Morgunblaðið - 02.11.2016, Side 18

Morgunblaðið - 02.11.2016, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eitt af þvísem fékkskell í ný- afstöðnum kosn- ingum er krafan um að Ísland ger- ist aðili að ESB, eða að Ísland sæki um aðild, eins og sumir stuðningsmenn kjósa að orða það. Sá flokkur sem haft hefur ESB-aðild sem sitt helsta mál um árabil, í raun sitt eina mál, hvarf næstum af þingi. Aðrir flokkar sem hafa svipaða stefnu földu hana sem mest þeir máttu. En heildarnið- urstaðan er sú að samanlagt fengu stuðningsflokkar Evrópusambandsaðildar lít- inn stuðning, eða rúman fimmtung atkvæða og vegna feluleiks þeirra gagnvart málinu var drjúgur hluti þess stuðnings þrátt fyrir þá stefnu en ekki vegna henn- ar. Engu að síður eru þeir enn til á þingi sem reyna að villa um fyrir fólki og halda því fram að sækja eigi um aðild og sjá hvað kemur út úr „samningaviðræðunum“ eins og þeir kjósa að kalla aðlögunarviðræðurnar sem Evrópusambandið býður umsóknarríkjum upp á. Þessi málflutningur heldur áfram þrátt fyrir að vinstri stjórnin hafi siglt í strand með umsóknina vegna þess að Evrópusambandið býður ekki upp á neinar tilslakanir og honum er líka haldið áfram þrátt fyrir að Evrópu- sambandið hafi allan tímann talað skýrt um að ekki sé um neitt að semja. Enn ein staðfesting þessa fékkst á dögunum þegar sr. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur við Akureyr- arkirkju, sendi fyrirspurn til Evrópusambandsins og spurðist fyrir um hvert eðli umsóknar að sambandinu væri. Spurningar Svavars, í íslenskri þýðingu, voru eftirfarandi: „Þegar ríki ákveður að sækja um inn- göngu í Evrópusambandið, lítur sambandið þá á slíka umsókn annað hvort sem 1) fyrirspurn án skuldbindinga þar sem möguleikarnir í boði fyrir umsóknarríkið eru kannaðir og fundnar mögu- legar undanþágur frá óhag- stæðum hlutum löggjafar Evrópusambandsins eða 2) yfirlýsingu um vilja um- sækjandans til þess að ganga í sambandið í sam- ræmi við lög- formlegt fyrir- komulag inn- göngu í það?“ Þessar spurn- ingar eru skýrar og svar Evrópusambandsins var ekki síður skýrt: „Reglur Evrópusambandsins sem slíkar (einnig þekktar sem acquis) eru óumsemjan- legar; þær verður að lög- leiða og innleiða af umsókn- arríkinu. Inngönguviðræður snúast í raun um það að samþykkja hvenær og með hvaða hætti umsóknarríkið tekur upp og innleiðir með árangursríkum hætti allt regluverk ESB og stefnur. Inngönguviðræður snúast um skilyrði og tímasetningu upptöku, innleiðingar og framkvæmdar gildandi laga og reglna ESB. Hafa ber í huga að ESB starfrækir víðtækt sam- þykktarferli sem sér til þess að ný ríki eru aðeins sam- þykkt þegar þau geta sýnt fram á það að þau muni og geti sinnt hlutverki sínu sem fullgildir aðilar, það er með því að uppfylla allar reglur ESB og staðla, hafa sam- þykki stofnana sambandsins og ríkja þess og með því að hafa samþykki eigin borgara – annað hvort í gegnum sam- þykki þjóðþinga þeirra eða þjóðaratkvæði.“ Þetta svar er staðfesting á því sem Evrópusambandið hefur þegar sagt, en er jafn- vel enn ýtarlegra og skýr- ara. Enginn getur haldið því fram þegar svo skýrt er tal- að að hægt sé að semja um eitthvað við inngöngu í Evr- ópusambandið. Samninga- viðræður fara ekki fram um neitt efnislegt, aðeins um það hvenær umsóknarríkið tekur upp allar reglur Evr- ópusambandsins og aðlög- unarviðræðurnar ganga út á að fullvissa Evrópusam- bandið um að svo hafi verið gert. Reglur Evrópusambands- ins eru „óumsemjanlegar“ að sögn sambandsins sjálfs. Þetta svar, auk skýrrar nið- urstöðu nýafstaðinna kosn- inga, þýðir að krafa um um- sókn að Evrópusambandinu hlýtur að vera komin út úr umræðu íslenskra stjórn- mála. ESB hefur í nýju svari talað afar skýrt um skilyrði sem umsóknarríki þurfa að sæta} Reglur ESB eru „óumsemjanlegar“ Í útvarpinu um daginn var ungur mað- ur að lýsa því fjálglega hvernig hann hafði farið með gæludýr sitt eftir að það varð fyrir bíl: breytt því í flygildi. Það var svo gaman hjá honum, og ekki síður gaman hjá útvarpskonunni sem ræddi við hann, þegar hann lýsti hvernig hann hefði flegið skepnuna og stoppað hana upp á grind með fæturna útglennta svo festa mætti mótor með þyrluspöðum á hvern fót. Svo þurfti bara að setja rafhlöðu í belginn og fjar- stýringu og hefja sig til flugs! Mér varð hugsað til þessa unga „hugvits- manns“ þegar ég handlék endurútgáfu þeirr- ar gagnmerku bókar Forystufjár eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp sem Bókaútgáfan Sæ- mundur gaf út fyrir stuttu. Í endurútgáfunni er ýmsan fróðleik að finna, meðal annars lista yfir orð sem lýsa einkennum og atferli sauðfjár, myndir af eyrnamörkum með marka- heitum, sagt frá ræktun forystufjár á Íslandi frá því bók- in kom upprunalega út 1953 og forystuhrútum á sæð- ingastöðvum, svo dæmi séu tekin, og síðan ítarleg mannanafnaskrá, önnur skrá yfir bæjarheiti og helstu örnefni og svo ein til, stórmerkileg finnst mér: Nöfn sauðfjár og annarra ferfætlinga. Þar koma fyrir færslur eins og Botni undan Mórubotnu Mórubotnudóttur, Hrafnkelsstöðum og geri undan Kommu, sæðingahrútur 03-986 og Hnokki, hundur á Héðinshöfða. Það er næsta víst að dýr kæra sig kollótt um það hvort þau beri nafn eða ekki og eins hvert það nafn er. Það gefur líka augaleið að það að gefa skepnu nafn tryggir henni ekki góða ævi eða að henni sé sýnd virðing eftir dauðann. Málið er nefnilega það, lesandi góður, að okkur mönnum er tamt að koma illa fram við önnur dýr nema okkur sjálf (þó að við leikum iðu- lega hvert annað hart), nema við getum haft not af þeim. Við kærum okkur til að mynda flest kollótt um það þó að við séum langt kom- in með að útrýma þorra dýrategunda í heim- inum og fréttir um það að ríflega helmingur dýrategunda hafi horfið fyrir fullt og allt á síðustu fjörutíu árum er nánast neðanmáls- frétt og frétt um að ekki sé langt í það að tveir þriðju tegunda fiska, froskdýra, skrið- dýra og spendýra séu aðeins til í sögum, á myndum og á myndskeiðum á YouTube. Sú óvirðing sem við sýnum dýrum, er ekki síst merki- leg fyrir það að við erum dýr sjálf, gráðugustu og grimmustu dýr merkurinnar, en þrátt fyrir það rennur okkur ekki blóðið til skyldunnar. Í merkisriti Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp birtist við- horf til dýra sem litast eðlilega nokkuð af því hvaða not mátti hafa af þeim, en í henni birtist líka virðing fyrir málleysingjum sem gleymist eftir því sem þeir verða fjarlægari okkur, eftir því sem þeir birtast ekki sem lif- andi verur heldur bara sem vakúmpakkaðar kræsingar tilbúnir á pönnuna, á grillið, inn í ofninn. Nú eða til þess að breyta í leikfang. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Menn og málleysingjar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Ég er sannfærður um aðIceland Airwaves hafispilað stórt hlutverk í þvíað við erum með gríðar- lega gott tónlistarlíf hér á landi. Há- tíðin hefur hjálpað mörgum að koma sér á framfæri í gegnum tíðina þó að við viljum auðvitað ekki eigna okkur allan heiðurinn af því,“ segir Grímur Atlason, einn stjórnenda Iceland Airwaves-hátíðarinnar, en það er um þessar mundir sem þúsundir er- lendra gesta flykkjast til landsins og fjöldi Íslendinga leggur leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Iceland Air- waves sem stendur yfir dagana 2.-6. nóvember. Það eru um 220 listamenn sem stíga á stokk í ár og af þeim eru um 155 íslenskir listamenn á móti um 65 erlendum. Spilað verður á 267 tón- leikum en um 9.000 manns hafa þegar tryggt sér armband til þátttöku í há- tíðinni. Áhugasamir tónlistarunn- endur geta einnig notið hátíðarinnar án þess að borga sig inn því viðamikil utandagskrá eða Off-venue býður einnig upp á um 820 tónleika að þessu sinni á 62 stöðum um bæinn og áætl- að er að þá viðburði sæki um 80.000 manns. „Það eru mjög margir sem koma til að skoða íslenska tónlist á meðan Íslendingarnir eru hrifnari af erlendu böndunum. Orðspor hátíðarinnar er að við séum beitt í okkar bókunum, sjálfstæð og ekki gamaldags,“ bætir Grímur við en í gegnum árin hafa stór nöfn í tónlistarheiminum, á borð við Suede, Flaming lips, Björk, Sigur Rós, Hozier, Hurts, Robyn, Florence and the machine, Kraftwerk og ótal fleiri komið fram á hátíðinni. „Dýnamíkin er góð“ Hátíðin hefur þó ekki alltaf verið svo fjölmenn bæði hvað varðar gesti og tónlistaratriði því árið 1999 þegar fyrsta Iceland Airwaves-hátíðin var haldin spiluðu einungis sjö bönd og voru gestirnir færri en fengið höfðu boð. „Það var Guðmundur Sesar heit- inn sem fór með þessa hugmynd til Icelandair sem tók afar vel í hug- myndina og hélt vísi að Airwaves á Akureyri vorið 1999. Í framhaldinu var ákveðið að halda hátíð í október 1999,“ segir Grímur en hún fór þá fram í flugskýli nr. 4. Næstu ár var hátíðin m.a. haldin í Laugardalshöll, miðbæ Reykjavíkur og síðar einnig í Valshöllinni. Icelandair hefur verið aðal- styrktaraðili hátíðarinnar frá upphafi og segir Grímur að aðkoma þeirra ásamt Reykjavíkurborg og tónlistar- mönnunum myndi þríhyrning sem virki afar vel. „Tónlistarmennirnir eru að reyna að koma sér á framfæri og halda góða tónleika, Reykjavíkur- borg og Icelandair vilja fjölga ferða- mönnum og auðga mannlífið í leiðinni – þannig þetta virkar, dýnamíkin er góð.“ Sprengja árið 2011 Stóra sprengjan í aðsóknarfjölda á hátíðina varð þó ekki fyrr en eftir árið 2010 en það ár sóttu um 6.800 gestir hátíðina, þar af 4.008 erlendir. Árið 2013 voru gestirnir alls orðnir 8.200 og síðustu tvö ár hafa gestirnir talið 9.000 og hlutfall erlendra gesta verið um 60%. „Íslendingum sem sækja há- tíðina hefur í raun ekki fjölgað mikið á síðustu árum en fjölgunin er öll í erlendum gestum,“ segir Grímur. Harpa hafi breytt eðli há- tíðarinnar þegar hún var tek- in í notkun árið 2011 en þá hafi verið hægt að fjölga gestum töluvert og bjóða upp á fleiri tónlistaratriði. Frá sjö böndum í 220 á Iceland Airwaves Morgunblaðið/Styrmir Kári Vinsæl Iceland Airwaves hefur stækkað ár frá ári síðan henni var hleypt af stokkunum árið 1999. Um 9.000 manns sækja hátíðina sem hefst í dag. Hátíðin hefur þróast í gegnum árin bæði hvað varðar bókun tónlistaratriða og aðbúnað listamanna, greiðslur til lista- manna og mat til listamanna svo eitthvað sé nefnt. Þetta segir Grímur Atlason en bókanir hljómsveita á hátíðina séu nú gerðar á breiðari grunni. „Það er mikilvægt að reyna að ná inn til eldri hópa og yngri hópa – við reynum að ná breidd án þess þó að slaka á kröfum.“ Þá hefur fjöldi hljómsveita haldist í kringum 220 talsins á hverju ári með nokkrum undan- tekningum. Ný erlend bönd eru einnig yfirleitt 65 eða 70 talsins á meðan um 40 ný íslensk bönd koma einnig fram árlega. „Flest böndin sem koma fram hafa aldrei komið fram hérna áð- ur.“ Meiri breidd, sömu kröfur ÞRÓAST Í GEGNUM ÁRIN Grímur Atlason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.