Morgunblaðið - 05.11.2016, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016
ÚR BÆJARLÍFINU
Óli Már Aronsson
Hellu
Langþráður draumur og baráttumál sveit-
arstjórna og íbúa í gamla Rangárvallahreppi
og sveitarfélaginu Rangárþingi ytra virðist
vera að rætast. Hafin er hönnun brúar yfir
Þverá sunnan við Odda á Rangárvöllum.
Veittar hafa verið 50 milljónir króna til verks-
ins, sem nýtast við að steypa undirstöður brú-
arinnar. Sveitarstjórnin hefur samþykkt að
koma að vegagerð að brúnni og kirkjuráð hef-
ur samþykkt að vegurinn liggi í gegnum land
Oddastaðar. Lögreglustjórinn á Suðurlandi
telur þetta vera æskilega flóttaleið af svæðinu
sunnan Þverár ef til flóða kemur eftir nátt-
úruhamfarir og hringvegurinn ásamt fleiri
leiðum lokast.
Ljósleiðaravæðing sveitarfélagsins,
þ.e.a.s. á öll heimili, fyrirtæki og sumarhús í
dreifbýli, er nú í fullum gangi. Styrkur fékkst
til verksins, 118 milljónir króna, sveitarfélagið
greiðir um 130 milljónir og notendur greiða
tengigjald. Flest heimili, um 300 talsins, og
sumarhús, yfir 100, verða með í verkefninu, en
fastur kostnaður heimila og lögbýla er 250
þúsund kr., en eigendur sumarhúsa greiða
kostnaðarverð, sem getur verið æði misjafnt
eftir staðsetningu. Reiknað er með að fyrstu
tengingar verði virkar í lok nóvember.
Byggingarframkvæmdir eru nokkrar í
Rangárþingi ytra, samkvæmt upplýsingum
frá byggingarfulltrúa eru um það bil 15 íbúð-
arhús í byggingu, bæði á Hellu og í dreifbýl-
inu, fyrir utan sumarhús, útihús og annað, svo
sem viðbyggingu við Dvalar- og hjúkr-
unarheimilið Lund, sem styttist í að verði tek-
in í notkun. Yfir 40 lóðir eru tilbúnar til úthlut-
unar utan Hellu og rúmar 30 lóðir á Hellu.
Stracta hótel er að byggja nýja álmu
sunnan við hótelið með 28 herbergjum með
baði. Hluti þeirrar álmu verður nýttur fyrir
gistiaðstöðu starfsmanna. Þetta er fyrsti
áfangi að hugsanlegri stækkun í 210 her-
bergja fjölda, en núna er hótelið 134 herbergi
að stærð. Þess má geta að ný bílaleiga hefur
hafið starfsemi, Stracta Car Rental, og hefur
hún bækistöðvar bæði á Hellu og í Keflavík,
nærri flugvellinum.
Ferðamenn virðast staldra æ lengur við á
hótelum sunnanlands, enda stutt í margs kon-
ar afþreyingu og náttúruperlur á svæðinu.
Dæmi eru um að erlendir hópar gisti í heila
viku í einu og fari dagsferðir út frá t.d. Hellu.
Þeir koma þá beint frá Keflavík í hótelgist-
ingu. Flybus South er ný þjónusta hjá Kynn-
isferðum, þar sem boðið er upp á beinar ferðir
til og frá Hveragerði, Selfossi, Hellu og Hvols-
velli til Keflavíkurflugvallar.
Áður hefur verið greint frá hugmyndum
um uppbyggingu fyrir ferðamenn á þjónustu-
miðstöð sunnan vegar á móts við sláturhús
Reykjagarðs. Það verkefni er enn í pípunum.
Unnið er að öðru verkefni á Hellu, sem hefur
hlotið vinnuheitið „Sveitin og vegurinn“. Þar
er reiknað með að sameina nokkrar lóðir
sunnan vegar rétt austan við hringtorgið á
Rangárbökkum.
Arkitektastofan Arkís sér um hönnun
verksins og undirbúning, en helsta driffjöður
fjárfesta er Olís. Ekki er reiknað með að þetta
verði venjuleg þjónustumiðstöð, heldur á
þetta að verða nokkurs konar hvíldarstaður
fyrir ferðamenn, með ýmiskonar afþreyingu
sem umhverfið og heimamenn geta komið að,
svo sem fjölbreytilegum göngustígum sem
tengja saman nestis- og grillrjóður, úti-
leiksvæði, dýragerði fyrir hesta, kindur, geit-
ur, hænur, hunda og kanínur. Þannig á úti-
svæðið að höfða til breiðs hóps viðskiptavina.
Áætlað er að koma fyrir gömlum tækjum úr
íslenskri sveit til dæmis, traktorum og hey-
vinnuvélum. Jafnframt verði boðið upp á þjón-
ustu með aðferðafræðina „Beint frá býli“ að
leiðarljósi.
Undirskriftalistar liggja nú frammi á
nokkrum stöðum í héraðinu varðandi heilsu-
gæslumál í Rangárþingi, þar sem virðist ítrek-
að skorið niður í þjónustu við íbúa og ferða-
menn. Skorað er á Þóri Kolbeinsson yfirlækni
að halda áfram starfi við Heilbrigðisstofnun
Suðurlands og jafnframt skorað á stjórn HSU
að sjá til þess að þrjár 100% stöður lækna
verði í Rangárvallasýslu á 2 heilsugæslu-
stöðvum á Hellu og Hvolsvelli. Jafnframt er
þess krafist að þjónustan verði bætt eftir
hefðbundinn afgreiðslutíma, en eins og staðan
er núna þá er hún engin í Rangárvallasýslu,
einungis á Selfossi.
„Frá fé til flíkur“ er sýning sem sett var
upp að Brúarlundi í Landsveit nú í haust við
virkilega góðan orðstír. Það er hópur kvenna
sem stendur að sýningunni en sá hópur kallar
sig Spunasystur. Þær leggja áherslu á að
vinna úr ull frá grunni. Nú er síðasta tækifæri
til að sjá þessa sýningu þar sem síðasta
sýningarhelgin er nú um helgina og tilvalið að
skella sér í bíltúr í Landsveitina. Opið verður
frá kl. 10-16 laugardag og sunnudag. Frítt er
inn – ullarvörur, kaffi og kökur til sölu.
Byrjað að hanna nýja yfir Þverá við Odda
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Ljósleiðari Hluti af búnaðinum sem grafinn er í jörðu við ljósleiðaravæðingu Rangárþings ytra.
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
kistufell.com
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
Fyrirtæki og verslanir
Heildarlausnir í umbúðum
Pappir v borðar v pokar v bönd
skreytingarefni v teygjur v kort
pakkaskraut v sellófan
www.danco.is
Heildsöludreifing
Karl Ásgeir Sigurgeirsson
Hvammstanga
Sigrún Magnúsdóttir umhverfis-
ráðherra boðaði til fundar í Miðfirði í
lok október. Þar með var hrundið af
stað verkefni sem kallast Búskapar-
skógrækt í Húnaþingi vestra.
Er þetta átak til eins árs, sem fel-
ur m.a. í sér ný skógræktarverkefni,
með það að markmiði að bæta bú-
setuskilyrði, fjölga tækifærum fyrir
bændur, auka skógarþekju og brúa
bil milli skógræktar og hefðbundins
landbúnaðar.
Þetta verkefni tengist einnig
skrefum íslensks landbúnaðar í átt
til kolefnishlutleysis.
Áhersla verður einkum á eftirtalin
atriði:
Skjólbeltakerfi fyrir ræktun, s.s.
hvers konar jarðrækt.
Skjóllundi fyrir búfé, t.d. haust-
beit, sauðburðarhólf og önnur beit-
arhólf.
Beitarskóga í tiltölulega stórum
afgirtum beitarstýrðum hólfum.
Landgræðsluskóga á illa eða
ógrónu landi.
Skjólskóga með fjölbreyttum trjá-
gróðri þar sem tekist er á við stað-
bundin vindakerfi.
Akurskógrækt á landi sem ekki
nýtist til matvælaframleiðslu að svo
stöddu.
Fjölnytjaskóga með einhver af
ofangreindum markmiðum sem og
timburnytjar.
Fyrst var farið að Brekkulæk, þar
sem hjónin Friðrik Jóhannsson og
Henrike Wappler hafa náð góðum
árangri, einkum með ræktun lerkis.
Skoðað var ræktunarsvæðið og
bragðað á lerkisveppum, en síðan
haldið að Melstað, þar sem sam-
komulag um verkefnið var undir-
ritað. Tengiliður ráðuneytisins er
Björn Helgi Barkarson, en umsjón-
armenn Sæmundur Þorvaldsson og
Johan Holst, svæðisstjóri Skóg-
ræktarinnar í Húnavatnssýslum.
Skógræktin mun vinna með
bændum á svæðinu að þessu verk-
efni, veita þeim ráðgjöf, fara yfir þá
kosti sem verða í boði varðandi ofan-
greinda flokka skógræktar og
hvernig þeir geta stutt við annan
landbúnað og bætt skilyrði til bú-
setu. Leitað verði eftir viðhorfi
bænda á svæðinu til núverandi
stuðningskerfis í skógrækt og hvort
og þá hverju þyrfti að breyta svo
þeir sjái sér hag í þátttöku í því. Þá
verður leitað eftir samstarfi við
hagsmunasamtök bænda. Veittar
verða í verkefnið alls 7 milljónir á
árinu 2017 í stuðning við skógrækt á
þessu svæði með beinum fram-
lögum.
Búskaparskógrækt í
Húnaþingi vestra
Brúar bil milli skógræktar og hefðbundins landbúnaðar
Skógur Skógræktarsvæðið í Brekkulæk skoðað áður en skrifað var undir.
Ljósmynd/Aldís Olga Jóhannesdóttir