Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Page 10
Vikublað 24.–26. febrúar 201510 Fréttir www.gilbert.is KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI MeguM búast við MislingatilfelluM á Íslandi n Sóttvarnalæknir segir ekki hættu á faraldri n Óbólusettir geta ekki lengur treyst á að allir aðrir séu bólusettir n Stríðið um bólusetningarnar S tríðið um bólusetningar geisar á Íslandi um þessar mundir. Í dag velur ákveðinn hluti foreldra að láta ekki bólusetja börnin sín og um það bil tíu prósent 18 mánaða barna á Íslandi hafa ekki hlotið við- teknar bólusetningar gegn helstu barnasjúkdómum. Andstæðingar bólusetninga halda því á lofti að sýnt hafi verið fram á tengsl notk- unar MMR bóluefnis og einhverfu – en rannsóknin sem liggur þeim viðhorfum til grundvallar var birt í læknatímaritinu Lancet árið 1998. Andrew Wakefield, aðalhöfundur rannsóknarinnar, var síðar svipt- ur lækningaleyfi fyrir að falsa gögn og niðurstöður um tengsl bóluefna og einhverfu. Enn fremur hafa and- stæðingar bólusetninga gagnrýnt hagsmunatengsl lyfjafyrir tækja við heilbrigðisþjónustu og bent á að útrýming sjúkdóma eins og bólu- sóttar, mislinga og rauðra hunda sé ekki að þakka bólusetningum held- ur aukinni meðvitund um hreinlæti og betri almennum aðbúnaði fólks. Stuðningsmenn bólusetninga hafa bent á að þrátt fyrir ítrekaðar rann- sóknir hafi ekki verið hægt að sýna fram á að bólusetningar hafi áhrif á einhverfu og að mati Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar er engin lýðheilsuaðgerð hagkvæmari en einmitt bólusetningar. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að ekki sé spurning um hvort heldur hvenær nýtt mislingatilfelli verði greint á Íslandi. Hættan á far- aldri sé þó ekki til staðar vegna þess hversu margir hér á landi eru bólu- settir gegn sjúkdóminum. Mislingar hafa greinst í Banda- ríkjunum og víðar í Norður-Amer- íku á síðustu misserum, meðal annars í Kanada. Það er í fyrsta skipti í fjölmörg ár sem slíkt kemur fyrir í heimsálfunni. „Jafnvel þótt 95 prósent lands- manna séu bólusett geta alltaf einstök tilfelli komið upp. Ég myndi ætla að við á Íslandi séum nokkuð vel varin. Það verður ekki faraldur hér á landi en við megum búast við einstaka mislingatilfellum á næst- unni.“ Snýst um að vera samstiga í baráttunni Síðasta mislingatilfellið á Ís- landi varð ekki að faraldri. Ekki er langt síðan mislingar voru þó síð- ast greindir hér á landi. Haraldur segir að þökk sé hversu margir séu bólusettir hafi sjúkdómurinn ekki náð að breiða úr sér. Hann segir að bólusetningar snúist fyrst og fremst um varnir þar sem allir verða að vera samstiga. „Þetta snýst um ákveðin svæði og hvort það er óbólusett fólk sem býr þar. Ef svo er þá mynd- ast jarðvegur fyrir faraldur eins og mislingafaraldur. Síðasta mislinga- tilfellið á Íslandi var fyrir einu eða tveimur árum. Þá kom ungt barn með sjúkdóminn til landsins án þess að mislingar næðu að breiða úr sér. Þar á undan höfum við ekki séð mislinga á Íslandi í á annan áratug. Þessum árangri gegn sjúk- dómnum má þakka að við höfum unnið mikið í bólusetningum og eru flestir bólusettir hér á landi. Hér er því enginn jarðvegur fyrir sjúk- dóminn. Það er ástand sem er háð því að allir séu samtaka í baráttunni gegn sjúkdómnum.“ Mislingar komi frá illa bólusettum svæðum í Evrópu Haraldur segir þróunina í Norður- Ameríku sannarlega vekja athygli enda hafi öll heimsálfan lengi vel verið laus við mislinga. „Öll heimsálfan, bæði norður og suður, var lengi laus við sjúkdóm- inn vegna þess að þar hefur mik- ið verið bólusett í gegnum árin. Í Evrópu hafa hins vegar verið að koma upp mislingatilfelli vegna bresta í bólusetningu. Sjúkdómur- inn hefur verið að skjóta upp koll- inum í löndum eins og Þýskalandi, Frakklandi og Austurríki. Ég tel að rekja megi upptök sjúkdóms- ins í Ameríku til Evrópu þar sem mislingar hafa grasserað of lengi á vissum svæðum vegna skorts á bólusetningum.“ Hættan meiri nú en áður Haraldur segir í ljósi aðstæðna, það er að segja útbreiðsla mislinga í Ameríku, hættuna vissulega meiri nú en áður. Hættan sé hins vegar mest hjá þeim sem eru ekki bólu- settir. „Ef menn kjósa að bólusetja sig ekki eru þeir að sjálfsögðu í meiri hættu. Ef fólk kýs að bólusetja börnin sín ekki er það að stofna þeim í meiri hættu. Ástæðan er sú að óbólusettir einstaklingar eru berskjaldaðir og treysta á að allir í kringum sig séu bólusettir. Það er ekki víst að það gangi alltaf upp,“ segir Haraldur. Haraldur tekur sem dæmi börn yngri en 18 mánaða og þá sem geta ekki, af ýmsum ástæðum, fengið bólusetningu. Hann segir hættuna á að þessir einstaklingar smitist meiri eftir því sem fleiri ákveði að bólusetja sig ekki. „Það er mikilvægt að bólusetja sem flesta til að vernda þá sem hafa ekki enn, eða geta ekki, verið bólu- settir. Útbreiðslan á sjúkdómunum í nágrannalöndum Íslands er merki um að ekki sé hægt að treysta leng- ur á að allir í kringum sig séu bólu- settir. Í ljósi aðstæðna er hættan á að óbólusóttir einstaklingar fái mislinga því meiri núna en hún hefur verið á undanförnum árum.“ Telur ekki nauðsynlegt að setja lög um bólusetningu. Aðspurður hvort hann telji rétt að setja lög um skyldubólusetn- ingu hér á landi segir Haraldur ekki þörf á slíkum aðgerðum vegna þess hversu margir sé bólusettir á Íslandi. „Mitt mat er að þátttakan er svo almenn að það er ekki þörf á að setja lög um bólusetningu. Um- ræða um lög af þessu tagi hafa alltaf komið upp. Um 97 prósent foreldr- ar hér á landi vilja bólusetja börnin svo það er þegar góður skilningur á mikilvægi þess að bólusetja.“ Ekki verið skylt að bólusetja síðan bólusóttin geisaði Langt er síðan skylda var að bólu- setja sig hér á landi eða ekki síðan bólusótt herjaði á heimsbyggðina. „Aðeins einu sinni hefur verið bólusetningaskylda hér á landi. Það var gegn bólusótt og tók sú regla gildi árið 1805. Nú er hætt að bólusetja gegn bólusótt þar sem sjúkdómnum hefur verið út- rýmt. Það er eitt mesta afrek í sögu læknavísindanna.“ Munu halda áfram að fylgjast með þróuninni Þótt Haraldur telji alvarlegt að mislingar séu farnir að sjást á nýjan leik, og líkurnar á að tilfelli verði greint hér á landi orðnar meiri, telur hann ekki þörf á lögum um skyldubólusetningu. „Ég met aðstæður ekki þannig að það þurfi að setja lög um skyldu- bólusetningu. Við munum þó halda áfram að fylgjast með þróun mála,“ segir Haraldur Briem sótt- varnalæknir að lokum. n „Það er ástand sem er háð því að allir séu samtaka í baráttunni gegn sjúkdómnum. Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Ef menn kjósa að bólu- setja sig ekki eru þeir að sjálfsögðu í meiri hættu. Ef fólk kýs að bólusetja börnin sín ekki er það að stofna þeim í meiri hættu.“ Mynd Hörður SvEinSSon Jóhann Skúli Björnsson ragnheiður Eiríksdóttir johannskuli@dv.is/ragga@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.