Morgunblaðið - 02.11.2016, Side 25

Morgunblaðið - 02.11.2016, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Raðauglýsingar 569 1100 Skútustaðahreppur Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 26. október 2016 útgáfu framkvæmdaleyfi til Landsnets hf vegna Kröflulínu 4 innan sveitarfélagamarka Skútustaðahrepps. Skipulagslegar forsendur framkvæmdaleyfisins: • Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2012. • Svæðisskipulags háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025. • Deiliskipulag Kröfluvirkjunar staðfest 14.11.2013 • Framkvæmdaleyfið er gefið út á grundvelli sérstaks mats um framkvæmdina; Háspennulínur (220 kV) frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík, Skútustaðahreppi, Aðaldælahreppi, Þingeyjarsveit og Norðurþingi, og sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka, Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 24. nóvember 2010 má finna á eftirfarandi vefslóðum: Vegna sameiginlega umhverfismatsins: http://www.skipulagsstofnun.is/media/attachments/Umhverfismat/821/2010020001.pdf Vegna umhverfismats háspennulína: http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/654/2007060066.pdf Skilyrði Skipulagsstofnunar og Skútustaðahrepps fyrir leyfisveitingu: Samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 24. nóvember 2010 telur hún að við leyfisveitingar þurfi að setja eftirfarandi skilyrði: 1. Landsnet þarf að tryggja að framkvæmdir auki ekki eyðingu gróðurs á svæði sem nú er eitt virkasta rofsvæði landsins. 2. Ef votlendi verður raskað þarf Landsnet að endurheimta a.m.k. jafnstórt votlendissvæði og það sem raskast. 3. Landsnet þarf að leggja fram áætlun um rannsóknir á umfangi áflugs fugla á raflínur og að niðurstöður rannsókna verði bornar undir Umhverfisstofnun. Í greinargerð með umsókn með framkvæmaleyfi kemur fram hvernig Landsnet muni bregðast við þessum skilyrðum Skipulagsstofnunar. Útgáfa framkvæmdaleyfis af hálfu leyfisveitanda er háð því að skilyrði Skipulagsstofnunar séu uppfyllt. Þá hefur Skútustaðahreppur sett sérstakt skilyrði vegna framkvæmdaleyfisins: • Vegna framkvæmda innan hverfisverndarsvæðisins HK 5, Þríhyrningar, sbr. deiliskipulag vegna stækkunar Kröfluvirkjunar gildir að við mannvirkjagerð skal leitast við að viðhalda einkennum svæðisins og skal gætt fyllstu varúðar við allar framkvæmdir. Kynna skal skipulagsfulltrúa framkvæmdir á hverfisverndarsvæðinu áður en þær hefjast. Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfisins og forsendur þess er að finna á heimasíðu Skútustaðahrepps á eftirfarandi vefslóð: http://www.myv.is/stjórnsýslan/skipulags- og byggingarmál/framkvæmdaleyfi. Vakin er athygli á því að niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45. Eftir hádegið verður útskurður II og postulínsmálun II kl. 13. Söngstund við píanóið með Helgu Gunnarsdóttur kl. 13.45 og Bókaspjall Hrafns Jökulssonar kl. 15. Jóga kl. 18 Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9–16. Handavinna með leiðbeinanda kl. 8.30–16.30. Stóladans með Þóreyju kl. 9.30–10.10. Jóga sitjandi, með Kristínu kl. 10.30–11.30. Sungið með Helgu sem spilar á píanóið kl. 11–11.30. Steinamálun, kynningarfundur kl. 12.45. Allir velkomnir. Opið hús, m.a. spiluð vist og brids kl. 13–16. Ljósbrotið, prjónaklúbb- ur með Guðnýju Ingigerði kl. 13–16. Boðinn Handavinna kl. 9–15 og leshópur kl. 15–16. Bólstaðarhlíð 43 Leikfimi kl. 10.30, spiladagur og prjónaklúbbur. Bústaðarkirkja Félagsstarfið er frá kl. 13–16 á miðvikudögum. Spil- að, handavinna, framhaldssaga, hugvekja, bæn og kaffið góða hjá Sigurbjörgu. Jónas Þórir kantor kirkjunnar kemur í heimsókn og spilar á píanóið. Allir hjartanlega velkomnir. Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8, botsía kl.13. Félagsmiðstöðin Vitatorgi/Lindargata 59 Bókband kl. 9–17. Hand- verksstofa opin, með leiðbeinanda kl. 9–12. Bónusrúta stoppar við Skúlagötu kl. 12.20. Lestur framhaldssögu kl. 12.30–13. Myndlistar- námskeið kl. 13.30–16.30. Dansleikur með Vitatorgsbandi kl. 14–15. Helgistund kl. 10.15–11 í umsjón Dómkirkjupresta. Allir velkomnir. Gjábakki Handavinna kl. 9, botsía kl. 9.30, glerlist kl. 9.30, félagsvist kl. 13, gler- og postulínsmálun kl. 13. Söngur með harmoniku kl.15. Grensáskirkja Samverustund eldri borgara kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. Guðríðarkirkja Félagsstarf fullorðina kl. 12. Fyrirbænastund og söngur í kirkjunni. Hægt er að hafa samband við Guðríðarkirkju með fyrirbænaefni í síma 5777770 eða netfangið kirkjuvordur@grafar- holt.is Eftir stundina verður súpa og brauð á 700 krónur. Kristján Möller er gestur okkar í dag og hefur hann áreiðanlega frá mörgu skemmtilegu að segja. Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, postulínsmálun kl. 12.30, kvennabrids kl. 13, línudans kl. 16.30, línudans, byrjendur kl. 17.30. Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir! Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9. Botsía kl.10–11. Opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9–14. Morgunleikfimi kl. 9.45. Hádegismatur kl. 11.30. Snjalltækjakennsla, aðstoð með farsíma og spjaldtölvur kl. 14, kostar ekkert og allir velkomnir. Kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56–58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8–16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi. Zumbadans o.fl. með Carynu, morgunleikfimi kl. 9.45. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall, matur kl. 11.30, mömmuhópur kl. 12, handavinnu- hópur kl. 13. Línudans kl. 13.30, kaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Qigong kl. 6.30. Við hringborðið kl. 8.50, upplestr- arhópur Soffíu kl. 9.30, ganga kl. 10, línudans fyrir byrjendur kl. 10.15. Hláturjóga kl. 13.30, tálgun í ferskan við með Valdóri kl. 14.30, síðdeg- iskaffi kl. 14.30. Árgangur ´51 kl. 16.30. Bókmenntahópur kl. 19.30. Við minnum á Sviðamessuna næstkomandi föstudag kl. 12, nokkrir miðar eftir. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu. Korpúlfar Glerlist með Fríðu kl. 9–13, stjórnarfundur/nefndarfundur Korpúlfa kl. 10 í Borgum, gönguhópar leggja af stað kl. 10 frá Borg- um, GAMAN SAMAN kl. 13 í Borgum og einnig verður sýnd kvik- mynd úr sögu Korpúlfa. Qigong kl. 16.30 í Borgum. Neskirkja Krossgötur kl. 13.30. Guðrún Kvaran, próf. em. við Stofn- un Árna Magnússonar, Biblíuþýðingar á Íslandi. Úgáfur á Biblíunni hafa haft mikil áhrif á þróun íslenskunnar. Guðrún Kvaran sat um áraskeið í þýðingarnefnd Biblíunnar en ný þýðing kom út fyrir nokkr- um árum og voru skiptar skoðanir um þau sjónarmið sem þar lágu til grundvallar. Kaffiveitingar. Selið, Sléttuvegi Húsið opið kl. 10–14, kaffi, spjall og blöðin eftir opnun, matur kl. 11.30–12.30, heitt á könnunni eftir hádegi. Fram- haldssaga kl. 13 ef bækurnar verða komnar í hús, annars er um að gera að mæta niður í spjall. Selið, Sléttuvegi Húsið opið kl. 10–14 en opið í vestursalinn til kl. 16, kaffi, spjall og blöðin eftir opnun, matur kl. 11.30–12.30, handa- vinna kl. 13. Allir velkomnir. Seltjarnarnes Gler, Valhúsaskóla kl. 9 og 13. Leir og listasmiðja, Skólabraut kl. 9. Botsía, Gróttusal kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Handavinna, opinn salur með leiðbein- anda á Skólabraut kl. 13.Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13. Vatnsleik- fimi í sundlauginni kl. 18.30. ATH. félagsvist í salnum á morgun fimm- tudag kl. 13.30. Allir velkomnir. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30 Gylfi stjórnar. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. Fréttir frá Keníu. Ræðumaður Ragnar Gunnars- son. Allir velkomnir.  HELGAFELL 6016110219 VI Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Óska eftir Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Staðgreiðum og lánum út á: gull, demanta, vönduð úr og málverk! Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kost- naðarlausu! www.kaupumgull.is Opið mán.– fös. 11–16. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 782 8800 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Þjónustuauglýsingar Þarft þú að koma fyrirtækinu þínu á framfæri Hafðu samband í síma 569 1390 eða á augl@mbl.is og fáðu tilboð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.