Morgunblaðið - 05.11.2016, Síða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016
Klambratún Aukaæfingin skapar meistarann og ekki er slæmt að geta spilað körfu, tveir á móti tveimur, úti í góða veðrinu í nóvember. Um að gera að nota tækifærið.
Golli
Nýlega var send út
löng dagskrá um leik-
list í Ríkissjónvarpinu
frá upphafi starfs
þeirrar merku menn-
ingarstofnunar. Ýms-
um þótti að þar væri
gefin sérkennileg
mynd af þeirri starf-
semi – líkt og stundum
hefur verið í öðrum
upprifjunarþáttum á
þeim 50 ára tímamótum sem Sjón-
varpið stendur í ár – að þar væri að
sjá sem afþreying – léttmeti með
sömu skemmtikröftunum æ ofan í æ
– hefði verið uppistaða í því efni sem
sent var út auk frétta. Sem betur fer
var svo ekki, þannig að Sjónvarpið
var ekki fullsæmt af þessari umfjöll-
un. Ber margt til þess.
Í fyrsta lagi virtist sem stjórn-
endur hefðu ekki gert sér nægilegt
far um að kanna viðfangsefni sitt af
alvöru allt frá fyrstu tíð – yfirlits-
þættir af þessu tagi krefjast rann-
sóknarvinnu, byggðrar á raunveru-
legum staðreyndum en ekki
huglægri sófaspeki þeirra sem af til-
viljun eða ekki veljast sem viðmæl-
endur.
Þetta fæddi auðvitað af sér að ekki
var um neina marktæka greiningu á
þessari merku sögu, sem stofnunin
getur þrátt fyrir allt verið stolt af –
að minnsta kosti annað veifið. Ekki
var lýst markmiðum, aðstæðum og
efnum, ekki borið saman við sams-
konar hlutverk stöðva i nágranna-
löndunum, ekki reynt að setja í
tengsl við aðra menningarstarfsemi i
landinu á hverjum tíma.
Ekki var staldrað við einstök verk,
sem kannski voru vörður á þeirri
framrás sem þarna áttu sér stað, –
ég veigra mér við að tala um þróun
eða framfarir í listsköpun, slíkur
mælikvarði er óhlutbundið gild-
ishlaðinn – spurningin er auðvitað
um það samtal sem hvert verk á við
sinn samtíma. Í sumum tilvikum,
þegar vel tekst til, eiga einhver verk
þann lífsmátt að það samtal heldur
áfram, annað hvort sakir fag-
urfræðilegra kosta
sinna eða hug-
myndalegs innihalds,
þó að reyndar megi
segja að Sjónvarpið
hafi verið óþarflega
tregt til að láta á slíkt
reyna. Þannig hefur
manni lærst að meta
gildi kvikmynda eins og
The Birth of a Nation
eftir Griffith eða A no-
us la liberté eftir René
Clair, hvað sem líður
tækni og smekk nú-
tímans. Eða Los Olvidados eða Mira-
colo à Milano. Reyndar er gleðilegt
að nú nýlega er kominn einhver
skriður á að sýna eldra leikið ís-
lenskt efni, – ég sá Steinbarn aug-
lýst,
Ég nefni kvikmyndir, af því að
mikið af efni sjónvarpsstöðva er
kvikmyndir og vill kvikmyndagerð-
armönnum oft gleymast, að sjónvarp
og kvikmyndir eru þó sitthvað, líkt
og leiksvið og sjónvarp eru það líka –
en allt er þetta skylt og sjónvarpið
iðulega blendingsform, sem býður
upp á annars konar nálgun út frá
eigin forsendum. En í umræddum
þætti var skartað ýmsum kvikmynd-
um sem ekki voru framleiðsluvara
Sjónvarps – sem það hafði ekki einu
sinni tekið þátt í að fjármagna – í
stað þess að fjalla um þau verk , sem
Sjónvarpið í stefnu sinni hefur leitast
við að búa til – hvort sem byggt var á
öðrum birtingarformum, bók, leik-
riti, eða í krafti þess að þarna opn-
aðist til dæmis nýr vettvangur fyrir
höfunda – og síðar kvikmyndagerð-
armenn, til dæmis þá sem vinna að
listrænum heimilda- eða söguþátt-
um. Miklum tíma var varið í að gleðj-
ast yfir verðskulduðum framgangi
þáttaraðarinnar Ófærð og eins að
kynna nýjan þátt um Fanga, sem lít-
ur mjög vel út, en það var auglýs-
ingaherferð og ekki greining á því
hvað Sjónvarpið ætlar sér, nema að
hrista af sér minnimáttarkenndina
yfir að vera ekki amerískur miðill og
jafngóður og norrænu frændurnir á
þessu sviði.
Nóg af kunnáttumönnum
Víst má gleðjast yfir afþreying-
arseríunni Ófærð sem er í alla staði
vel gerð, en eitt verk, þótt þáttaröð
sé, er ekki nægilegt til að sinna því
hlutverki og þeim möguleikum sem
Sjónvarpinu ber að sinna á þessu
sviði. Við eigum nóg af kunn-
áttumönnum, sem ekki hafa komið
árum og áratugum saman að vinnu í
Sjónvarpinu; hvar eru til dæmis
Friðrik Þór Friðriksson, Guðný
Halldórsdóttir, Ágúst Guðmunds-
son, Viðar Víkingsson, Lárus Ýmir
Óskarsson, Kristín Jóhannesdóttir
og svo fjölmargt spennandi vel skól-
að yngra fólk, svo að dæmi séu tek-
in? Eða af hverju hefur Sjónvarpið
ekki slægst eftir starfskröftum
þeirra ungu kvikmyndagerð-
armanna, sem að undanförnu hafa
verið að gera garðinn frægan með
myndum sínum, ég nefni sem dæmi
Grím Hákonarson, Rúnar Rún-
arsson og Dag Kára Pétursson og af
hverju ekki Benedikt Erlingsson?
Milli þess sem safnað er í sarpinn
fyrir næstu mynd fyrir heiminn,
væri kærkomið að þeir legðu hönd á
plóginn að lýsa íslensku mannlífi í
listrænu formi –og þá ekki endilega í
löngu máli – aðrir gera það ekki. Hér
áður fyrr var talsvert gert af stuttum
menningarsögulegum þáttum ell-
egar þáttum sem lýstu byggð-
arlögum og atvinnuháttum – sem sé
sögu eða núlífi lands og lýðs.
Í umræddum þætti örlaði enn á
þeim hroka sem kvikmyndagerð-
armenn sýna stundum leikhúsinu og
er nokkuð svo barnalegur. Þannig
hafa menn viljað gera lítið úr þessum
fyrstu árum þegar leikið efni kom
fyrst fram í sjónvarpi – og það var
nánast samtímis því að Sjónvarpið
varð til. Hér býr bersýnilega van-
þekking að baki.
Þeir Steindór Hjörleifsson og Jón
Þórarinsson, fyrstu dagskrárstjórar
Sjónvarpsins, sýndu nefnilega lofs-
verðan menningarlegan metnað og
skýra stefnumótun, þegar þessari
starfsemi var ýtt úr vör. Þeir fóru
nákvæmlega sömu leið og til dæmis
systurstöðvar á Norðurlöndum
reynda að feta. Sá var þó munur, að
árið 1966 var engin kvikmyndafram-
leiðsla í landinu og fáir menn kunnu
að fara með kvikmyndavélar. Hin
listræna nálgun leikins efnis var hins
vegar gróin í leikhúsinu og því var
fagfólkið eðlilega sótt þangað. Að-
stæður voru í fyrstu frumstæðar, eitt
stúdíó, þrjár upptökuvélar, stjórn-
stöð í sænskum bíl úti í porti. Ekkert
hægt að klippa, allt varð að bera eða
bresta. Vel mætti halda frásögnum
af þessum frumbýlisárum í heiðri;
þegar fyrsta verkið var kvikmyndað,
handhelt, fjórum árum síðar, þá var
það viðburður. En þessi fyrstu verk
eru merkileg heimild og hér sjást
m.a. brot af list nokkurra okkar
helstu leikara þessara ára sem ekki
er til annars staðar. Auðvitað má
segja að þarna var kannski fyrst og
fremst reynt að halda myndrænt ut-
an um texta – líkt og í leikhúsinu – en
ekki að láta myndvélina segja sögur.
En það er nú þannig að ýmsar að-
ferðir í sjónvarpi eru gildar og gera
sig og veldur hver á heldur. Inni-
haldið er ævinlega mikilvægara en
formið.
Þeir Steindór og Jón einbeittu sér
að því að örva skrif höfunda fyrir
sjónvarp, auk þess sem þeir sáu
sóma sinn í að taka fyrir nokkur
helstu sígild leikverk okkar, þannig
að ekki yrði rof á þeim vettvangi –
Gullna hliðið, Lénharð fógeta, Vér
morðingjar, Skálholt og Galdra-Loft.
Að ógleymdum verkum samtímahöf-
unda, Laxness og Hagalíns og síðar
bættist Ólafur Jóhann Sigurðsson í
hópinn. Hvað sem mönnum kann að
þykja um árangurinn, verður aldrei
sagt annað en að þessar upptökur
séu í dag dýrmætar frá menningar-
sögulegu sjónarmiði, ef ekki annað.
Magn og gæði ekki það sama
Svo kom íslenska kvikmyndavorið
góðu heilli og á tímum okkar Hrafns
Gunnlaugssonar kom mikið af ungu
og spennandi fólki til starfa á þess-
um vettvangi, leikstjórar og höf-
undar og annað kunnáttufólk. Í þau
fjögur ár sem sá sem hér heldur á
penna kom mest að þessu verki, voru
til dæmis sýnd ný leikin íslensk verk
í hverjum mánuði yfir vetrarmán-
uðina. Þarna voru skapandi inn-
lendir höfundar eins og Sigurður
Pálsson og Svava Jakobsdóttir og
margir fleiri að verki, en ekki eft-
irlíkingar af breskum sitcom-
þáttum; skemmtiefni voru gerð skil
með öðrum hætti. Við bættust vand-
aðir heimildaþættir nálega hvern
sunnudag. Þarna unnu lærðir kvik-
myndaleikstjórar og svokallaðir
sviðsleikstjórar hver um annan þver-
an og lærðu hverjir af öðrum. Ég
nefni þetta aðeins af því að ég þekki í
þaula til þessa fjögurra ára tíma, en
menn ættu að skoða ársskýrslur
Ríkisútvarpsins til að mynda sér
hlutlæga heildarmynd af þessum
fimmtíu árum.
Magn og gæði eru vitaskuld ekki
það sama og við margt þarf að miða.
En á þessum árum voru mikil sam-
skipti við norrænu sjónvarpsstöðv-
arnar um Nordvision, sem illu heilli
er aflagt; okkar verk þóttu ekki síðri
þeim skandinavísku enda nálgunin
og markmiðin svipuð; okkar verk
fóru þá fyrirhafnarlaust inni í nor-
rænu stöðvarnar. En ég held að
raðfrásögn eins og var í Sigla him-
infley eftir Þráin Bertelsson sé ágæt
fyrirmynd og snerti við forsendum
þess, af hverju við lifum í þessu
landi. Og segja má reyndar, að það
sem heillaði útlendar þjóðir í Ófærð
byggist á svipuðum forsendum, það
sýndist mér á þeim umfjöllunum sem
ég sá í frönskum, þýskum og bresk-
um blöðum.
En Sjónvarpið á sem sagt að taka
sig alvarlega á, og greina það sem
gert hefur verið og það sem gera á.
P.S. Eftir að þessi grein var skrif-
uð hafa þau gleðilegu tíðindi borist
að þeir Dagur Kári Pétursson og
Benedikt Erlingsson séu að spá í
leikna mynd um Egil Skallagrímsson
með þátttöku Sjónvarpsins.
Eftir Svein
Einarsson
» Yfirlitsþættir af
þessu tagi krefjast
rannsóknarvinnu,
byggðrar á raunveru-
legum staðreyndum en
ekki huglægri sófa-
speki.
Sveinn Einarsson
Höfundur er leikstjóri.
Um leiklistina í Ríkissjónvarpinu