Morgunblaðið - 02.11.2016, Side 29

Morgunblaðið - 02.11.2016, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is 40 ára Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga Stýrðu birtunni heima hjá þér Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA EFTIR MÁLI Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 PLÍ-SÓL GARDÍNUR Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú lofar einhverjum einhverju í dag. Félags- skapur þinn við ljón eða hrút er eins og sætur eftirréttur sem fylgir hinni fullkomnu máltíð. 20. apríl - 20. maí  Naut Rétta leiðin til að ráða fram úr verk- efnum er að ráðast á þau úr óvæntri átt. Burt með allt sem hefur gengið sér til húð- ar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er ekki allt grænna í garði grannans þótt þér kunni að sýnast svo. Vegna þess skaltu þakka fyrir það sem er gott í þínu lífi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Allir þurfa á þér að halda. Reyndu að breyta því því enginn er ómissandi. Atvik seinni part dags kemur á óvart. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú gætir hafa orðið fyrir vonbrigðum með nýja vinnu eða nýtt tækifæri sem þú varst að öðlast. Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum. Hugsaðu því vel um þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Afköst þín vekja undrun og aðdáun samstarfsmanna þinna. Mundu að það breytir engu að hafa áhyggjur. Það kemur annar betri dagur á morgun. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er að mörgu að hyggja þegar samningar eru gerðir. Einhver er viljugur til að hjálpa þér með vissan hlut í dag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft ekkert að blása í lúðra til þess að koma málstað þínum á framfæri. Taktu ákvörðun í ástamálunum, það þýðir ekki að draga lappirnar endalaust. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hvað er eiginlega að? Er fólk að skeyta skapi sínu á þér eða hefur þú gert eitthvað til að verðskulda þessi viðbrögð? Skelltu þér í rannsóknarvinnu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að gefa sjálfum þér hressilega hvatningu. Allir eru önnum kafnir og áreitið dynur á þér úr öllum áttum, þess vegna er mikilvægt að draga sig í hlé í smá- stund og anda djúpt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þrátt fyrir að vera umvafinn fjöl- skyldu og vinum finnurðu fyrir einmanaleika og depurð. Reyndu að skynja af hverju en ef það tekst ekki dveldu þá í tilfinningunni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hafðu gætur á fjármálunum og vertu óhrædd/ur við að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Fólk segir þér að hræra ekki í pottinum, en einhver verður að passa að súpan brenni ekki við. Ólafur Stefánsson fylgist granntmeð framvindu mála hér heima þar sem hann nýtur sólar- innar við Afríkustrendur: Á miðjunni er þröng á þingi, þar vilja flestir standa. Sómadrengur Sigurður Ingi og Samfylking í vanda. Þar er Viðreisn og veður á súðum með vinstri græna til hliðar og fjórar sálir í Björtu-Búðum og Birgitta í skinninu iðar. Deilur um kjör þingmanna hafa verið viðvarandi síðan ég settist fyrst á þing fyrir 45 árum, – og ávallt þótt of há! Fyrst ákváðu þingmenn kjör sín sjálfir en síðan hefur ýmis háttur verið hafður á og nú ákvarðar kjararáð launin. Hagyrðingar hafa löngum látið sig þessi mál varða. „Það er ekki von að bæturnar hækki um hálfa milljón hjá liði sem gerir ekki neitt,“ segir Fía á Sandi: Oft er margur maður latur, marga skortir aur og þó. Brennivín er besti matur, bara það sé drukkið nóg. Og enn segir hún: „Jæja þá er haustið loksins komið og Bjarni segir að ég sé skattalega séð ómagi á samfélaginu, svo ég verð að versla vel í ríkinu sóma míns vegna: Úti vindur ólmur hvín, engin sól í ljóði. En best er að fá sér brennivín og bjarga ríkissjóði. Og á þessum nótum hélt umræð- an áfram á Leir. Ingólfur Ómar var næstur: Nú vill lýjast lundin mín, leggst að kaldur vetur. Best er að fá sér brennivín, þá braggast sálartetur. Sr. Skírni Garðarssyni þótti stað- an slæm: Skelfileg er skattsins pín, úr skel menn dauða lepja. Brjóst þó ylji brennivín, er bannsett kuldanepja. Gústi Mar átti síðasta orðið og spurði: „Hefði ekki verið sniðugt að kjararáð hefði birt sína véfrétt FYRIR kosningar?“ Kjararáð með kjörin fer og kyndir verðbólguna. Tilviljun hér tæpast er með tímasetninguna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ort í sólarlöndum en kuldanepja hér heima Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... ...að vita að hann mun aldrei sleppa þér ÉG ÆTTI SENNILEGA AÐ FARA Í KJÖRBÚÐINA. ÉG ER INNILEGA SAMMÁLA. HEYRIRÐU HÓFATÖK? „ÞAÐ KEMUR KANNSKI EKKI Á ÓVART AÐ SUMAR BESTU HUGMYNDIRNAR HAFA KOMIÐ ÚR ÞESSU HERBERGI.“ „EF PABBI MINN SPYR HVAÐ ÞÚ GERIR SEGIRÐU HONUM BARA AÐ ÞÚ SÉRT SJÁVARLÍFFRÆÐINGUR.“ ENGA VITLEYSU... ÞAÐ ER ORÐIÐ TÍMABÆRT ÞEGAR KVÖLDMATURINN ER PAKKAR AF SOJASÓSU. ERTU AÐ HLUSTA EFTIR ÓVININUM? DJÖFULLINN RÍÐUR EKKI HESTI! JÁ! ÞURRT Bjallan hringdi hjá Víkverja umáttaleytið á mánudagskvöld. Úti stóðu þrjá stúlkur, skuggalega til fara, en frekar óöruggar, og áttu í vandræðum með að bera upp erind- ið: Grikk eða gott. Víkverji var ekki alveg undirbúinn undir þessa heim- sókn og spurði til að vinna tíma hver grikkurinn væri. Á meðan þær voru að vandræðast með svarið mundi Víkverji eftir piparkökudós og sótti til að gefa hinum grikklausu gestum. x x x Hrekkjavaka er dagurinn fyrirallraheilagramessu, sem er 1. nóvember. Upphaf hennar er rakið aftur um allt að tvö þúsund ár til Kelta, sem sagðir eru hafa kveikt bálkesti og klæðst búningum til að verjast vofum og afturgöngum. Keltar fögnuðu áramótum 1. nóv- ember. Þau lauk sumri og tíma upp- skerunnar og við tók vetur. Voru Keltar þeirrar trúar að nóttina áður en nýtt ár gekk í garð riðluðust mörkin milli lifenda og dauðra. Settu þeir þá mat og drykk fyrir framan útidyrnar til að friða hina framliðnu. x x x Þegar Rómarveldi teygði angasína til yfirráðasvæða Kelta um miðja fyrstu öld eftir Krist blönd- uðust siðir Rómverja hinum kelt- nesku. Rúmu hálfu árþúsundi seinna helgaði katólska kirkjan þennan tíma píslarvottum og síðar einnig dýrlingum. Árið þúsund gerði kirkj- an síðan 2. nóvember að allrasálna- messu og skyldi þá heiðra minningu hinna látnu. Talið er að kirkjan hafi gert þetta til höfuðs hátíð Kelta til minningar um hina dauðu. x x x Nú er hrekkjavakan einkum tengdBandaríkjunum. Þar tengdist dagurinn í upphafi trú, en er nú til- efni til hátíðahalda þvert á trúar- brögð. Börn klæðast upp, ganga á milli húsa og fá sælgæti í poka. Nú er talið að sex milljörðum dollara sé eytt árlega í kringum hrekkjavök- una. Fjórðungur allrar sælgætissölu í Bandaríkjunum er vegna hennar. Nú er siðurinn að ryðja sér til rúms hér og sælgætisframleiðendur geta hugsað sér gott til glóðarinnar. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. (Sálm. 121:7)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.