Morgunblaðið - 05.11.2016, Page 24

Morgunblaðið - 05.11.2016, Page 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Síðustu fylgiskannanir í Bandaríkj- unum benda til þess að Hillary Clin- ton sé mun líklegri til að sigra í for- setakosningunum á þriðjudaginn kemur en Donald Trump eigi samt raunhæfa möguleika á að fara með sigur af hólmi. Auðkýfingurinn hefur sótt í sig veðrið í lykilríkjum, sem gætu ráðið úrslitum í kosningunum, og fylgi forsetaefnanna er nú hníf- jafnt í tveimur af mikilvægustu ríkj- unum, Flórída og Norður-Karólínu. Donald Trump er talinn þurfa að sigra í báðum ríkjanna til að eiga möguleika á að fá meirihluta kjör- mannanna sem kjósa forsetann formlega. Aftur á móti gæti Clinton tapað í báðum ríkjunum en samt fengið nógu marga kjörmenn, eða 270, til að hreppa forsetaembættið. Kannanir fréttaveitunnar Reuters og rannsóknafyrirtækisins Ipsos benda til þess að líkurnar á því að Hillary Clinton verði næsti forseti Bandaríkjanna hafi minnkað úr 95% í 90%. Eins og staðan var í fylgis- mælingunni á miðvikudaginn var taldist Clinton vera nokkuð örugg um að fá a.m.k. 257 kjörmenn og Trump 236. Líklegt þótti að Clinton fengi alls um 300 kjörmenn. Kannanir Reuters og Ipsos ná til 15.000 manns í öllum ríkjum Banda- ríkjanna. Þær benda til þess að fylgi Trumps hafi aukist í 24 ríkjum en minnkað í ellefu síðastliðna viku. Stuðningurinn við Clinton jókst í þrettán ríkjum en minnkaði í 22. Forskot hennar í öllum ríkjunum mældist um sex prósentustig þegar aðeins var miðað við þá sem þykja líklegir til að kjósa. Blökkumenn geta skipt sköpum Sigurlíkur Hillary Clinton minnka verulega ef kjörsókn blökkumanna minnkar til muna miðað við síðustu kosningar þegar Barack Obama var endurkjörinn forseti. Minnki kjör- sókn þeirra t.a.m. um 15 prósentu- stig er talið að sigurlíkur Clinton minnki í um 72%. Aukist kjörsókn hvítra karlmanna, helsta kjósenda- hóps Trumps, um 5 prósentustig og minnki kjörsókn blökkumanna um 10 stig gæti Trump reynst jafnlík- legur til að sigra og Hillary Clinton. Það er að segja ef kjörsókn kjós- enda sem eiga ættir að rekja til Rómönsku Ameríku eykst ekki veru- lega. Um 60% líklegra kjósenda í þessum hópi styðja Hillary Clinton og aukist kjörsókn hans um 10 pró- sentustig myndi það bæta að miklu leyti upp 10 prósentustiga minni kjörsókn blökkumanna, ef marka má kannanir Reuters og Ipsos. Þarf að sigra í 5-6 lykilríkjum Fréttaskýrandi CNN-sjónvarps- ins, Eric Bradner, telur að til að eiga möguleika á að verða forseti þurfi Donald Trump að sigra í fjórum lykilríkjanna sem baráttan stendur um. Þau eru Flórída (29 kjörmenn), Ohio (18), Norður-Karólína (15) og Iowa (6). Takist honum það dugir það honum þó ekki því að hann væri þá kominn með 260 kjörmenn, að meðtöldum ríkjum sem hafa verið vígi repúblikana í forsetakosningum. Fái hann þessa 260 kjörmenn dug- ir honum að sigra í einu af fjórum lykilríkjanna, Pennsylvaníu (20 kjör- menn), Wisconsin (10), Virginíu (13) og Michigan (16). Sigri Clinton í öllum ríkjunum fjórum myndi Trump þurfa að sigra í tveimur af þremur minni ríkjum: Nevada (6), New Hampshire (4) og Nýju-Mexíkó (5). Bradner telur að ef kjörsókn blökkumanna minnkar verulega auki það sigurlíkur Donalds Trump í fjór- um lykilríkjanna: Flórída, Norður- Karólínu, Georgíu og Michigan. Samtals eru þau með 76 kjörmenn. Demókratar hafa því lagt mikla áherslu á að tryggja að sem flestir blökkumenn neyti atkvæðisréttar síns í kosningunum. Barack Obama hefur látið mikið að sér kveða í kosn- ingabaráttunni síðustu daga og nokkrir þekktir tónlistarmenn úr röðum blökkumanna hafa einnig lagt Clinton lið til að reyna að auka kjör- sóknina. Að mati Bradners gæti Trump einnig notið góðs af því í Arizona, Flórída, Nevada, Colorado og Nýju- Mexíkó ef kjörsókn kjósenda af róm- ansk-amerískum uppruna verður ekki eins mikil og gert hefur verið ráð fyrir. Ákveði margir kjósendur að kjósa frjálshyggjumanninn Gary Johnson frekar en Clinton gæti það orðið til þess að Trump sigraði í þremur ríkjum: Nevada, New Hampshire og Colorado. Stuðningsmenn Donalds Trump hafa dregið niðurstöður skoðana- kannana í efa og sagt að þær séu ekki marktækar vegna þess að margir kjósendur séu tregir til að viðurkenna í símakönnunum að þeir styðji auðkýfinginn umdeilda en kjósi hann þegar þeir verða einir í kjörklefunum. Reynist þetta rétt gæti Trump sigrað í ríkjum á borð við Wisconsin, Michigan og Penn- sylvaníu þar sem Clinton er talin hafa verið með forskot. Auk blökkumanna naut Barack Obama mikils stuðnings meðal ungra kjósenda og aðstoð hans í kosningabaráttunni gæti hjálpað Clinton að tryggja sér atkvæði þeirra. Bernie Sanders, keppinautur Clinton í forkosningum demókrata, var vinsælli en hún meðal unga fólks- ins og hann kom fram á kosninga- fundi með henni í Norður-Karólínu í fyrradag. Hann hrósaði henni fyrir að lofa því að beita sér fyrir hækkun lágmarkslauna og draga úr ójöfnuði. Biðlað til kvenna Stuðningsmenn Hillary Clinton vona að mikill stuðningur við hana meðal kvenna ráði úrslitum í kosn- ingunum. Munurinn á fylgi forseta- efnanna virðist þó vera lítill meðal hvítra kvenna, ef marka má nýja skoðanakönnun CBS-sjónvarpsins, þótt Trump hafi verið gagnrýndur fyrir niðrandi ummæli um konur. Þriðja eiginkona auðkýfingsins, Melania, tók þátt í kosningabarátt- unni í fyrradag og flutti þá fyrstu ræðu sína frá flokksþingi repúblik- ana í júlí. Hún er fyrrverandi fyrir- sæta, fædd í Slóveníu og vinni Trump baráttuna um Hvíta húsið verður það í fyrsta skipti í tvær aldir sem kona fædd utan Bandaríkjanna verður forsetafrú landsins. Í ræð- unni talaði Melania um hvernig það væri að vera innflytjandi og móðir í Bandaríkjunum og sagði að eigin- maður sinn myndi stuðla að réttlátu samfélagi, bæta líf þeirra sem minna mættu sín, barna og foreldra þeirra. Hún hét því einnig að berjast gegn einelti á netinu verði hún næsta for- setafrú Bandaríkjanna og sagði að andrúmsloftið í samfélaginu ein- kenndist af of mikill grimmd og hörku. Melania Trump flutti ræðuna í Pennsylvaníu og fari eiginmaður hennar með sigur af hólmi þar gæti það reynst stórt skref að Hvíta hús- inu. Hillary Clinton er með þriggja prósentustiga forskot í Pennsylvaníu og leggur mikla áherslu á að halda því. Hún hyggst ljúka kosningabar- áttu sinni í Fíladelfíu, stærstu borg ríkisins, á mánudaginn kemur. Með henni á kosningafundinum verða meðal annars eiginmaður hennar, Bill, Obama forseti og eiginkona hans, Michelle, ein af öflugustu stuðningsmönnum Hillary í baráttu hennar fyrir því að verða fyrst kvenna kjörin forseti Bandaríkj- anna. Trump talinn eiga möguleika  Mestar líkur taldar á að Hillary Clinton verði forseti Bandaríkjanna, fyrst kvenna  Donald Trump gæti sigrað ef kjörsókn hvítra karlmanna eykst en minnkar til muna meðal blökkumanna í lykilríkjum Heimildir: RealClearPolitics/270towin.com Barist um kjörmenn lykilríkja Fjórtán ríki eru talin geta ráðið úrslitum í baráttu Hillary Clinton og Donalds Trump um Hvíta húsið. Til að sigra þarf annað forsetaefnanna að fá a.m.k. 270 af kjörmönnunum sem kjósa næsta forseta Bandaríkjanna formlega. 1980 1983 1988 1992 2008 20121996 Ronald REAGAN George BUSH (Rep.) Sigurvegarar Ár, flokkur (Dem.) Bill CLINTON 2000 2004 GeorgeW. BUSH Barack OBAMA *Byggist á meðal- fylgi í könnunum, 270towin.com Nevada (NV) Fjöldi kjörmanna ríkisins 4 New Hampshire (NH)Michigan (MI) 16 Ohio (OH) 18 Georgía (GA) 16 Norður-Karólína (NK) 15 Virginía (VA) 13 Pennsylvanía (PA) 20 Flórída (FL) 29 Wisconsin (WI) 10 Iowa (IA) 6 Trumpmeð forskot Clinton með forskot Lítill fylgismunur Skýringar Niðurstaða síðustu forsetakosninga í Bandaríkjunum Sigurvegarar í ríkjunum 14 í síðustu níu kosningum Staðan í lykilríkjunum skv. síðustu könnunum* NV IA OH NH FL NK GA VA PA MI MO WI AZ CO 6 Arizona (AZ) 11 Colorado (CO) 9 Missouri (MO) 10 Mjótt á mununum » Meðalforskot Hillary Clinton í síðustu skoðanakönnunum í Bandaríkjunum mældist 2,6 prósentustig í gær, ef marka má vefinn RealClearPolitics. » Meðalfylgi Hillary Clinton var 45,3% og Donalds Trump 42,7%. 4,1% styður frjáls- hyggjumanninn Gary Johnson og 2,1% Jill Stein, forsetaefni Græna flokksins, samkvæmt útreikningum stjórnmála- vefjarins. Í stjórnarskrá Kentucky í Banda- ríkjunum er ákvæði sem bannar „fávitum og vitskertu fólki“ að greiða atkvæði í kosningum en bannið gildir ekki nema dómari hafi úrskurðað að viðkomandi mað- ur sé ekki hæfur til að kjósa. Þetta kemur fram í umfjöllun fréttavefjar breska ríkisútvarpsins um ýmis furðuleg lög sem gilda enn í sumum ríkjum Bandaríkjanna í tengslum við kosningar. Orðin „fá- vitar“ og „vitskert fólk“ voru notuð í stjórnarskrám Ohio, Nýju-Mexíkó og Mississippi og mun þá hafa verið átt við fólk með andlega fötlun. „Fávitum“ er einnig bannað að kjósa í Mississippi en ekki nema dómstóll úrskurði að viðkomandi sé óhæfur til að kjósa. Í alríkislögum er hins vegar ákvæði um að ekki sé hægt að meina fólki að kjósa á þeirri forsendu að það sé óhæft til þess, nema í mjög fáum undantekn- ingartilvikum. Í Tennessee er embættismönnum ríkisins bannað með lögum að taka þátt í einvígjum. Heyi þeir einvígi eða taki þátt í slagsmálum varðar það sekt eða embættissviptingu, samkvæmt lögunum. Í Bandaríkjunum eru ekki lengur nein lagaákvæði sem banna sölu áfengis á kjördegi. Í nokkrum ríkj- um gilda þó enn reglugerðir um slíkt bann í sumum borgum og sýslum. Til að mynda er sala áfeng- is bönnuð í átján bæjarfélögum og sjö sýslum í Indiana. Að sögn fréttavefjar BBC hefði George Washington, fyrsti forseti Banda- ríkjanna 1789-1797, ekki verið hrif- inn af slíku banni. Þegar hann bauð sig fram í þingkosningum í Virg- iníu árið 1758 hafi hann notað allan kosningasjóð sinn, 50 dali, í áfengi. Hann hafi keypt um 600 lítra af áfengi til að auka kjörsóknina og vinna kjósendur á sitt band. Í Bandaríkjunum eru lög um að- skilnað ríkis og kirkju en í sumum ríkjum er reynt að fara í kringum þau með ákvæði um að frambjóð- endur þurfi að trúa á Guð eða „viðurkenna tilvist æðri veru“. Slík lagaákvæði eru í Texas, Tennessee, Suður-Karólínu, Norður-Karólínu, Mississippi, Maryland og Arkansas, að sögn BBC. Þótt sum lagaákvæðanna virðist vera löngu úrelt samrýmast önnur geimöldinni. George W. Bush, þá- verandi ríkisstjóri Texas, undirrit- aði lög árið 1997 til að gera geim- förum kleift að greiða atkvæði með tölvupósti í kosningum. Bandaríski geimfarinn Kate Rubin kaus í geimnum áður en hún sneri til jarð- ar á sunnudaginn var og geimfar- inn Shane Kimbrough hyggst kjósa í Alþjóðageimstöðinni. bogi@mbl.is „Fávitum“ er bannað að kjósa AFP Geimkjósandi Bandaríski geimfarinn Shane Kimbrough hyggst notfæra sér lög sem sett voru í Texas og gera honum kleift að kjósa í geimnum.  Ýmis furðuleg lög í gildi vestanhafs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.