Morgunblaðið - 05.11.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.11.2016, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 5. nóvember 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 110.58 111.1 110.84 Sterlingspund 138.03 138.71 138.37 Kanadadalur 82.44 82.92 82.68 Dönsk króna 16.479 16.575 16.527 Norsk króna 13.504 13.584 13.544 Sænsk króna 12.332 12.404 12.368 Svissn. franki 113.52 114.16 113.84 Japanskt jen 1.0732 1.0794 1.0763 SDR 153.06 153.98 153.52 Evra 122.64 123.32 122.98 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 153.3971 Hrávöruverð Gull 1301.7 ($/únsa) Ál 1726.0 ($/tonn) LME Hráolía 47.15 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Jóhannes Rúnar Jóhannsson hefur ákveðið að segja sig úr stjórn eignar- haldsfélagsins Kaupþings. Félagið var stofnað í kjölfar nauðasamnings slitabús Kaupþings í desember síðast- liðnum. Jóhannes var skipaður í skilanefnd Kaupþings í októ- ber 2008 og í slitastjórn þegar skila- nefnd var lögð niður í janúar 2012. Eftir að nauðasamningur við kröfuhafa var staðfestur í desember sat Jóhannes í bráðabirgðastjórn Kaupþings fram til mars 2016 og frá þeim tíma í stjórn fé- lagsins. Jóhannes segir sig úr stjórninni frá og með 3. nóvember næstkomandi. Jóhannes Rúnar segir sig úr stjórn Kaupþings Jóhannes Rúnar Jóhannsson STUTT BAKSVIÐ Ólafur Fáfnir Sigurgeirsson olafur@mbl.is Skuldastaða fyrirtækja í sjávarútvegi heldur áfram að batna en síðustu ár hafa einkennst af niðurgreiðslu skulda og aukinni hagræðingu innan geirans, að mati Jónasar Gests Jónassonar, sviðstjóra ráð- gjafarsviðs Delo- itte á Íslandi, en hann fór yfir rekstur greinar- innar árið 2015 samkvæmt gagna- grunni Deloitte fyrir sjávarútveg- inn á Sjávarút- vegsdeginum í vikunni. Grunnur- inn inniheldur 91% rekstrarupplýsinga sjávarút- vegsfyrirtækja á síðastliðnu ári. Samkvæmt grunninum hafa skuldir sjávarútvegsfyrirtækjanna lækkað um 161 milljarð frá því að þær náðu hámarki árið 2008, en þá námu þær 494 milljörðum króna og höfðu hækk- að úr 279 milljörðum í kjölfar efna- hagshrunsins 2008. En mikið af skuld- unum var í erlendri mynt, segir Jónas í samtali við Morgunblaðið. Hærri veiðigjöld á næsta ári „Framlegð sjávarútvegsins (EBITDA) árið 2015 var almennt betri en árið 2014 hjá greininni í heild sinni, þrátt fyrir minnkandi síld- og makrílveiði. Skýrist þetta meðal ann- ars af auknum veiðum á loðnu og verð- mætaaukningu á þorski og rækju. Að óbreyttu mun þetta skila sér í hærri veiðigjöldum á næsta fiskveiðiári.“ Veiðigjöldin sem voru lögð á fyrir fiskveiðiárið 2016/2017 eru í kringum 5 milljarðar króna en þau miðast við af- komu ársins 2014, að sögn Jónasar. „Veiðigjöldin sem lögð verða á á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september 2017, munu hækka töluvert vegna góðrar afkomu ársins 2015. Menn fengu einnig ákveðinn afslátt af veiði- gjöldum á þessu ári, sem nemur um einum milljarði króna, en þetta verður síðasta árið sem þessi afsláttur er veittur samkvæmt núgildandi lögum. Þetta mun einnig leiða til hækkunar á veiðigjöldum,“ segir Jónas. Bein opinber gjöld hækkað En þetta eru ekki einu framlögin sem sjávarútvegurinn greiðir til sam- félagsins en bein opinber gjöld geirans hafa aukist umtalsvert frá árinu 2008, er þau námu 5 milljörðum króna að því er fram kemur í gagnagrunni Deloitte. „Varðandi beinu opinberu gjöldin sem sjávarútvegurinn greiðir, þá sjáum við að undanfarin ár hafa þau verið milli 21-25 milljarðar árlega,“ segir Jónas að lokum. Skuldir sjávarútvegs minnkað um 161 milljarð á sjö árum Gagnagrunnur Deloitte » Hlutfall skulda sjávarútvegs- fyrirtækja á móti framlegð lækkaði úr 9,6 árið 2008 í 4,7 árið 2015. » Tekjur árið 2015 voru 275 milljarðar og framlegð 71 millj- arður króna. » Grunnurinn heldur utan um 91% af rekstrarupplýsingum greinarinnar fyrir árið 2015.  Hlutfall skulda á móti framlegð hefur lækkað um tæpan helming frá árinu 2008 Skuldastaða sjávarútvegsfyrirtækja 2008 2010 Skuldir Skuldir/EBITDA (hægri ás) 2012 20142009 2011 2013 2015 500 400 300 200 100 0 12 10 8 6 4 2 0 H ei m ild :G ag na gr un nu rD el oi tt e m a. kr . 445 494 440 419 389 341 363 333 Jónas Gestur Jónasson Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Hönnun fyrir lífið Besta vörumerkið í Þýskalandi 2015 Góð hönnun á ekki aðeins við um útlit hlutar, heldur einnig upplifun notandans á honum. Nýju innbyggðu eldhústækin fráMiele eru hönnuðmeð þessa hugmyndafræði í huga. Tækin passa öll fullkomlega saman hvað varðar útlit, áferð og virkni. Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í eldhústækin og innréttinguna og tryggðu þér raunveruleg gæði á réttu verði. Hönnun og ráðgjöf á staðnum. best brands IIIJ­lillr 11 ● Vöruskiptajöfnuður var jákvæður um 2,9 milljarða króna í október, samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands gaf út í gær. Það sem af er árinu er vöru- skiptajöfnuður Íslands við útlönd nei- kvæður um 82,6 milljarða króna. Í október nam fob-verðmæti vöru- útflutnings 49,3 milljörðum króna og fob- verðmæti innflutnings 46,4 milljörðum króna. Minna var flutt inn af hrávörum og rekstrarvörum milli mánaða en fob- verðmæti þeirra nam 11,9 milljörðum í október samaborið við 14,3 milljarða í september. Meira var flutt út af sjávar- afurðum í október en fob-verðmæti þeirra nam 23,1 milljarði samanborið við 19,9 milljarða sem flutt var út fyrir í september. Vöruskiptajöfnuðurinn jákvæður í október Hagvöxtur verður 4,8% á þessu ári og 4,4% á því næsta, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Ís- lands. Neysla og fjárfesting, sem hafa verið í örum vexti frá 2014, standa að baki hagvexti á þessum tveimur árum. Vöxtur neyslu, fjár- festingar og ferðaþjónustu er nú talinn verða meiri en Hagstofan hafði áður spáð. Í þjóðhagsspánni er áætlað að einkaneyslu aukist um 7,1% á þessu ári en sambærilegur vöxtur hefur ekki sést í nærfellt áratug. Bif- reiðakaup, ferðalög, raftæki og húsgögn eru á meðal þess sem vega þyngst í vexti einkaneyslu, að því er fram kemur hjá Hagstofunni, en síðasta árið hefur neysla á áfengi t.a.m. einnig aukist myndarlega. Einkaneysla í hlutfalli við ráð- stöfunartekjur lækkar samt sem áður, þar ráðstöfunartekjur hafa hækkað enn meira en einkaneysla vegna raunhækkunar launa og mikillar aukningar atvinnu. Það þýðir að sparnaður er að aukast og telur Hagstofan að svigrúm geti verið fyrir frekari neysluaukningu. Bent er á að á fyrri hluta ársins hafi atvinnuvegafjárfesting aukist um 37,3% og var stór hluti aukning- arinnar vegna fjárfestingar í tengslum við ferðaþjónustu, m.a. hótelum, rútum og flugvélum. Þá séu fjárfestingar í stóriðju og orku- geiranum einnig komnar á skrið. Hagstofan spáir 27,5% aukningu atvinnuvegafjárfestingar í ár og 7,4% á næsta ári, þar sem sam- dráttur fjárfestinga í skipum og flugvélum dregur úr vexti. Á árinu 2018 spáir Hagstofan að hagvöxtur verði 3%, og árin 2019 til 2022 er spáð 2,6-2,9% hagvexti. sn@mbl.is Mesti vöxtur einkaneyslu í um áratug  Ráðstöfunartekjur vaxa þó hraðar en einkaneyslan samkvæmt þjóðhagsspá Morgunblaðið/Heiddi Vöxtur Neysla á áfengi hefur aukist myndarlega samkvæmt Hagstofu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.