisáhættu, sveiflujöfnunarauka og verndunarauka á tímabilinu. Krafa FME um eiginfjárauka hjá sparisjóðunum mun hækka úr 2,5% í 6,75% á sama tímabili. Meiri kröfur á banka FME Hækkar eiginfjárauka á bankana.  FME hækkar sveiflujöfnunarauka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.