Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Page 8
Vikublað 24.–26. febrúar 20158 Fréttir
Þurfum að takast á við
ofbeldi gegn fötluðu fólki
n Mikilvægt að skilgreina ofbeldi á sama hátt og hjá ófötluðu fólki n Setja þarf upp neyðarteymi
M
ikilvægt er að tryggja
að ekki sé reynt að fela í
kerfinu það ofbeldi sem
fatlað fólk verður fyrir á
heimilum þar sem það
fær þjónustu frá Reykjavíkurborg.
Þá má það ekki vera sett í hend
ur forstöðumanna heimilanna að
leysa úr alvarlegum ofbeldismálum
þar sem það getur oft og tíðum sett
stjórnendur í flókna aðstöðu gagn
vart skjólstæðingum sínum. Tryggja
verður greitt aðgengi fatlaðs fólks að
þeim almennu úrræðum sem eru til
staðar fyrir þolendur ofbeldis sem
og að viðeigandi aðilar veiti aðstoð
þegar ofbeldismál koma upp. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu starfs
hóps sem fjallaði um aðgerðir gegn
heimilisofbeldi gagnvart fötluðu
fólki.
Starfshópur á vegum Reykjavíkur
borgar leggur til að fundin verði leið
til þess að innra eftirlit verði haft með
starfsemi á þeim starfsstöðum á veg
um Reykjavíkurborgar þar sem fötl
uðu fólki er veitt þjónusta. Með því
verði hægt að tryggja að starfsstaðir
fari eftir þeim verkferlum sem þeim
ber að starfa eftir – til að mynda þegar
ofbeldismál koma upp. Nauðsynlegt
er að kerfið, hvort sem það er Reykja
víkurborg, lögreglan eða aðrar stofn
anir, taki tillit til þess að skilgrein
ingin á heimili er ekki bundin við
húsnæði í einkaeigu eða leigu heldur
getur tekið á sig aðrar myndir.
Þarf neyðarteymi
Rannsóknir, meðal annars ís
lenskar, hafa sýnt að ofbeldi gegn
fötluðu fólki er oft falið vandamál.
Fatlaðar konur eru líklegri en aðrir
hópar samfélagsins til að verða fyr
ir ofbeldi og líklegra er að þær hafi
sætt ofbeldi af hálfu maka sinna en
ófatlaðar konur. Alþjóðaheilbrigðis
málastofnunin hefur greint frá því
að stofnanavistun fatlaðs fólks auki
varnarleysi þess gagnvart ofbeldi.
Það valdi því að fólk eigi erfiðara um
vik að brjótast út úr ofbeldisfullum
aðstæðum og tilkynna um ofbeldi.
Í skýrslu velferðarráðuneytisins
frá 2013 um ofbeldi gegn fötluðum
konum kemur fram að konurnar
lýstu reynslu sinni af því að hafa
búið á sambýli með ofbeldisfullum
einstaklingum og hvernig starfsfólk
hefði verið tregt til að tilkynna um
ofbeldi til lögreglunnar.
„Starfshópurinn leggur til að sett
verði á fót neyðarteymi sem gæti
brugðist við í ofbeldismálum gagn
vart fötluðu fólki. Markmiðið með
þessari aðgerð er til að mynda að
koma í veg fyrir að forstöðumenn
séu settir í þá aðstöðu að taka afstöðu
með eða gegn þjónustunotanda sem
og til þess að tryggja fagleg og hlut
laus vinnubrögð í vinnslu erfiðra
mála,“ segir í skýrslunni en þar kem
ur að auki fram að í neyðarteyminu
þurfi hlutfall fatlaðs og ófatlaðs fólks
að vera jafnt og gæta þarf að kynja
jafnvægi.
Búsetukjarnar eru líka heimili
Sem áður sagði er þörf á að taka til
lit til þess að búseta fatlaðs fólks er
mjög fjölbreytt og því þarf hugtak
ið heimilisofbeldi að ná til allra bú
setuúrræða.
„[…] sumir búa á eigin heimilum
en aðrir búa á heimilum sem eru
rekin af Reykjavíkurborg eða af fé
lagasamtökum samkvæmt samn
ingnum við borgina. Þess vegna er
brýnt að skilgreining heimilisof
beldis nái einnig til þeirra heimila
sem Reykjavíkurborg rekur eða á í
samstarfi við um rekstur. Mikilvægt
er að hafa í huga að þeir sem beita
fatlað fólk heimilisofbeldi geta búið
á sama heimili (til dæmis á sam
býlum, skammtímavistunum eða
í búsetukjörnum á vegum Reykja
víkurborgar) eða starfað á þessum
heimilum,“ segir í skýrslu starfs
hópsins. Þar er einnig lögð áhersla
á að samstarfsverkefni lögreglunn
ar á höfuðborgarsvæðinu og Reykja
víkurborgar, Saman gegn ofbeldi, nái
einnig til skráningar á ofbeldismál
um gegn fötluðu fólki. Áríðandi er
að skilgreining ríkislögreglustjóra á
heimilisofbeldi nái einnig til ofbeldis
sem fatlað fólki verður fyrir á heim
ilum sínum, hvernig svo sem form
heimilanna er. Þá þarf heilsugæslan
á höfuðborgarsvæðinu að skima fyr
ir ofbeldi. „Sérstaklega er mikilvægt
að huga að stöðu fatlaðs fólks sem
tilheyrir fleiri jaðarhópum og upplif
ir margþætta mismunun, en þar má
meðal annars nefna fatlaðar konur,
fötluð börn og hinsegin fatlað fólk,“
segir í skýrslunni.
Sex leiðir
Í skýrslunni eru teknar saman sex
leiðir til þess að koma í veg fyrir
heimilisofbeldi og taka á því. Þar
kemur fyrst fram að brýnt er að út
búnir verði skýrir verkferlar varð
andi viðbrögð við málum þar sem
fatlaður einstaklingur verður fyrir
ofbeldi sem og þegar grunur vakn
ar um að fatlaður einstaklingur hafi
orðið fyrir ofbeldi. Þeir eiga að vera
opinberir og öllum aðgengilegir og
ná til frístundaheimila og vinnu
staða sem reknir eru af Reykjavíkur
borg eða samstarfsaðila hennar.
Þá þarf að koma á fræðslu til fatl
aðs fólks um mannréttindi þeirra,
heilbrigð parasambönd og kynlíf en
að auki um samskipti og ofbeldi. Það
geti styrkt sjálfsmynd og eflt sjálfs
öryggi og verið fyrirbyggjandi aðgerð
sem til lengri tíma geti dregið úr of
beldi gagnvart fötluðu fólki. „Ákjós
anlegast er að þessi fræðsla sé veitt af
öðru fötluðu fólki, að minnsta kosti
að stórum hluta,“ segir í skýrslunni
þar sem lagt er til að hún nái til nem
enda í framhaldsskólum og að kom
ið verði á námskeiðum fyrir aðra.
Fræðsla þarf einnig að ná til starfs
fólks sem hefur með höndum störf
með fötluðu fólki. Í fræðslunni yrði
varpað ljósi á stöðu fatlaðs fólks sem
minnihlutahóps og í því samhengi
tíðni og birtingarmynd ofbeldis
gagnvart fötluðu fólki og þá verkferla
sem mótaðir yrðu til þess að sporna
við ofbeldi og til þess að bregðast við
ofbeldismálum. Þá er mikilvægt að til
komi innra eftirlit, að sett verði á fót
fyrrnefnt neyðarteymi og að skimað
verði fyrir ofbeldi á þjónustumið
stöðvum og heilsugæslum. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
„Heimilisofbeldi gegn fötluðu fólki er
ýmist einstök eða endurtekin athöfn eða
skortur á athöfnum af hálfu þess/þeirra
aðila sem fötluð manneskja ætti að geta
treyst í daglegu lífi inni á heimili sínu. Til
slíkra aðila teljast m.a. makar, fjöl-
skyldumeðlimir, starfsfólk og aðrir íbúar á
heimili fatlaðs einstaklings. Þetta atferli
gagnvart fötluðum einstaklingi veldur
viðkomandi skaða eða andlegri þjáningu.
Ofbeldið getur tekið á sig ýmsar myndir:
líkamlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi, kyn-
ferðislegt ofbeldi, fjárhagsleg misnotkun
og misnotkun á eignum eða vanræksla.
Heimilisofbeldi eru brot framin innan
veggja heimilis eða á öðrum stað þar
sem 3 fatlaður einstaklingur dvelur eða
hittir aðila sem hann ætti að geta treyst í
daglegu lífi á heimili sínu.“
*Skýrsla starfshóps um aðgerðir gegn
heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki
Hvað er heimilisofbeldi?
„Mikilvægt er að
hafa í huga að
þeir sem beita fatlað
fólk heimilisofbeldi
geta búið á sama heim-
ili (til dæmis á sambýl-
um, skammtímavistun-
um eða í búsetukjörnum
á vegum Reykjavíkur-
borgar) eða starfað á
þessum heimilum.
Heimilisofbeldi
Heimilisofbeldi tekur á sig
ólíkar myndir, en heimili
fólks gera það líka.