Morgunblaðið - 02.11.2016, Page 20

Morgunblaðið - 02.11.2016, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Virkni sólar hefur sveiflast verulega und- anfarnar árþúsundir. Síðast var sólin veru- lega dauf fyrir fjórum öldum. Af því leiddi litla ísöld í Evrópu 1645-1715, en hún dró á eftir sér kulda í ein 150 ár, en hér norður við heimskautsbaug mundu tímamörkin hafa verið önnur. Þekkt er mynd, sem endurspeglar litlu ísöld, af ísi lagðri Lundúnaánni Thames frá síð- ari hluta 17. aldar. Menn hafa spurt sig, hvers vegna stefndi þá um síðir í aðra átt, til hlýnunar, en ekki til eiginlegrar ísaldar, eins og ef til vill var stutt í. Þess hefur verið getið til, að þegar á 18. öld hafi gætt hlýn- unar loftslags vegna kolabruna og það ráðið viðsnúningnum. Nú segja sólfræðingar, að sveiflan í sólvirkninni sé niður á við og að geislar sólar hafi dvínað undanfarin ár. Þeir kunna víst ekki að svara því, hvort geti farið í sama far og á 17. öld, telja kólnunina geta orðið allt að því eins mikla, en minnst verði kólnun, sem svarar til þeirrar hlýnunar, sem maðurinn kann að hafa valdið með umsvifum sínum undanfarnar tvær aldir. Samkvæmt þessu gætu umsvif mannsins haldið aftur af kólnun loftslags. Þetta er þvert á það, sem Samein- uðu þjóðirnar (SÞ) ályktuðu um í París í desember 2015 og gerðu loftslagssamning um. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, sagði um daginn í Hörpu, þegar norður- skautsmál voru þar til umræðu, að allar raddir, sem héldu öðru fram en ályktað hefði verið í París, hefðu þagnað. Þá heyr- ir hann ekki vel. Menn athugi, að loftslagssamningurinn í París skuldbindur ríki heims um tvennt, en aðeins tvennt, að koma saman árlega og ræða málið og að kynna hver fyrir sig eigin fyr- irætlun um aðgerðir í þágu þess, að loftslag hlýni ekki af mannavöldum, heldur dragi úr hlýn- un, og endurnýja fyrirætlanir sínar á nokkurra ára fresti. Ríkin eru hins vegar ekki skuldbundin til að standa við fyrirætlanir sínar. Kínverjar, sem taka í notkun 2000 kolanámur á þessu ári og hafa staðfest samning- inn, mega samningsins vegna taka í notkun 2000 námur á næsta ári og 2000 á þarnæsta ári o.s.frv. Indverj- ar eru stórtækari í þessu en Kín- verjar. Það eru engin samningssvik, þó að þessi ríki haldi þannig sínu striki. Loftslagssamningurinn er þannig máttlaus gagnvart millj- arðaríkjunum. Samningurinn þarf heldur ekki að tefja það, að heim- urinn snúi við blaðinu, ef geislar sól- ar haldast áfram í daufara lagi og dofna meira. Eftir Björn S. Stefánsson Björn S. Stefánsson »Málið er hvort áhrif sólarsveiflna yfir- gnæfi áhrif mannanna á loftslagið. Höfundur er í Vísindafélagi Norðmanna. Þegar dró að ísöld Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is VW GOLF GTE PREMIUM PLUG IN HYBRID Eigum tvo bíla til afhendingar strax. Annar er óekinn, hinn ekinn 1500 km, báðir bensín/rafmagn (204hö), sjálfskiptir, 18“ serron-felgur, íslenskt navi o.fl. Staðgreiðsluverð 4.580.000 - 4.890.000 kr. Skoðum skipti! Ath. ófáanlegur í umboði! Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Þessa dagana er mikið talað um lífeyris- sjóðsmál og ýmsa samninga og ýmiss konar samkomulag þeim tengt sem er undirritað en virðist svo vera mismikið sam- komulag um þegar upp er staðið. Frumvarp um jöfnun lífeyrisrétt- inda náði ekki fram að ganga á síðasta þingi og kannski eins gott. Ég, undirritaður, lenti í því að það var gert samkomulag um lífeyris- réttindi mín að undirlagi ríkisins fyr- ir næstum 20 árum. Það var við einkavæðingu bankanna í kringum sl. aldamót, þegar ríkið vildi losa Landsbankann undan bakábyrgð- inni, sem var á lífeyrissjóði starfs- manna hans og Seðlabankans. Búin var til hlutfallsdeild, sem talin var henta eldri starfsmönnum og stiga- deild fyrir hina yngri sem og nýja starfsmenn og gátu starfsmenn valið þar á milli, svipað og hjá ríkinu í A- deild og B-deild fyrir opinbera starfsmenn. Ég valdi hlutfallsdeildina enda bú- inn að greiða lengi í sjóðinn á þeim tíma og ráðleggingar ráðgjafa og ex- cel-skjölin þeirra bentu í þá átt. Einnig taldi ég hina svokölluðu 95- ára reglu freistandi, þótt einungis fjórðungur starfsmanna kysi að jafn- aði að nýta sér hana. 95 ára reglan gefur manni kost á að hefja töku þess lífeyris, sem maður hefur áunnið sér, þegar samanlagður stafsaldur og lífaldur nær 95 árum. Í stuttu máli má segja að ég hafi valið rangt því hlutfallsdeild sjóðsins stendur ekki undir sér af ýmsum ástæðum. Notaðar voru rangar forsendur við útreikninga og mat á fjárþörf sjóðsins sem reyndar hefur verið vel rekinn og skilað betri ávöxtun en margir aðr- ir sjóðir í gegnum áföllin undanfarin ár. Auk þess hafa aðildarfyrirtækin (helst Landsbankinn) þvingað starf- menn leynt og ljóst til að nýta sér 95 ára regluna, sem hefur fyrir vikið verið sjóðnum mun dýrari en ráð var fyrir gert. Nú þegar hafa lífeyrisréttindi mín verið skert um tæp tíu prósent og stefnir að óbreyttu í meiri skerð- ingar. Líklega yppta margir les- endur öxlum og segja að þessir bankamenn með ofurlaunin, sem ollu hruninu, hafi gott af þessu. En sann- leikurinn er sá að það eru ekki slíkir aðilar, sem greiða eða greiddu í þennan sjóð eða fá úr honum lífeyr- isgreiðslur. Lífeyrisþegar í hlutfalls- deildinni eru nú 946 og fá að meðal- tali ríflega 192 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur á mánuði. Sjóðsfélagar hafa samþykkt að freista þess að ná fram leiðréttingu á þessu, með málsókn ef ekki vill bet- ur. Telja afar óréttlátt að allar skerð- ingar og kostnaður vegna forsendu- brests lendi bara á öðrum aðila samningsins, þ.e. lendi á lífeyris- þegum en ekki aðildarfyrirtækjum. Því að okkar mati er ljóst að ábyrgð- in sé ekki síður þeirra, eigandi full- trúa í stjórn sjóðsins til jafns við starfsmenn. Nú hefur komið fram að Landsbankinn hefur hafnað öllum viðræðum um slíka leiðréttingu. Lesa má um stöðu þeirra mála á lif- bank.is. Mér skilst að það nýjasta í því sé að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi óskað eftir því við fjármálaráðu- neytið að það tilnefni óháðan mats- mann til að meta tiltekin atriði, en ríkislögmaður óskað eftir fresti. Von- andi er það ekki bara leikur í ref- skák, sem eyðileggur málið og kæfir í moldviðri komandi kosninga. En eftir stendur þessi staðreynd, að ég hef ekki góða reynslu af sam- komulagi, sem gert hefur verið um mín lífeyrissjóðsmál, get ekki mælt með slíkt sé gert af öðrum. Allavega virðist vera afar erfitt að standa við gefin loforð og erfitt að reikna rétt og enn erfiðara að fá fram sjálfsagðar leiðréttingar og úrbætur eftir á, sér- staklega þegar ríkið á í hlut t.d. sem stærsti eigandi Landsbanka Íslands. Er varasamt að gera samninga við ríkið um lífeyrissjóðsmál? Eftir Kjartan Jóhannesson » Óréttlátt er að allar skerðingar og kostn- aður vegna forsendu- brests lendi bara á öðr- um aðila samningsins, á lífeyrisþegum en ekki aðildarfyrirtækjum. Kjartan Jóhannesson Höfudur greiðir í hlutfallsdeild Lífeyrissjóðs bankamanna. Suðurnesjalínur hafa verið í hönnunar- ferli í meira en áratug og með miklum til- kostnaði. Loksins hef- ur komið fram kostn- aðaráætlun um framkvæmdina. Í upphafi skýrslu Landsnets frá okt 2016 „Suðurnesjalína 2, Valkostaskýrsla. Fyrri hluti – Samantekt“ segir að: „Suðurnesjalína 1, sem nú þjónar [Suðurnesjum] og rekin er á 132 kV spennu, er fulllestuð í dag jafn- framt því sem öryggi kerfisins er ófullnægjandi þar sem aðeins er um þessa einu tengingu að ræða frá Reykjanesskaganum við 220 kV meginflutningskerfi Landsnets.“ Þetta er villandi framsetning. Á meðfylgjandi línuriti er sýndur flutningur um Suður- nesjalínu fram til árs- ins 2050. Línuritið er byggt á gögnum og reikniaðferðum í skýrslu Landsnets og gert er ráð fyrir eft- irfarandi forsendum: Framleiðsla á Suð- urnesjum. Árið 2000: 175 MW. Árið 2050: 600 MW. Álag á Suð- urnesjum. Árið 2000: 110 MW. Árið 2050: 475 MW. Á línuritinu er framleiðsla og álag látið hækka um ákveðna pró- sentutölu á hverju ári. Vonandi skýrir línuritið sig sjálf, en samkvæmt því er ekki þörf fyrir aukna flutningsgetu, hvorki inn til Suðurnesja né út frá Suðurnesjum fram til 2050. Reiðuafl er varaafl á Suður- nesjum, sem þarf að vera tiltækt án fyrirvara, t.d. við bilanir. Í skýrslunni og á línuritinu er gert ráð fyrir 100 MW reiðuafli á Suðurnesjum. Þetta er kannski í hærra lagi, en það skagar upp í nú- verandi reiðuaflskröfur fyrir allt Landsnetið. Af línuritinu má álykta að það er óþarfi að reisa nýja Suðurnesjalínu á næstu árum. Það liggur bara ekkert á. Þegar starfrækslu núverandi línu lýkur, t.d. vegna efnislegrar hrörn- unar, mætti færa flutningana í jörð og samsíða Keflavíkurveginum, en þá hafi vegurinn verið tvöfaldaður alla leiðina. Suðurnesjalína Eftir Skúla Jóhannsson » Suðurnesjalínur hafa verið í hönnunarferli í meira en áratug og með miklum tilkostnaði. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. Suðurnesjalína 700 M ar ka ðu r, fr am le ið sl a og flu tn in gs ge ta (M W ) 600 500 400 300 200 100 0 20 16 20 18 20 20 20 22 20 24 20 26 20 28 20 30 20 32 20 34 20 36 20 38 20 40 20 42 20 44 20 46 20 48 20 50 -100 -200 Ár Markaður á Suðurnesjum (SN) Framleiðslugeta á SN Flutningsþörf Suðurnesjalínu (SL) Flutningsgeta SL inn til SN Framleiðslugeta-Reiðuafl Flutningsgeta SL út frá SN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.