Morgunblaðið - 05.11.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.11.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 Sigling Vestur-Karíbahaf | 10.– 21. mars Verð frá: 389.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í ytri klefa með glugga. Verð án Vildarpunkta: 399.900 kr. Fararstjóri er Lilja Jónsdóttir. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Flogið með Icelandair Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Ekki er óalgengt fyrir okkur Íslendinga að sjá erlenda ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur spóka sig um í hvaða veðri sem er. Þessir ferðamenn voru einbeittir á svip við val sitt á íslenskum póstkortum þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Líklegt er að þeir hafi tekið sér frí frá Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni sem nú stendur yfir og farið í búðir í miðbænum. Sam- kvæmt spá Veðurstofunnar á að viðra ágætlega í höfuðborginni um helgina, hægviðri og lítils háttar væta. Ágætt veður ætti því að vera fyrir ferðalanga. Póstkort með Íslandsmyndum eftirsótt Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjöldi erlendra ferðamanna í miðbænum vegna Airwaves Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Frá því að formaður Sjálfstæðis- flokksins tók við umboði til stjórnar- myndunar frá forseta Íslands á þriðjudag hefur hann átt fundi með forsvarsmönnum allra flokka á Al- þingi auk þingflokks síns. Form- legar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar eru þó ekki hafnar. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við forsvarsmenn þeirra stjórnmálaflokka sem líklegast má telja að geti gengið inn í ríkis- stjórnarsamstarf og höfðu þeir sömu sögu að segja; menn eru að tala saman á óformlegum nótum og engin stór tíðindi liggja fyrir enn sem komið er. „Menn eru alveg að tala saman. Við heyrum í ákveðnum aðilum og þeir heyra í okkur en menn halda spilunum þétt að sér,“ sagði einn þeirra. Telur sá einnig ljóst að vilji sé til að vanda vel til verka og að næsta ríkisstjórn muni byggjast á trausti á milli manna. Annar var heldur svartsýnn á framhald viðræðna og sagði „lítið að frétta“. Efaðist sá hinn sami einnig um að formanni Sjálfstæðis- flokksins myndi takast að mynda næstu ríkisstjórn. „Ég held það verði stjórnarkreppa – þetta er ekki að fara að takast,“ sagði hann. Ekkert í gangi – allir í biðstöðu Sá þriðji sagðist hafa fengið skilaboð frá formanni Sjálfstæðis- flokksins þess efnis að „ekkert væri að ske“ og að hann myndi taka sér tíma fram yfir helgi til að ákveða næstu skref í stjórnarmyndun. Fulltrúi fjórða stjórnmálaflokks- ins sagðist bara hafa upplýst sitt fólk um það samtal sem átti sér stað í ráðherrabústaðnum á fimmtudag. „Annars hefur ekkert gerst.“ Loks sagðist sá síðasti ekki hafa talað við neinn – að undanskildum stórum hópi fjölmiðlamanna. Halda spilunum þétt að sér Morgunblaðið/Árni Sæberg Umboðið Bjarni Benediktsson ræð- ir við fjölmiðlamenn á Bessastöðum.  Formenn flokka eru að ræða saman á óformlegum nótum Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Uppi varð fótur og fit í höfuð- stöðvum Eimskips í fyrrakvöld þeg- ar uppgötvaðist að skrifstofustarfs- maður erlendis hafði á fimmtudag ýtt á rangan takka og greitt reikn- inga úti um allan heim sem ekki voru komnir á gjalddaga. Ólafur William Hand, upplýsinga- fulltrúi Eimskips, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að um nýjan starfsmann hefði verið að ræða. „Vegna mistaka í uppsetningu á að- gangi starfsmannsins á tölvunni greiddi hún eitthvað af reikningum sem ekki áttu að greiðast fyrir en eftir um 20 daga. Þannig að ef um einhvern skaða er að ræða fyrir fé- lagið er hann sá að við greiddum reikninga 20 dögum of snemma,“ sagði Ólafur. Hann segir að um tíu milljónir króna hafi verið ofgreiddar, sem sé ekki stór upphæð þegar horft sé á veltu Eimskips. Vissulega hafi tími farið í það í fyrradag og fyrrihluta dags í gær að leiðrétta mistökin en skaði félagsins sé enginn. Ólafur segir að strax í fyrradag hafi þessara óeðlilegu fjölgreiðslna orðið vart, vegna þess að eftirlitið með greiðslukerfinu væri mjög gott. „Við erum að greiða um allan heim margar milljónir króna á dag. Einni fjölgreiðslu er rennt í gegnum bank- ana einu sinni á dag og um leið og þetta uppgötvaðist var farið að at- huga hvort verið væri að greiða ein- hverjum sem átti ekki að greiða. Í einhverjum tilvikum fengust fjár- munir millifærðir strax, og í öðrum tilvikum komu fjármunirnir aftur til baka í dag [í gær],“ sagði Ólafur. Eimskip ofgreiddi reikninga  Mistök rakin til nýs starfsmanns Morgunblaðið/Rósa Braga Eimskip Viðskiptavinir fengu óvæntan glaðning í vikunni. Jón Þórisson jonth@mbl.is Leikurinn Starborne, sem fyrirtækið Solid Clouds framleiðir um þessar mundir, er stærsti tölvuleikur sem búinn hefur verið til hér á landi frá því Eve Online frá CCP varð til. Fyrirtækið var stofnað í árslok 2013 og eru nokkrir fyrrverandi starfsmenn CCP í hópi stofnenda. Leikurinn er nú í stórri alþjóðlegri prófun og komu meðal annarra nokkrir erlendir spilarar sérstaklega til landsins til að hitta starfsmenn fyrirtækisins og innlenda spilara til skrafs og ráðagerða. Eftir miklu að slægjast „Þetta er stór herkænskuleikur. Á hverjum leikjaþjóni er gert ráð fyrir að 5.000-20.000 spilarar spili saman og byggi upp herveldi sín með efna- hagskerfi og herafla og myndi banda- lög. Svo verða margir leikjaþjónar í gangi, þannig að heildarfjöldi spilara getur skipt hundruðum þúsunda,“ segir Stefán Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Solid Clouds. „Hver leikur tekur sex mánuði.“ Stefán segir markaðinn sem leikn- um er stefnt inn á vera stóran og því eftir miklu að slægjast. „Þessi markaður sem við stefnum á velti nærri einum milljarði Banda- ríkjadala á síðasta ári.“ Alls vinna nú 10 manns hjá fyrir- tækinu og á meðal þeirra margir sem gerkunnugir eru tölvuleikjaheim- inum og hafa langa reynslu á því sviði. „Við höfum safnað nærri 170 milljónum í hlutafé auk þess sem tek- ist hefur að afla ýmissa styrkja. Við munum gefa leikinn út á næsta ári. Þessi prófun sem nú stendur yfir er sú fjórða í röðinni og sem liður í henni eru um 200 manns um allan heim að spila leikinn á hverjum degi.“ Blómlegur markaður Stefán segir tölvuleikjamarkaðinn blómlegan hér á landi. „Það er gríðarleg gerjun í þessari starfsemi og fjöldi fyrirtækja sprett- ur hér upp. Búið er að efla Tækniþró- unarsjóð, en hann er líflína margra hérlendra tæknifyrirtækja. Auk þess er búið að bæta lagaumhverfi ný- sköpunarfyrirtækja þótt lengra megi ganga.“ Stefna á milljarðs dala markað  Íslenska leikjafyrirtækið Solid Clouds undirbýr útgáfu eins stærsta tölvuleiks sem gerður hefur verið hérlendis  Starfsemi tölvuleikjafyrirtækja er blómleg Morgunblaðið/Golli Solid Clouds Erlendir spilarar kampakátir á kynningarkvöldi í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.