Morgunblaðið - 05.11.2016, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 05.11.2016, Qupperneq 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 ✝ SigurbergurArnbjörnsson fæddist á Sauð- árkróki 28. október 1960. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala í Foss- vogi 24. október 2016. Foreldrar hans eru Arnbjörn Sig- urbergsson, f. 21. febrúar 1936, og Arnbjörg María Sveinsdóttir, f. 25. október 1942. Systkini Sigur- bergs eru Haraldur Sveinn, f. 19. júlí 1962. Jóhanna Val- gerður, f. 6. apríl 1965, og Bjarki Þór, f. 10. maí 1968. Fyrr- verandi sambýliskona Sig- urbergs er Sigríður Þóra Traustadóttir, f. 28. júní 1972. Synir Sigurbergs og Sigríðar eru Jón Óli, f. 14 nóvember 2000, og Árni Björn, f. 8. janúar 2002. Hann var mikill hestamaður og með eindæmum laginn við þá. Stærstum hluta ævi sinnar eyddi Sigurbergur í vinnu í frystihúsinu og við síldarsöltun bæði hjá KASK, Stemmu og síðar Skinney-Þinganesi. Hann vann við siglingar á Jök- ulsárlóninu þegar það var að byrja. Hann vann um tíma við akstur með ferðamenn en varð að hætta sökum heilsubrests. Hans rútína sl. ár var að koma til Reykjavíkur frá Hornafirði þrisvar í viku í blóðskilju. Útför Sigurbergs fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 5. nóvember 2016, klukkan 14. Sigurbergur var fæddur á Sauðárkróki þann 28. október 1960, daginn eftir brúðkaup foreldra sinna, en sleit barns- skónum að Svínafelli í Nesjum Hornafirði til 12 ára aldurs er fjölskyldan flutti í Árnanes í Valdahús og bjó þar unglings- árin eða þar til foreldrarnir fluttu með börnin í nýbyggt hús að Hæðargarði 14 í Nesj- um. Eftir að hann flutti úr for- eldrahúsum bjó hann ýmist á Höfn eða í Nesjum með örfáum undantekningum allt eftir hvernig stóð á vertíð í það og það skiptið, en síðustu árin eft- ir að heilsunni fór að hraka bjó hann hjá móður sinni að Tjörn 2 á Mýrum. Æskuárin hjá Sigurbergi voru honum viðburðarík og lífið lék við hvern sinn fingur. Það varð snemma ljóst hvert hugur hans stefndi og dugnaðurinn var honum meðfæddur, honum var það ekki eðlislægt að liggja inni í bæ og lesa ef hægt var að vera úti og sinna skepnum og áttu hestar þar sinn uppáhalds- sess. Er hann var kominn á skólaaldur og ekki orðinn læs var honum lofað að hann skyldi fá að eiga hest ef hann tæki sig á í lestrinum og er okkur sagt að það hafi ekki tekið hann nema örfáa daga að verða flug- læs. Þessi frásögn lýsir Sig- urbergi vel, hestinn fékk hann að launum og átti alltaf hesta eftir það. Það lýsir Sigurbergi vel hversu umhugað honum var um fjölskylduna, að um það bil sem flutt var í nýja húsið í Hæðargarði komu upp veikindi hjá föður okkar í nokkra mán- uði og taldi Sigurbergur það ekki eftir sér að gerast fyr- irvinnan og sjá fyrir fólkinu sínu á meðan veikindin stóðu yfir. Þannig var Sigurbergur, alltaf tilbúinn að hjálpa og mátti ekkert aumt sjá, þannig munum við hann alla tíð. Stærstum hluta ævi sinnar eyddi Sigurbergur í vinnu í frystihúsinu og við síldarsöltun bæði hjá KASK, Stemmu og síðar Skinney-Þinganesi. Á vertíðum var Sigurbergur í essinu sínu og erum við viss um að margir sem dvöldu á verbúð á þeim árum muna hann vel og eignaðist hann fjölda vina og kunningja alls staðar að af landinu. Verbúð- arstemningin sem einkennt hafði vinnustaðinn svo mjög hvarf hægt og hljótt og við tóku aðrir tímar. Honum bauðst starf á Jökulsárlóni þeg- ar sú starfsemi var að fara af stað hjá góðu fólki sem reynd- ist honum afar vel í gegnum líf- ið. Þar undi hann hag sínum best af öllum þeim störfum sem hann sinnti um ævina, á því leikur enginn vafi. Hann elsk- aði að sinna túristunum og sýna þeim landið og jökulinn sinn, hann var afskaplega stolt- ur af þessu tímabili og þreyttist aldrei á að dásama það. Sig- urbergur kynntist fyrrverandi sambýliskonu sinni, Sigríði Traustadóttur frá Hauganesi, á þessum tíma og eignaðist með henni tvo gullfallega drengi sem eru Jón Óli, 16 ára, og Árni Björn, 14 ára, missir þeirra er mikill og er óhætt að segja að þessir drengir áttu hug pabba síns allan. Síðustu ár Sigurbergs voru honum erf- ið. Hugurinn var frjór en ráðin fá og efnin minni til að láta draumana rætast. Hann reyndi að gera gott úr því eins og hans var von og vísa. Ljósið í myrkr- inu voru drengirnir hans og naut hann samvista við þá eins mikið og aðstæður leyfðu. Hann þreyttist aldrei á að segja manni frá því hvað strák- arnir væru að aðhafast og ljóm- aði allur þegar hann talaði um þá, hann var ekki mikið fyrir það að vera að vorkenna sjálf- um sér þótt hann hefði ríka ástæðu til. Við kveðjum þig, elsku bróð- ir, með söknuði. Drottinn varð- veiti þig, Beggi minn. Sveinn, Jóhanna og Bjarki. Meira: mbl.is/minningar Sigurbergur Arnbjörnsson Mig langar til að skrifa nokkur minningarorð um yndislega ömmu mína, Áslaugu Th. Elíasdóttur, sem hefði orðið 100 ára í dag, 5. nóvember 2016. Hún lést 1. september 1989. Áslaug var dótt- ir Kristjónu Lárus- dóttur, f. 1896, d. 1924, og Elíasar Ingjaldar Bjarnasonar, f. 1888, d. 1952. Hún ólst upp á Vaðli á Barða- strönd en átti einnig ættir að rekja til Ísafjarðar og Snæfells- Áslaug Th. Elíasdóttir ness. Hún giftist manni sínum, Guð- mundi Kolbeins- syni, f. 27.3. 1899, d. 10.1. 1987, 27. september 1947, og gekk hann syni hennar, Jóhanni Leví, f. 3. júní 1943, í föðurstað. Auk Jóhanns ólu þau upp tvær fósturdætur, Guð- laugu S. Kjartansdóttur, f. 1.5. 1956, og mig, sonardóttur sína, f. 5.9. 1961. Hún bjó fyrst með Guðmundi á Framnesvegi en síðar fluttust þau í Þingholtsstræti 26. 1968 fluttu þau með börnin að Hjaltabakka 18 sem þá var ný- legt hverfi í Breiðholtinu. Áslaug starfaði við ýmis störf, þar á meðal hjá Kexverk- smiðjunni Esju, Miðbæjarskól- anum, kaffiteríu Háskóla Ís- lands og Hressingarskálanum. Mjög gestkvæmt var hjá okkur og allir alltaf velkomnir. Hún var vinamörg og öllum þótti gott að koma til Laugu, eins og hún var kölluð. Það var yndislegt að alast upp á Bakk- anum, það var barnmargt hverfi og mikið líf og fjör. Ás- laug var mjög gamansöm og músíkölsk, hún hafði næmt tón- eyra og kunni að meta góða tónlist. Hún gat sjálf spilað á einfalda nikku og greip jafnvel í munnhörpu. Hún var létt stelpa að vestan og stökk yfir girðingar þegar hún var ung en hún fæddist með beinkröm svo hún var farin að bogna í baki með aldrinum. Áslaug var hreint út sagt frábær manneskja í alla staði og góð við alla, jafnt háa sem lága. Hún byrjaði að kenna mér að þekkja stafina tveggja ára gamalli og var ég farin að stauta upp úr barnabókunum þriggja ára, svo góður kennari var hún. Hún hafði gaman af að ferðast og fór vestur á Barða- strönd og víðar, bæði með Guð- mundi, manninum sínum, og skyldmennum sínum. Við vorum alltaf vel tilhöfð hjá henni og hún kappkostaði að okkur öllum liði vel. Hún vildi allt fyrir alla gera og var yndisleg móðir og amma. Hún hafði svo fallega rithönd að eft- ir var tekið, sem lýsti henni vel því hún var vönduð og falleg kona, innst sem yst. Ég elskaði hana og dáði og sakna hennar sárt. Minning hennar lifir í hjarta okkar ætt- ingjanna og vinanna. Sigrún Jóhannsdóttir. Aldarminning Elsku amma. Til þín. Eins og marglit blóm á engi óendanleikans er kærleikur hugsana minna til þín. Þú sem ert látinn, farinn á braut hins óþekkta sem okkur eftirlifendum er hulið. Dýrmætar minningar líða hjá, Magnúsína Sigurðardóttir ✝ Magnúsína Sig-urðardóttir fæddist 19. desem- ber 1929. Hún and- aðist 25. september 2016. Útför hennar fór fram 7. október 2016. árin okkar saman. Brosið þitt og faðmur þinn hlýr þú bara þú. En hér er ekkert sem sýnist í gjörningarþoku og sárustu sorgum. En þar sem þú ert er ég hjá þér í huga mínum og sinni. Óskirnar fljúga víða um alheims himna. Í ljóðinu mínu meðferðis er kærleikur von og trú. (S. Ósk Óskarsdóttir) Með saknaðarkveðju, Jóhann Steinar Helgason og fjölskylda. Við fregnir af andláti Auðar vökn- uðu minningar um æskuna í Laugar- nesinu. Við vinkonurnar vorum tíðir gestir á Otrateigi 2. Þar bjó Björk ásamt systkinum sínum, jafnvel mökum þeirra, börnum, Auði og Guðjóni heitnum sem lést langt um aldur fram. Húsið var stórt og kjallarinn var dul- arfullur. Stiginn brattur, fullur af allskyns dollum, sópum, hinu og þessu sem til þurfti á stóru heimili. Niðri í kjallara var svo forða- búr mikið þar sem stóðu á hill- um sultukrukkur, niðursuðudós- Auður Þórðardóttir ✝ Auður Þórð-ardóttir fæddist 19. júní 1925. Hún lést 11. október 2016. Útför Auðar var gerð 21. október 2016. ir, Royal-búðinga- pakkar, kex og fleira. Einnig var þar að finna stærstu frystikistu í heiminum. Auður var nefnilega hagsýn og mikil búkona sem passaði upp á að alltaf væri nóg til að bíta og brenna. Já, það var ekkert skafið af því á Otra- teigi. Þar komst ég t.d. að því að til væri hræringur, að maður gæti sjálfur marinerað síld, hvað Lundi væri, að það væri gott að setja kakómalt ofan á ristað brauð með smjöri. Að það væri sniðugt að geyma litlar teygjur til að festa sellófan yfir skálar með afgöngum. Auður bakaði líka heimsins besta hafrakex og þá dugði ekkert minna en fleiri kíló af hveiti, eldhúsborðið und- irlagt af útflöttu deigi og Auður vígaleg með kökukeflið í hönd- um. Ég man eftir rúllum í hárinu á henni, glettnislegu brosi á vörum og roða í vöngum við undirbúning undir dansball, að hún notaði bara Nivea krem á húðina, sagði að það væri best, að allir hlutir voru á sínum stað og heimilið alla tíð glansandi hreint. Þær voru ófáar næturnar sem við vinkonurnar gistum hjá Björk. Ég sjálf var heimalning- ur hússins og ef Auði hefur ein- hvern tíma fundist ég vera orð- in of heimakær á Otrateignum, lét hún það allavega aldrei í ljós við mig. Ég var og verð henni alla tíð þakklát fyrir umburð- arlyndið gagnvart okkur vin- konunum, sem vorum æði óstýrilátar oft á tíðum, og sér- staklega gagnvart mér sem gerði mig heimakomna á heimili hennar. Auði var umhugað um fólkið sitt og ég held að hún hafi lagt mikinn metnað í að koma þeim systkinum til manns eins og sagt var. Ekkert er mikilvæg- ara í þessu lífi en fjölskyldan manns, að vita að allir séu ör- yggir, glaðir, elskaðir og verð- metnir. Að manns nánustu lifi í sátt og samlyndi, styðji og elski hvert annað, að þeir sem maður hefur gefið lífið, njóti þess, virði það og verðmæti þess. Þar held ég að Auður hafi ekki verið nein undantekning og sýndi hún það best með þeirri eljusemi, hófsemi og hæglæti sem einkenndi hana alla tíð. Ég hef verið svo heppinn að eiga Björk fyrir vinkonu í 44 ár og hef því fylgt henni og fjöl- skyldunni í langan tíma. Sama gildir um Jónu Pálínu sem alltaf er stoð og stytta Bjarkar í fjar- veru okkar hinna, Kristínu og Helgu sem ásamt mér, erum búsettar í Danmörku og því miður fjarri kærri vinkonu á erfiðri stundu en vissulega með hugann og hjartað hjá elsku Björk okkar og börnum, sem við sendum samúðarkveðjur við fráfall móður og ömmu. Systkinum Bjarkar, mökum þeirra, börnum og barnabörn- um sendum við samúðarkveðju og hlýhug. Fyrir hönd Kristínar Hilm- arsdóttur og fjölskyldu, Helgu Eiríksdóttur og fjölskyldu, Jónu Pálínu Grímsdóttur og fjöl- skyldu, Valrún Valgeirsdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför RAGNHEIÐAR PÁLSDÓTTUR frá Hlíð, Gnúpverjahreppi. . Páll Valdimarsson, Björk Pálsdóttir, Ragnhildur Valdimarsdóttir, Kári Jónasson, Valdimar Valdimarsson, Guðrún Halldórsdóttir, Kristín Valdimarsdóttir, Hörður Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir. Við sendum okkar bestu þakkir fyrir hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, ÞORBJARGAR BERGSTEINSDÓTTUR frá Ási, (Tobbu), sem lést mánudaginn 3. október. Sérstaklega þökkum við starfsfólki Sjúkrahússins á Seyðisfirði og Dyngju á Egilsstöðum fyrir einstaka umönnun. Guð veri með ykkur öllum. . Þorbjörn Bergsteinsson, Jón Bergsteinsson, Birna Stefánsdóttir, Ásta Magnúsdóttir, systkinabörn og fjölskyldur. Við þökkum þeim sem minnst hafa GUÐRÚNAR ANTONSDÓTTUR, Lyngholti, Skarðshreppi, og sýnt okkur vináttu og hlýhug við andlát hennar. Einnig þökkum við starfsfólki deildar 5 á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki gott atlæti við hana síðustu árin. . Svavar Hjörleifsson og fjölskyldurnar frá Lyngholti. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæra GUÐMUNDAR ÞÓRÐARSONAR frá Miðhrauni. Starfsfólk Brákarhlíðar fær sérstakar þakkir fyrir umönnun og nærgætni. . Anna Sesselja Þórðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.