Morgunblaðið - 05.11.2016, Side 37

Morgunblaðið - 05.11.2016, Side 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 ✝ Þórir HaukurEinarsson fæddist í Bráðræði á Skagaströnd 5. júní 1929. Hann lést á Hólmavík 21. október 2016. Foreldrar hans voru Louis Einar Pétursson, f. á Rannveigarstöðum í Álftafirði 1. des- ember 1902, d. 2. nóvember 1960, og Hólmfríður Hjartardóttir, f. á Skagaströnd 31. desember 1909, d. 15. desem- ber 1991. Þau slitu samvistum 1935. Stjúpfaðir Þóris Hauks frá 1937 var Pálmi Sigurðsson frá Steiná í Svartárdal, f. 22. febrúar 1914, d. 21. apríl 1992. Alsystur Þóris: Ragna Petra Sigríður Einars- dóttir Jensen, f. 1931, Hallfríður Alda Einarsdóttir, f. 1933, d. 1978, Ásta Hjördís Einarsdóttir, f. 1934. Systkini sammæðra: Ingi- björg Perla Pálmadóttir, f. 1937, Guðrún Björk Pálmadóttir, f. Þórir Haukur og Lilja Sigrún eignuðust fimm börn: Hólmfríður Þórisdóttir, f. 1961, maki Pétur Örn Pétursson, f. 1949. Börn þeirra Aðalbjörg Eir, f. 1987, Lilja Hlín, f. 1989, Þórir Pétur, f. 1997. Börn Péturs Nanna Þorbjörg, f. 1970, Guð- mundur Rúnar, f. 1978. Þóra Þór- isdóttir, f. 1962, maki Sigurður Magnússon, f. 1966. Börn þeirra Sigrún Birta, f. 1984, Guðbjörg Lára, f 1990, Kolbeinn Lárus, f. 1991, Þangbrandur Húmi, f. 1996. Guðbjörg Þórisdóttir, f. 1963, maki Ágúst Þór Eiríksson, f. 1957. Börn þeirra Haukur Þór, f. 1987, Eiríkur Þór, f. 1988, Davíð Hringur, f. 1997, Tirsa Sól, f. 1999, Ásta Þórisdóttir, f. 1967, maki Svanur Kristjánsson, f. 1965. Börn Ástu Silja, f. 1992, Bára Örk, f. 2001. Börn Svans Daniel Gudjon Vosatka- Kristjansson, f. 1990. Meagan Ailsa Dwyer, f. 1995. Einar Hauk- ur Þórisson, f. 1980, maki Krist- jana Pálsdóttir, f. 1977. Börn þeirra Þórir Haukur, f. 2010, Hanna Rún, f. 2012, og Páll Ingi, f. 2016. Útför hans fer fram frá Drangsneskapellu í dag, 5. nóv- ember 2016, og hefst athöfnin kl. 14. 1942, d. 1943, Gunn- ar Birkir Sigurgeir Pálmason, f. 1944, Sigurður Þráinn Pálmason, f. 1948, Súsanna Klemens- ína Pálmadóttir, f. 1953, d. 2004. Systk- ini samfeðra: Jón Bragi Einarsson, f. 1936, Anna Ein- arsdóttir, f. 1943, Pétur Helgi Ein- arsson, f. 1946, Ragnar Jóhanns- son, f. 1946. Þórir Haukur kvæntist 12. febrúar 1961 Lilju Sigrúnu Jóns- dóttur, f. 4. nóvember 1939. For- eldrar hennar voru Jón Bjarni Ólafsson, f. 1. júlí 1903, d. 29. maí 1987, og Guðrún Jóna Bjarney Guðjónsdóttir, f. 25. júlí 1900, d. 18. október 1967. Fósturforeldrar Lilju Sigrún- ar voru Jón Kristinn Ingimundur Jóhannesson, f. 3. mars 1895, d. 8. apríl 1973, og Guðbjörg Bjarn- veig Jóhannesdóttir, f. 28. októ- ber 1887, d. 22. mars 1962. Elsku pabbi og afi. Við þökk- um þér fyrir árin sem við höf- um átt með þér. Við munum sakna þess að heyra í þér hljóð- ið og segja þér undan og ofan af því sem við erum að fást við í daglega lífinu. Alltaf sýndir þú viðfangsefnum okkar áhuga og spurðir um hagi barnanna. Þú varst okkur öllum jákvæð fyr- irmynd, þú kenndir okkur að með áhuga og staðfestu væru okkur allir vegir færir. Við munum spila rommý þér til heiðurs og minnast þín um leið með bros á vör, þykjast vera með eintóma hunda og romma svo öllum að óvörum. Við mun- um halda minningu þinni á lofti, því þú ert og munt verða stór hluti af lífi okkur allra. Farðu í friði vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Mortens) Við sendum saknaðarkveðju til þín, Fiskinesbóndi, í sum- arlandið og vitum að þú hefur það gott. Einar Haukur, Kristjana, Þórir Haukur, Hanna Rún og Páll Ingi. Mig langar að kveðja Þóri Hauk Einarsson með nokkrum orðum. Þórir Haukur flutti á Drangsnes árið 1971 og tók að sér skólastjórn og kennslu við barnaskólann á Drangsnesi og fórst það honum vel úr hendi. Árið 1974 var leitað til hans að taka einnig við stjórn sveitarfé- lagsins og var hann oddviti í átta ár. Á þeim árum var mikið um að vera í sveitarfélaginu, vatnsveituframkvæmdir, byggð voru tvö íbúðarhús á vegum hreppsins, hafnarframkvæmdir í Kokkálsvík og margt fleira sem heyrði undir oddvita, ásamt öllu bókhaldi sveitarfé- lagsins. Þórir lagði mikla vinnu í þessa hluti og vann af mikilli nákvæmni. Ekki hafði hann tölvu til að létta sér verkið, en mun hafa fengið eina slíka en ekki tekið hana í notkun þar sem hann sætti sig ágætlega við hlutina eins og þeir voru. Eftir átta ár í sveitarstjórn þótti hon- um komið gott og baðst undan endurkjöri og ætlaði að minnka við sig vinnu. En það stóð ekki lengi, því að fjórum árum liðn- um var leitað til hans aftur og hann beðinn að gefa aftur kost á sér til starfa í sveitarstjórn sem oddviti og sjá um allt bók- hald, sem hann og gerði. Þetta sýndi vel að menn treystu hon- um fyrir þessum veigamiklu störfum, og hve hann var til í að leggja mikið á sig fyrir sam- félagið sem hann bjó í. Þórir hafði gaman af smíðum og ýmsu brasi og reisti hann sér hesthús á Fiskinesi rétt fyr- ir innan Drangsnes, þó hann hefði ekki komist á spjöld sög- unar fyrir hestamennsku. Alla- vega breytti hann hesthúsinu í íbúðarhús, sem hann flutti í þegar hann hætti kennslu og hafði ekki lengur íbúðina sem fylgdi starfi skólastjóra. Þórir var vel ritfær og lét skoðanir sínar í ljós á síðum dagblað- anna, en hann var stuðnings- maður Sjálfstæðisflokksins og blandaði sér gjarnan í lands- málin. Þórir var gamansamur og tók oft til máls í samkvæmum og gerði gjarnan grín að sjálf- um sér. Tók þátt í ýmsum uppákomum, bæði í skólanum og á þorrablótum ásamt konu sinni Sigrúnu og lögðu þau ým- islegt gott til og ekki skemmdi fyrir leikmyndin og gervin sem Sigrún átti vafalaust stóran hlut í. Ég fékk einungis að njóta kennsluhæfileika Þóris Hauks óbeint, en hann kenndi konu minni, Guðbjörgu Hauksdóttur, og síðar elstu börnum okkar og líkaði þeim afar vel hans leið- sögn. Að lokum vil ég þakka Þóri Hauki samfylgdina og hans störf í okkar þágu. Sigrúnu og fjölskyldu votta ég mína innilegustu samúð. Óskar Albert Torfason, Drangsnesi. Þórir Haukur Einarsson ✝ Heiðrún Krist-jánsdóttir fæddist í Skálavík í Reykjafjarð- arhreppi, N-Ísa- fjarðarsýslu, hinn 27. júní 1942. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísafirði 25. októ- ber 2016. Foreldr- ar hennar voru Ásdís Sigrún Finnbogadóttir, f. 6.4. 1921, d. 3.7. 1994, og Þórarinn Kristján Benediktsson, f. 20.4. 1919, d. 21.3. 1991. Fósturfaðir Heið- rúnar var Jón Jakobsson, f. 11.10. 1913, d. 12.7. 1986. Ás- dís og Jón bjuggu lengst af í Hörgshlíð í Mjóafirði við Djúp. Systkini Heiðrúnar sam- mæðra eru: Kristjana Dag- björt, f. 6.10. 1945, Jakob Þor- geir, f. 1.8. 1949, Margrét Þórdís, f. 3.7. 1954, og Finn- bogi Sigurður, f. 26.10. 1956. Fóstursystur hennar eru: Gerður, f. 17.7. 1941, og Magn- ea, f. 29.1. 1960, d. 28.10. 2005. gift Hermanni Sigurlaugi Gunnarssyni, f. 23.1. 1961, syn- ir þeirra eru: a) Haukur Árni, f. 20.6. 1982, kvæntur Örnu Grétarsdóttur, f. 4.6. 1984, börn þeirra eru: Ernir Már, f. 31.8. 2008, Margrét Rán, f. 11.8. 2011, og óskírð, f. 29.10. 2016. b) Rúnar Jón, f. 30.6. 1987, í sambúð með Bryndísi Eyjólfsdóttur, f. 2.9. 1989, son- ur þeirra er Kári, f. 15.9. 2016, dóttir Rúnars Jóns og Völu Karenar Viðarsdóttur, f. 11.8. 1988, er Ásdís Björk, f. 23.3. 2010. Fyrstu ár Heiðrúnar voru í Skálavík og Miðhúsum en hún flutti svo með foreldrum sínum í Hörgshlíð árið 1953. Heiðrún var bóndi af lífi og sál. Hún tók hún mikinn þátt í bústörf- um foreldra sinna og átti snemma sinn eigin fjárstofn. Heiðrún og Kristján bjuggu fyrst með foreldrum hennar í Hörgshlíð en fluttu svo í Hveravík á Reykjanesi en það- an að Hvítanesi í Skötufirði. Árið 1969 keyptu þau jörðina Svansvík í Ísafirði og fluttu þangað. Þar bjuggu þau til æviloka. Heiðrún verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju í dag, 5. nóvember 2016, og hefst at- höfnin kl. 14. Systkini hennar samfeðra eru: Ein- ar Ísfeld, f. 25.7. 1946, d. 12.3. 1987, Rafn f. 6.2. 1948, og Margrét, f. 6.12. 1953. Heiðrún giftist 1.1. 1962 Kristjáni Karli Péturssyni, f. 15.3. 1931, d. 7.11. 2008. For- eldrar hans voru: Pétur Finnbogason, f. 2.5. 1894, d. 22.4. 1990, og Stef- anía Jensdóttir, f. 5.8. 1893, d. 22.4. 1972. Þau bjuggu lengst af á Hjöllum í Skötufirði við Djúp. Börn Heiðrúnar og Krist- jáns eru: 1) Jóhanna Rannveig, f. 6.8. 1960, sonur hennar er Kristján Rafn, f. 21.11. 2002. 2) Pétur Stefán, f. 14.4. 1962, í sambúð með Rakel Þór- isdóttur, f. 16.11. 1971, börn hennar eru: Pétur, f. 28.3. 1993, Lena f. 15.6. 1994, og Elma, f. 16.5. 2002. 3) Þor- gerður Helga, f. 9.11. 1964, Heiðrún í Svansvík hefur kvatt þetta líf. Stórt skarð hef- ur verið höggvið í knérunn Djúpmanna. Þótt Rúna frænka væri ekki mikil á velli, var hún engu að síður stór persónuleiki. Þegar ég var krakki dreymdi mig um að verða stór eins og Rúna. Líkamlega tókst mér það og gott betur, en á mörgum sviðum var hún stærri en sam- ferðafólkið. Við vorum systra- dætur og mæður okkar afar nánar, enda aldar upp saman fjarri foreldrahúsum. Rúna var aðeins þrjátíu og eins árs, þeg- ar hún veiktist og lamaðist upp frá því hægra megin og missti málið að mestu leyti. Ég var í Reykjavík, þegar hún kom suð- ur á Landspítalann og um páskana var hún hjá móður- systur okkar. Mig sker ennþá í hjartað, þegar ég minnist þessa tíma. Þessi heimakæra kona, sem var heimili, börnum og búi allt, var svo umkomulaus og sterk í senn. Hún var sannkölluð hetja, sem hélt ótrauð áfram búskap, með aðstoð Kristjáns, sem gerði allt, sem í hans valdi stóð fyrir hana. Meira að segja að sinna bústörfum. Það var oft hlegið innilega og hann ekki síst, þegar var verið að ragast í fé og Kristján kom dragandi á eða lamb og Rúna sagði Nei! Hún var svo fjárglögg að með eindæmum þótti og ærnar voru hennar stóra áhugamál. Þegar Rúna var ung stúlka og átti heima í Hörgshlíð, kom hún sér upp fjárstofni og byggði sér fjárhús á Tang- astekknum. Hún hafði afskap- lega gaman af mislitu fé og ef fæddist fallega flekkótt hrút- lamb, var hún ekki sein á sér að gelda lambið, enda átti hún lengi nokkra sauði, sem voru yfirleitt mislitir. Þá var hún ekki síður liðtæk í smala- mennskum og á Gáska sínum var henni ekkert ómögulegt. Rúna var einstaklega glaðlynd og ljúf. Mér er í minni hve gaman var er hún kom í heim- sókn í Miðhús, svo kát og glöð og góð við litlu frænkur sínar ekki síður en við móðursyst- urina og alla aðra. Hún átti ekki annað til. Þóra Hansdóttir. Heiðrún Kristjánsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Kirkjubóli, Bjarnardal, lést á Skjóli 30. október. Minningarathöfn fer fram frá Laugarnes- kirkju mánudaginn 7. nóvember klukkan 13. Jarðsett verður laugardaginn 12. nóvember klukkan 14 í Holti í Öndundarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Skjóls. . Sigurleifur Ágústsson, Þórhildur Sverrisdóttir, Guðmundur I. Sigurleifsson, Fríða Rakel Linnet, Benedikt Sigurleifsson, Rebekka S. Stefánsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, DANÍEL STEFÁNSSON barþjónn, starfsmaður TBR, lést á heimili sínu, Þverási 18, þann 28. október. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 10. nóvember klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Karitas. . Karen Kristjánsdóttir, Drífa Daníelsdóttir, Kristinn Skúlason, Mjöll Daníelsdóttir, Guðmundur Viðarsson, Kristján Daníelsson, Sigríður Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÓSKARSSON, fyrrverandi eftirlitsmaður, lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 30. október. Útförin fer fram frá Seltjarnar- neskirkju miðvikudaginn 16. nóvember klukkan 15. . Katrín Marteinsdóttir, Lilja Jónsdóttir, Ragnar Daníel Stefánsson, Marteinn Jónsson, Þórunn Björg Ásmundardóttir, Kristján Jónsson, Kristín Ólöf Jansen, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SJÖFN HAFDÍS JÓHANNESDÓTTIR, lést mánudaginn 31. október. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 10. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélagið Göngum saman. . Jón Árni Rúnarsson, Hulda Jakobsdóttir, Jóhannes Rúnarsson, Lilja Bjarnþórsdóttir, Rannveig Rúnarsdóttir, Kári Tryggvason, Sigurður Rúnarsson, Elín Hallsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri BRUNO GUTTENBERG lést friðsamlega 21. október eftir stutt og mikil veikindi. . Eva-Maria Entreß, Heinrich-Schacht-Straße 58, 22880 Wedel, Þýskaland, Johannes Örn, vinir og vandamenn, teymið í Island Erlebnisreisen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.